Fréttablaðið - 18.06.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 18.06.2010, Blaðsíða 4
4 18. júní 2010 FÖSTUDAGUR PERÚ Hópur fólks í Perú er langt kominn með að mála fjall eitt í Andesfjöllum hvítt. Fjallið var hvítt hér áður fyrr, vegna þess að þá var þar jökull. Hann er nú horf- inn, og því gripu íbúarnir til þessa ráðs. Frá þessu er skýrt á fréttavef breska útvarpsins BBC. Íbúarnir búa sjálfir til málning- una með gamalli aðferð, þar sem blandað er saman kalki, eggjahvítu og vatni. Málningunni er skvett úr fötum á stórgrýtið í hlíðum fjalls- ins, í staðinn fyrir að nota pensla. - gb Horfinn jökull í Perú: Fjallið málað hvítt í staðinn MENNING Kristbjörg Kjeld leik- kona er borgarlistamaður Reykja- víkur árið 2010. Það var Jón Gnarr borgarstjóri sem útnefndi Kristbjörgu við hátíðlega athöfn í Höfða í gær. Í vor gerð- ist það í fyrsta sinn að menn- ingar- og ferða- málaráð óskaði eftir ábending- um almennings um borgarlista- mann Reykja- víkur og hlaut Kristbjörg fjölda tilnefninga. Kristbjörg hefur búið og starf- að í Reykjavík mest allan sinn starfsferil og sannarlega skarað fram úr og markað sérstök spor í íslensku listalífi. Því samþykkti menningar- og ferðamálaráð að Kristbjörg Kjeld yrði útnefnd Borgarlistamaður Reykjavíkur 2010. Hátíðleg athöfn í Höfða: Kristbjörg Kjeld útnefnd borgar- listamaður 2010 KRISTBJÖRG KJELD FÓLK Forseti Íslands sæmdi tólf heið- ursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær. Þau sem voru heiðruð eru Edda Erlendsdóttir píanóleikari fyrir störf á vettvangi íslenskrar tónlistar, Gísli Örn Garðarsson leikstjóri fyrir framlag til íslenskrar og alþjóðlegrar leiklistar, Guðrún Guðmundsdóttir húsmóðir fyrir framlag sitt á sviði útsaums og þjóð- legrar menningar, Guðrún Nordal for- stöðumaður fyrir störf í þágu íslenskra fræða, Helena Eyjólfsdóttir söngkona fyrir framlag til íslenskrar tónlistar, Hjalti Pálsson, ritstjóri og fyrrverandi héraðsskjalavörður, fyrir framlag til héraðssögu, fræða og menningar, Jón Ásbergsson framkvæmdastjóri fyrir störf í þágu íslensks atvinnulífs og útflutnings, Jónas Þórir Þórisson for- stöðumaður fyrir framlag til líknar- mála og hjálparstarfs, Kristbjörn Þór Árnason skipstjóri fyrir sjósókn og störf í sjávarútvegi, Magðalena Sigríður Hallsdóttir, fyrrverandi formaður Kvenfélags Sjúkrahúss Siglufjarðar, fyrir störf í þágu aldraðra og sjúkra, Marga Ingeborg Thome prófessor fyrir störf í þágu heilbrigðismenntunar og rannsókna og Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt fyrir frumherjastörf við skipulag og mótun umhverfis. Forseti Íslands sæmdi tólf heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu í gær: Tólf fengu riddarakrossinn frá forsetanum FRÁ ATHÖFNINNI Tólf voru sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu í gær. MYND/GUNNAR G. VIGFÚSON VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 25° 22° 26° 17° 21° 15° 17° 17° 22° 21° 26° 30° 34° 16° 22° 16° 16°Á MORGUN 3-8 m/s, þykknar upp N-lands. SUNNUDAGUR Vestlægar áttir, víða 3-10 m/s. 15 14 16 14 20 13 20 12 14 12 9 8 12 9 4 2 4 3 7 2 10 7 15 13 18 20 19 12 11 14 17 14 HÆGUR VINDUR Næstu daga verð- ur vindur fremur hægur á landinu. Bjartast verð- ur austanlands en vestan til má búast við skýjuðu veðri og lítils háttar vætu. Áfram eru horfur á hlýju veðri og það lítur út fyrir að hitinn komist upp fyrir 20°C norðaustan til í dag og á morgun. