Fréttablaðið - 18.06.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 18.06.2010, Blaðsíða 20
20 18. júní 2010 FÖSTUDAGUR timamot@frettabladid.is Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Guðbrandur Sveinsson Unhól, Þykkvabæ, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Lundi, Hellu, þriðjudaginn 15. júní. Útförin fer fram frá Þykkvabæjarkirkju laugardaginn 26. júní, kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið í Rangárvallasýslu. Sigurfinna Pálmarsdóttir Pálína Svanhvít Guðbrandsdóttir Birgir Óskarsson Pálmar Hörður Guðbrandsson Jóna Elísabet Sverrisdóttir Heiðrún Björk Guðbrandsdóttir Kristján Ólafur Hilmarsson Sigríður Guðbrandsdóttir Valtýr Georgsson Sveinn Guðbrandsson barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samhug og hlýhug við and- lát og útför ástkærs eiginmanns míns og föður, tengdaföður, afa og langafa, Tómasar P. Óskarssonar Sóltúni 13, Reykjavík. Karitas Jensen Steinunn Margrét Tómasdóttir Aðalsteinn Karlsson Þórunn Elín Tómasdóttir Kjartan Jónsson Bryndís María Tómasdóttir Thomas Möller Lára Anna Tómasdóttir Hörður Jón Gærdbo Óskar Már Tómasson Auður Pálmadóttir barnabörn og barnabarnabörn. MOSAIK Guðmundur Vignir Þórðarson og Birgir Axelsson, nýútskrifaðir skrúð- garðyrkjufræðingar frá Landbúnaðar- háskóla Íslands, unnu fyrstu verðlaun í keppni í skrúðgarðyrkju í Finnlandi í síðustu viku. Félagarnir öttu kappi við fimm nemendalið frá finnska skólanum Axxell Överby og eitt kennaralið frá sama skóla en þeir voru einu Íslending- arnir í keppninni. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem Íslendingar keppa í þessu fagi erlendis. „Við tókum þátt í Skills Iceland- keppninni hér á landi í mars þar sem ég varð í 1. sæti og Birgir í 2. sæti af fimm keppendum,“ útskýrir Guðmund- ur. „Í framhaldinu var okkur boðið að taka þátt í keppninni í Finnlandi en þeir voru að setja saman keppni fyrir eldri aðila en komast að í skills-keppn- unum.“ Keppnin fólst í því að allir hóparn- ir fengu sömu teikninguna af 25 fer- metra grunnsvæði sem þeir áttu síðan að helluleggja eftir kúnstarinnar regl- um, leggja þrep og gróðursetja blóm. Guðmundur segir þá félaga hafa unnið vel saman og það hafi skipt máli í stiga- gjöfinni. „Verkefnið fólst meðal annars í að leggja úr sápusteini sem er mjúk- ur steinn sem rispast auðveldlega en er mjög fallegur. Svo gátum við valið okkur stóra náttúruflögu af grjóti óreglulega í laginu sem við þurftum að fella inn í svæðið og höggva í kringum hana. Finnsku liðin voru búin að læra meira um blómin en við en við vorum hins vegar mjög snöggir og vissum hvernig við áttum að gera þetta og vorum nákvæmir. Við gerðum þó ein- hverjar smá vitleysur í munstrinu í hellulögninni og gerðum annað munst- ur. En það var líka fallegt svo við feng- um ekki mikinn mínus fyrir það.