Fréttablaðið - 11.06.2010, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 11.06.2010, Blaðsíða 30
2 föstudagur 11. júní núna ✽ Listin og lífið þetta HELST augnablikið Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Arnþór Birkisson Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 BJÖRGVIN FRIÐGEIRSSON, GRAFÍSKUR HÖNNUÐUR Í kvöld mæti ég klárlega á Bjúddarann, skemmtikvöld KF Mjaðmar, Í Iðnó, og hvet einnig alla aðra til að mæta. Svo tekur við útskrift úr Listaháskóla Íslands á laugardaginn. Í kjölfarið á því fylgir án efa eitthvert djammbrjálæði fram á sunnudagseftirmiðdag með bekkjarfélögunum. Fisk isló ð Gra nda gar ður MýrargataÁna nau st SALON REYKJAVÍK Vertu velkomin(n)! Röff helgi á Akureyri Plötusnúðurinn DJ B-Ruff mun leika listir sínar á skemmtistaðn- um 101 Akureyri um helgina. B- Ruff hefur gert það gott undanfarið með Pabbahelgum á Kaffibarnum, en þar þeytir hann skífum ásamt félaga sínum DJ Gísla Galdri. B- Ruff mun leika hiphop, dub- step og house á 101 Akureyri annað kvöld og hefst skemmt- unin klukk- an 01.00. Bræðingur í bókabúð Rithöfundurinn Ingibjörg Hjartardóttir mun lesa upp úr skáldsögu sinni Hlustarinn í Bókabúð Máls og menningar á morgun. Starfsfólk Ókeibóka verður einnig með sér- staka kynningu á Íslandskorti sem Hugleikur Dagsson teiknaði og jafn- framt verða kynnt- ir nýir bolir með teikningum úr hinni vinsælu bók Pop- ular Hits. Að lestr- inum loknum verð- ur boðið upp á lif- andi tónlist, Jóhann Kristinsson mun flytja lög af plöt- unni sinni Tropical Sunday. ALEXA CHUNG Alveg eins og allt annað sem hún klæðist vakti síður og húðlitaður kjóll sjónvarpskonunn- ar Alexu Chung á verðlaunahátíð bandarískra tískuhönnuða í vikunni mikla athygli. Kjóllinn er úr sumarlínu Marc Jacobs. „Nýja línan er undir áhrifum frá „tribal“ málverkum eiginmanns míns, listamannsins Pauls Weil. Við vörpuðum meðal annars einu verka hans á fyrirsætuna fyrir myndatökuna í staðinn fyrir að klæða hana í föt eða nota farða,“ segir skartgripahönnuðurinn Jóhanna Metúsalemsdóttir um nýja skartgripalínu sína, en hún hannar undir nafn- inu Kría. Þetta er önnur línan frá Kríu og var Jóhanna í um þrjá mánuði að vinna hana. „Þetta er önnur línan mín en annars bý ég bara til nýtt skart þegar mér er mál að gera eitthvað. Það mætti eiginlega segja að fyrsta línan hafi komið út í þremur hollum og það er ekki ólíklegt að það verði eins með þessa línu, að ég bæti við hana ef mér dettur eitthvað sniðugt í hug,“ útskýrir Jóhanna. Fyrri línan hefur verið fáan- leg á vefnum, í Aurum á Banka- stræti, Icelandicmarket.com og í vel völdum verslunum í Banda- ríkjunum. „Það er ekki búið að reyna mikið á sölu á nýju línunni þar sem hún er bara rétt komin inn á heimasíðu Kríu. Eitthvað hefur borist af persónulegum pöntunum beint til mín en ég er mjög vongóð um að línan muni seljast vel þar sem „lookbook“ sem ég gerði hefur vakið mikla lukku.“ Skart frá Kríu var notað í tísku- þátt í marshefti tískutímaritsins Purple Magazine og var það hinn heimsþekkti ljósmyndari Terry Richardson sem tók myndirnar. Að sögn Jóhönnu er það mikil við- urkenning að fá hönnun sína birta í tímariti sem þessu. „Þetta eykur umtal og forvitni og vonandi leið- ir þetta svo til þess að fleiri versl- anir vilji kaupa Kríu skartið. Þetta helst allt voða mikið í hendur, það er að segja ef þú ert í vinsælu blaði í tískuþætti sem myndaður er af þekktum ljósmyndara þá er maður í góðum málum,“ segir Jóhanna að lokum kampakát. - sm Jóhanna Metúsalemsdóttir sendir frá sér aðra skartgripalínu: INNBLÁSTUR FRÁ LIST Tribal Nýja línan frá Kríu er innblásin af tribal málverkum eiginmanns Jóhönnu. MYND/ELÍSABET DAVÍÐSDÓTTIR Jóhanna Metúsalemsdóttir Hannar skemmtilegt skart undir heitinu Kría. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Ljósmyndarinn Kolbrún Vaka Helgadóttir opnar í dag sýningu á Hótel Plaza í Aðalstræti 4 til 8. Myndirnar á sýningunni eru hluti af meistaraverkefni Kol- brúnar þar sem hún fjallaði um sundlaugamenningu Íslendinga, en hún útskrifaðist nýverið frá Goldsmiths University í London með M.A. gráðu í ljósmyndun og borgarmenningu. Ljósmyndirnar tók Kolbrún í náttúrulegum laugum síðastlið- ið sumar. „Ég var búin að vera lengi með þessa hugmynd í koll- inum. Ég elska sjálf sundlaugar og þegar ég bjó í London áttaði ég mig á því hvað þær eru mikill fjársjóður fyrir okkur Íslendinga. Ég fór að velta því fyrir mér hvað það væri magnað ef maður kæm- ist í svona náttúrulegar laugar nálægt London.“ Nafn sýningarinnar, Swim Zone (Out) – In the Thermal Pools of Iceland, vísar til þeirrar sterku upplifunar, þegar fólk losnar undan skarkala borgarlífsins og dýfir sér í náttúrulega laug. Nám Kolbrúnar snerist að hluta til um félagsfræði borg- arinnar. Hún horfði því á sund- menninguna með augum borgar- barnsins, sem byggir ósýnilegan vegg í kringum sig til að verjast áreiti. Í ljósmyndunum endur- speglast hvernig varnir þess falla þegar það fer úr fötunum, skynj- ar sjálft sig og náttúruna. Opnun sýningarinnar verður í kvöld á milli klukkan 18 og 20 en hún mun standa í allt sumar. - hhs Kolbrún Vaka Helgadóttir opnar ljósmyndasýningu: Óður til lauganna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.