Fréttablaðið - 11.06.2010, Síða 22

Fréttablaðið - 11.06.2010, Síða 22
„Víkingasagan drýpur af hverju strái í Hafnarfirði því hér var þeirra fyrsti viðkomustaður til forna og hér hafði Hrafna-Flóki vetursetu. Íslendingum er svo mikilvægt að rækta víkingaupp- runann því víkinganafnið hefur borið skaða af tilvísun sinni til útrásarvíkinga og það þarf að leiðrétta,“ segir Jóhannes Viðar Bjarnason eigandi Fjörukráar- innar sem í fjórtánda sinn kall- ar víkinga til sín á Sólstöðuhátíð sem hefst í dag og stendur næstu níu daga. „Víkingar voru engin lömb að leika við en þeir voru líka bissness- menn þeirra tíma og landkönnuð- ir sem sigldu sem víðast til að sjá heiminn. Víkingar voru færustu siglingamenn heimsins og fáir sem stóðu þeim framar í bardagalist- inni. Það sem stendur þó upp úr er hversu miklir listamenn þeir voru og það viljum við draga fram á Sólstöðuhátíðinni sem er fyrst og fremst fjölskylduhátíð þar sem gnótt er af skemmtun og fræðslu fyrir börnin, meðal annars barna- víkingaskóli,“ segir Jóhannes, en á hátíðinni verða einnig víkinga- markaðir, bardagavíkingar, leik- hópar, handverksvíkingar, dans- leikir, víkingaveislur og fleira. „Fyrstu árin urðum við að flytja inn víkinga, en hátíðin hefur vakið upp samfélag íslenskra víkinga sem nú telur á annað hundrað manns í Hringhorni og Rimmu- gýgi, sem báðir verða á hátíðinni,“ segir Jóhannes um hátíðina sem nýtur mikillar virðingar. „Vík- ingar á heimsvísu skipta tugþús- undum, en Ísland er mekka vík- ingaheimsins og sagan öll hér. Því langar alla að koma, og á þessum fjórtán árum hafa orðið til bestu sendiherrar Íslands sem dásama landið og hvetja aðra til að heim- sækja þetta helsta vígi víkinga. Íslendingar eru svo allir komnir af víkingum og hver sem geymir góðan mann getur orðið virkur í samfélagi víkinga.“ thordis@frettabladid.is Ísland er mekka víkinga Sólstöðuhátíð víkinga hefst í víkingaþorpinu við Fjörukrána í dag. Þar koma saman víkingar til að höggva í steina, berja glóandi járn, berjast með sverðum og skemmta landslýð í sönnum víkingaanda. Jóhannes Viðar Bjarnason hefur slegið upp tjaldborg í kringum Fjörukrána og er þar sannkallað víkingaþorp. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Fjölskyldan getur gert sér glaðan dag á morgun með léttri göngu um slóðir Jóns Sveinssonar. Minjasafnið á Akureyri stend- ur fyrir göngu á morgun þar sem fetað verður í fótspor rithöfund- arins Jóns Sveinssonar eða Nonna eins og hann er betur þekktur. Þetta er létt og þægileg ganga sem hentar allri fjölskyldunni. Stuttlega verður farið yfir lífs- hlaup Nonna, lesið upp úr bókum hans og staðir skoðaðir sem tengj- ast lífi hans og stöðum. Harald- ur Þór Egilsson, safnstjóri Minja- safnsins á Akureyri, leiðir gönguna sem hefst á morgun klukkan 14 og tekur rúmlega klukkustund. Gang- an er þátttakendum að kostnaðar- lausu. - rve Fetað í fót- spor Nonna Lagt verður af stað í létta fjölskyldugöngu frá Nonnahúsi frá klukkan 14. MYND/ÚR EINKASAFNI ÞINGVELLIR Í FÓKUS er yfirskrift ljósmyndasýningar sem verður opnuð í Tjarnarsal Ráðhússins í Reykjavík í dag. Þar gefur að líta ljós- myndir eftir áhugaljósmyndara sem eru flestar teknar í þjóðgarðinum. Skokkar Áður 16.990 Nú 9.990 Margar gerðir, st. 36-48 Geggjaðar sumar peysur Áður 6.990 Nú 5.490 Skokkar Áður 9.990 Nú 4.990 20% afsl. af öðrum vörum Flash 18 ára Brjáluð afmælistilboð Opið frá kl. 11–19 í Smáralind Full búð af nýjum vörum Buxur 3990 kr., Bolur 2990 kr. Sumarið er tíminn! Víkingar munu skemmta landslýð í sönnum víkingaanda á Sólstöðuhátíð Víkinga sem hefst við Fjörukrána í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ATNON

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.