Fréttablaðið - 11.06.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 11.06.2010, Blaðsíða 18
18 11. júní 2010 FÖSTUDAGUR Nú er fólk vonandi búið að átta sig á hvað úrslit sveitar- stjórnakosninganna segja. Fleiri sátu heima á kjördag en setið hafa æðilengi áður. Gömlu flokkarnir voru rassskelltir heldur hart en þó munu flumbrur þeirra mismiklar. Forystumenn þeirra bera sig allir vel og ættu því að hafa hugrekki til að endurskoða tilvist sína og sækja fram með nýjum hætti. Framboð- in sem höfðu „alls konar“ stefnu komu vel út og hafa náð sterkri stöðu svo að næsta verkefni fjór- flokkanna virðist vera að laga sig að nýju framboðunum. Við lifum tíma gerjunar og vonandi endur- nýjunar. Hin mikla reiði, hneyksl- un og vantrú á stjórnmálamönn- um sem ríkt hefur í samfélaginu fékk nokkra útrás í þessum kosningum. En öll læknisverk eru eftir og almenningur mun ekki sætta sig við annað en rækilega verði tekið til hvarvetna í þjóðfélaginu. Það mun taka langan tíma. Fólk vill heiðarleika, hreinskiptni, ábyrgð, orðheldni og ferska hugsun sem skoðar mál án flokksgleraugna. Umræða um málefni samfélags- ins þarf að verða almenn, virkja þarf þann áhuga sem vaknað hefur og áður lá í láginni. Marg- ir eru eflaust vantrúaðir á allt tal um stjórnmál og bólusettir til ein- hvers tíma. Sú inngjöf getur hætt að virka verði umræða ekki öll í höndum stjórnmálamanna. Gera verður ráð fyrir miklum mála- ferlum gegn hugsanlegum söku- dólgum vegna bankahrunsins. Fundir um ákveðin efni sem fram koma í sakarannsókn ættu að taka mein þjóðfélagsins til athugunar og benda á hvað þurfi að lækna og koma í staðinn. Sakarefnin blasa við í öllu fjármálakerfinu og víða í stjórnkerfi. Hrunveturinn 2008-9 var nokk- uð rætt að setja bæri lýðveld- inu nýja stjórnarskrá. Þetta var ósk almennings um nýtt upphaf, nýjan grundvöll fyrir þjóðina til að standa á. Til þess ætti að halda stjórnlagaþing sem yrði sjálf- stætt þing, kosið til þess í almenn- um kosningum óháðum Alþingi og sem semdi nýja stjórnarskrá sem atkvæði yrðu síðan greidd um í almennum kosningum. Þetta þing setti sér starfsreglur og tæki allt til endurmats sem í stjórnar- skránni er og bætti við efnisbálk- um sem þar vantar. Nú er strax búið slíta fjaðrir af þessum fugli þar sem Alþingi hefur tekið sér óeðlilegan íhlutunarrétt með því að svipta það löggjafarvaldi og þá verður það líkt og ráðgjafarþing. Þannig er það í frumvarpinu sem nú er rætt á þingi og virðist hinn svokallaði „fjórflokkur“ ekkert til- lit ætla að taka til óska almennings sem segir okkur að hann hafi ekki lært að endurmeta sig af hruninu, rannsóknarskýrslu Alþingis né af kosningunum. Auk þess er bent á í frumvarpinu hvað stjórnlagaþing- ið eigi einkum að fjalla um líkt og því sé ekki treyst til að setja sér verkefnaskrá. Þjóðfélag okkar er fámennt og við verðum að skilja það. Það verð- ur ekki stórveldi á neinu sviði. En hér er hægt að stunda mannrækt sem gæti gefið margt af sér. Við þurfum að læra upp á nýtt hvað er að ræða um mál og leggja niður þann ósið að gera upphrópanir að kjarna umræðu. Hugsa um hvað er að athuga mál frá ýmsum hliðum, meta þau frá sjónarhóli þeirra sem eru annarrar skoðunar og skjóta okkur ekki undan ábyrgð. Hefja ætti til vegs uppeldi í stjórnmálum sem byggt verði á þjálfun í með- ferð hugtaka, hugmynda og orð- ræðu sem gefur af sér nýtt siðferði á þessu sviði. Stjórnmálaflokkarn- ir verða að setja sér siðareglur og ættu ekki að þrífast án þeirra. Þeir bera mikla ábyrgð á því hvernig komið er fyrir þjóðinni og undar- legt er að heyra af ríkisstjórn þar sem ráðherrar vita ekki hvað aðrir þar í bæ ræða um og kæra sig jafn- vel ekki um að