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður FRÉTTASKÝRING Hvernig verður brugðist við dómi Hæstaréttar um gengistryggð lán? Uppnám er innan eignaleigufyrir- tækja eftir dóm Hæstaréttar um gengistryggingu og bíða menn þar á bæjum þess nú að stjórn- völd taki ákvörðun um framhald- ið. Algjör óvissa ríkir um það í hverju aðgerðir stjórnvalda munu felast, ef yfir- leit t verður gripið til nokk- urra slíkra. Samkvæmt heimildum Fréttablaðs- ins hefur fyrir- spurnum rignt yfir eignaleigu- fyrirtækin frá því að dómurinn féll á miðviku- dag og hefur starfsfólk ekki haft undan við að svara þeim. Í flestum til- fellum er fólk að forvitnast um stöðu lána sinna. Þess eru þó dæmi að fólk krefjist þess að eignaleigufyr- irtækin greiði til baka þá pen- inga sem það telur sig eiga inni hjá fyrirtækjunum. Sumir hafa jafnvel gengið enn harðar fram og sagst ætla að sækja pening- ana í dag og vilji fá þá greidda út í hönd. Unnið hefur verið myrkranna á milli við að teikna upp viðbrögð við hugsanlegum niðurstöðum stjórnvalda og láta stöðva inn- heimtuaðgerðir, að minnsta kosti tímabundið. Óvissan er gríðarleg, enda hefur Hæstiréttur einungis kveðið upp úr með það að gengistrygging sé ólög- leg, en ekki fellt dóm um það hvernig skuli leysa úr þeim vanda. Enn er meðal annars eftir að svara því hvern- ig skuli gera lánin upp og á hvaða vöxtum, hvað verði látið gilda um þá sem þegar hafa greitt sín lán að fullu, og hvort slík mál geti í einhverjum til- fellum verið fyrnd. Tveir möguleikar eru helst nefndir til sögunn- ar fyrir stjórnvöld: Ann- ars vegar að lýsa því yfir að ekki verði sér- staklega gripið inn í og hin íslensku vaxta- lög verði látin gilda. Af því myndu líklega rísa dómsmál í kjölfar- ið vegna ýmiss konar ágreinings. Hins vegar gætu stjórnvöld ákveðið að setja sérstök lög til að reyna að leiða málið til lykta, en áhöld eru um hvort hægt sé að gera það afturvirkt. Steingrímur J. Sigfús- son sagði í Fréttablaðinu í gær að það væri alls ekki sjálfgefið að niður- staðan kallaði á sérstök viðbrögð stjórnvalda. Í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi sagði hann þó að unnið væri í málinu. „Við ræðum það í ríkisstjórn í fyrramál- ið. Menn þurfa sinn tíma til að átta sig nákvæmlega á því hvað dóm- urinn þýðir og hvernig unnið verði úr honum. En það er mikilvægt að tryggja að farið verði eftir þeirri leiðsögn sem dómur Hæstaréttar veitir,“ segir Steingrímur. Guðjón Rúnarsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka fjármála- fyrirtækja, segir boltann nú hjá stjórnvöldum sem þurfi að hraða skoðun málsins. „Það er mjög mik- ilvægt að línur skýrist innan fárra daga svo þessari almennu óvissu verði eytt,“ segir hann. stigur@frettabladid.is Uppnám hjá lánveitendum Starfsmenn eignaleigufyrirtækja hafa unnið myrkranna á milli frá því að Hæstiréttur dæmdi gengistryggð lán ólögmæt án þess að hafa hugmynd um hvernig bregðast skuli við. Mörgum spurningum enn ósvarað. STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON GUÐJÓN RÚNARSSON Það er mjög mikilvægt að línur skýrist innan fárra daga svo þessari al- mennu óvissu verði eytt. GUÐJÓN RÚNARSSON FRAMKVÆMDA- STJÓRI SAMTAKA FJÁRMÁLAFYRIR- TÆKJA ÓVISSA Í UMFERÐINNI Bíleigendur með myntkörfulán vita ekki enn hvaða áhrif dómar Hæstaréttar munu hafa. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 16.06.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 213,2678 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 127,47 128,07 188,66 189,58 156,59 157,47 21,051 21,175 19,877 19,995 16,319 16,415 1,3910 1,3992 187,32 188,44 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR  Uppskriftin að föstudagspizzunni er á gottimatinn.is grilluð föstudagspizza!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.