vita það. Það bend- ir til að fundir ríkisstjórnar séu ómarkvissir og þar sé oft geðþótta- stjórnun að verki. Það er líkt og það hljómi sem einkunnarorð um þær hrellingar sem dunið hafi yfir Íslendinga á síðustu árum. Hvað tekur við? Hugmyndir félagsmálaráðherra um að frysta laun ríkisstarfs- manna og lífeyri aldraðra og öryrkja hafa vakið hörð viðbrögð. Samtök ríkisstarfsmanna hafa mótmælt ráðagerðum ráðherrans og sam- tök aldraðra og öryrkja hafa einn- ig brugðist hart gegn hugmyndum ráðherra. Félagsmálaráðherra hefur ekki aðeins verið með hugmyndir um að frysta lífeyri aldraðra og öryrkja heldur hefur hann einnig verið með ráðgerðir um að skera lífeyri þess- ara hópa niður. Honum dugar sem sagt ekki að hafa ráðist gegn kjörum lífeyrisþega 1. júlí á sl. ári. Hann vill enn höggva í sama knérunn. Ríkis- stjórnin ætlaði að koma hér á nor- rænu velferðarsamfélagi. Félags- málaráðherrann á að hafa forgöngu um að efla almannatryggingar og önnur velferðarmál til þess að við stöndum jafnfætis frændum okkar á hinum Norðurlöndunum á þessu sviði. En ráðherrann gerir ráðstaf- anir, sem ganga í þveröfuga átt. Við erum að fjarlægjast norræna velferðarsamfélagið. Skiptir ekki sköpum Hvers vegna er svona brýnt að skera niður kjör aldraðra og öryrkja. Skiptir það sköpum fyrir jafnvægi í ríkisbúskapnum að kjör lífeyrisþega séu skert? Ég held ekki. Í fyrra voru kjör lífeyrisþega skert um 4 millj- arða. Ég fullyrði, að það skipti engu máli í baráttunni við hallann í ríkis- búskapnum. Ég tel, að lífeyrir aldraðra og öryrkja eigi að vera undanskilinn niðurskurði. Kjör lífeyrisþega eru það slæm að þau þola enga skerð- ingu. Það er ekki verið að lækka laun í þjóðfélaginu. Þvert á móti hafa laun verið að hækka. Sl. rúma 12 mánuði voru laun verkafólks með laun undir 220 þús, á mánuði hækkuð um 23 þús. á mánuði eða um 16%. Kaup ríkisstarfsmanna hækkaði jafnmikið í krónutölu, þ.e. hjá þeim sem voru með laun undir 180 - 220 þús. á mánuði. Líf- eyrir aldraðra og öryrkja er ígildi launa. Lengst af hefur lífeyrir hækkað í samræmi við hækkan- ir launa. Þannig var það eftir gerð kjarasamninga 2003 og 2006. Líf- eyrir hækkaði þá nákvæmlega jafnmikið og nam hækkun launa. Við gerð kjarasamninga 1. febrú- ar 2008 hækkuðu laun um 16% við undirritun samninga en lífeyr- ir aldraðra hækkaði þá aðeins um 7,4%. Aldraðir fengu síðan frekari hækkun í september á sama ári. En það er alveg nýtt í sögunni, að þegar laun hækka hjá verkafólki og ríkisstarfsmönnum hækki líf- eyrir ekkert. Og ekki nóg með það þá sé lífeyrir aldraðra lækkaður og félagsmálaráðherrann vilji lækka lífeyrinn enn meira. Vantar 140 þús. á mánuði Lífeyrir aldraðra einhleypinga, sem aðeins hafa tekjur frá almanna- tryggingum, er aðeins 157 þús. kr. á mánuði eftir skatt. Ef eldri borg- arinn er í sambúð lækkar lífeyrir hans í 140 þús. á mánuði eftir skatt. Það lifir enginn mannsæmandi lífi af þetta lágum launum. Þetta er tæplega nóg fyrir mat og húsnæði. Það verða margir eldri borgarar að greiða 100-120 þús á mánuði í leigu eða húsnæðiskostnað. Þá er lítið eftir fyrir öðru. Það er ekkert unnt að veita sér af þetta lágum lífeyri. Eldri borgarar vilja geta keypt ódýrar gjafir handa barnabörnum sínum. Það er ekki unnt af þetta lágum lífeyri. Ríkið heldur kjörum aldraðra og öryrkja svo mjög niðri, að það er til skammar. Hagstofan kannar neysluútgjöld fjölskyldna í landinu. Síðast var niðurstaða slíkr- ar könnunar birt í desember sl. Sam- kvæmt henni nema meðaltalsneyslu- útgjöld einhleypra einstaklinga 297 þús. á mánuði. Engir skattar eru innifaldir í þessari tölu, hvorki tekjuskattar né fasteignagjöld. Það vantar því 140 þús. kr. á mánuði upp á, að lífeyrir aldraðra einhleypinga dugi fyrir þessum útgjöldum. Ýmsir liðir í neyslukönnun Hagstofunnar eru vantaldir að því er aldraða varð- ar. Það á t.d. við um lyfjakostnað og lækniskostnað. Kostnaður aldraðra vegna þessara liða er mikið meiri en nemur meðaltalinu í neyslukönnun Hagstofunnar. Frysting launa dauðadæmd Það á ekki að koma til greina að skerða kjör lífeyrisþega á meðan ekki er verið að lækka kaup launa- fólks. Ég á ekki von á því að stjórn- völd muni grípa til þess að lækka almenn laun verkafólks og ríkis- starfsmanna með lögum. En það hafa þau gert gagnvart lífeyris- þegum. Viðbrögð við hugmynd- um um frystingu launa ríkisstarfs- manna leiða í ljós, að ekki þýðir að reyna lækkun almennra launa rík- isstarfsmanna. Og sennilega verð- ur félagsmálaráðherra að falla frá hugmyndum sínum um frystingu launa ríkisstarfsmanna miðað við þá miklu andstöðu sem hugmyndir hans sæta. Ef til vill lætur hann sér þá duga að lækka lífeyri aldraðra og öryrkja á ný! Ekki skera niður lífeyri Í aprílmánuði 2009 var stofnuð deild allra meistarafélaga sem aðild eiga að Samtökum iðnaðarins. Deild þessi hlaut nafnið Meistara- deild Samtaka iðnaðarins (MSI). Meðal stefnumála MSI var að koma á ábyrgðarsjóði iðnmeistara sem nú er orðinn að veruleika. Hvað er ábyrgðarsjóður iðnmeistara? Með tilkomu ábyrgðarsjóðsins auk- ast kröfur á þá iðnmeistara sem að honum standa varðandi verk og verkskil. Að sama skapi eykst rétt- ur og öryggi neytenda svo fram- arlega sem viðskipti eiga sér stað við aðildarfélaga MSI. Telji verk- kaupi að sú þjónusta sem samið var um í upphafi verks sé ekki viðun- andi, getur hann skotið máli sínu til úrskurðarnefndar Meistaradeild- arinnar en þar eiga meðal annars sæti fulltrúar frá Húseigendafélag- inu og Neytendasamtökunum. Skilyrði fyrir því að verkkaupi geti skotið máli sínu til úrskurð- arnefndar MSI er að skriflegur verksamningur hafi verið gerður milli málsaðila og falli úrskurður verkkaupa í vil fær hann bætur úr ábyrgðarsjóðnum. Einungis einstaklingar og húsfélög eiga þess kost að njóta bóta úr ábyrgðarsjóðnum. Ekki fást bætur úr sjóðnum ef greiðslur fást úr öðrum tryggingum, s.s. bygging- arstjóratryggingu eða verktrygg- ingu. Þá fjallar úrskurðarnefnd ábyrgðarsjóðs MSI ekki um mál þar sem samningsupphæðin er undir 100 þúsund krónum og yfir 25 milljónir; báðar upphæðir inni- fela virðisaukaskatt. Hverjir standa að ábyrgðarsjóði MSI? Meistarafélög iðnmeistara í SI standa að sjóðnum. Þessi félög eru: • Meistarafélag iðnaðarmanna í Hafnarfirði • Málarameistarafélagið • Meistarafélag Suðurlands • Meistarafélaga byggingamanna á Norðurlandi • Félag blikksmiðjueigenda • Félag skrúðgarðyrkjumeistara Innan raða þessara félaga starfa um 500 iðnmeistarar og nær starf- semi þeirra yfir alla verkþætti í mannvirkjagerð. Nánar má kynna sér ábyrgðar- sjóð MSI á heimasíðu Samtaka iðn- aðarins, www.si.is. Lesandi góður, ef þú hyggur á framkvæmdir, stórar sem smáar, er ljóst að það felst mikil trygging í að velja sér iðnmeistara sem er aðili að ábyrgðarsjóði MSI. Því hvet ég þig til að kynna þér málið áður en lengra er haldið og spyrja: Hver er meistari minn og hver ábyrgist verkin hans? Hver ábyrgist þinn iðnaðarmeistara? Kjör aldraðra Björgvin Guðmundsson fulltrúi í launanefnd Landssambands eldri borgara Samfélagsmál Haukur Sigurðsson sagnfræðingur Iðnaðarmál Ágúst Pétusson formaður Meistarafélags iðnaðarmanna í Hafnarfirði – MIH Fullt af fl o um vörum á glæsidögum dagana 10. 11. og 12. júní Komdu og gerðu góð kaup. Bohemia Kristall ehf. ÚRA OG SKARTGRIPAVERSLUNIN HEIDE – bær í borginni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.