“ Námið í skrúðgarðyrkju tekur tvö ár við Landbúnaðarháskóla Íslands og eftir það tekur við 17 mánaða starfs- nám hjá skrúðgarðyrkjumeistara. Und- anfarin ár hafa útskrifast um fjórir nemendur en í ár útskrifuðust níu úr faginu og fleiri munu útskrifast um áramótin. Guðmundur segir fagið í sókn og þakkar það góðu umhaldi og markvissri kennsluskrá. Hann segir vöntun á faglærðum skrúðgarðyrkju- fræðingum og nóg sé um atvinnu. „Ég rek sjálfur eigið fyrirtæki og vantar fleiri klukkustundir í sólar- hringinn svo það er nóg að gera. Í náminu lærum við allt í sambandi við gerð lóða og gróður. Stór hluti náms- ins er um hellulagnir og hleðslur og til dæmis lærum við gamlar aðferðir við torfhleðslur og grjóthleðslur. Það er frábært að fá tækifæri til aðlæra gamalt íslenskt handverk sem má ekki gleymast.“ Spurður um þýðingu verðlaunanna segir Guðmundur þau segja til um hvar íslensk skrúðgarðyrkja standi í saman- burði við það sem best gerist erlendis. „Þetta sýnir að við erum mjög fram- arlega og skilum af okkur góðum vinnubrögðum. Vonandi verður gert meira af því að fara utan í svona keppn- ir því við lærðum á að sjá hvernig aðrir gera hlutina.“ heida@frettabladid.is SKRÚÐGARÐAKEPPNI Í FINNLANDI: FENGU FYRSTU VERÐLAUN Skrúðgarðyrkja æ vinsælli UNNUM VEL SAMAN Guðmundur Vignir Þórðarson og Birgir Axelsson nýútskrifaðir skrúðgarð- yrkjufræðingar unnu fyrstu verðlaun í keppni í Finnlandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI STEFÁN BALDURSSON ÓPERU- STJÓRI ER 66 ÁRA „Látum eftir okkur að staldra við stund og stund.“ Stefán hefur starfað sem leikstjóri í yfir þrjá áratugi. Á árunum 1980 til 87 gegndi hann leikhússtjóra leikfé- lags Reykjavíkur í Iðnó og var síðar þjóðleikhússtjóri 1991 til 2005. Stefán tók við starfi óperustjóra Íslensku óper- unnar árið 2007. MERKISATBURÐIR 1000 Kristniboðarnir Gissur hvíti Teitsson og Hjalti Skeggjason taka land í Heimaey og skipa upp viði í kirkju sem Ólafur konungur boðaði að reist skyldi þar sem þeir kæmu fyrst í land. 1815 Napóleon er gersigraður við Waterloo. 1940 Hitler og Mussolini funda í München. 1955 Þrír bræður frá Hvítárbakka í Biskupstungum kvænast þremur systrum úr Aust- urhlíð í sömu sveit. 1983 Fyrsta bandaríska konan flýgur út í geim tuttugu árum eftir að fyrsta rúss- neska konan fór út í geim. Kristján 10. Danakonungur kom til Reykjavíkur þennan dag fyrir 64 árum með fríðu föruneyti. Þetta var síðasta heimsókn konungshjónanna til landsins en í þessari ferð fóru þau víðar um landið, meðal annars norður í land. Kristján var konungur Danmerkur frá 1912 til 1947 og var einnig konung- ur Íslands þar til Íslendingar stofnuðu lýðveldi árið 1944. Sagan segir að Kristjáni hafi sárnað mjög að Íslend- ingar skyldu lýsa yfir sjálfstæði meðan Danmörk var hernumin af Þjóðverjum en sendi þó skeyti þar sem hann óskaði landi og þjóð velfarnaðar. Kristján var bróðir Karls Danaprins, sem varð Hákon 7. Noregskonung- ur árið 1905. Kristján þótti skyldurækinn en jafnframt alvörugefinn og mynduglegur. Hann var fyrstur Danakonunga til að ljúka stúdentsprófi en því lauk hann árið 1889. Hann gegndi einnig herþjónustu í ýmsum herdeildum og varð krónprins árið 1906 þegar faðir hans, Friðrik 8. varð kon- ungur. Sjálfur var hann krýndur konungur árið 1912 eftir að faðir hans lést. Kristján þótti stórlyndur og upptekinn af virðingu konungs- dæmisins. Þrátt fyrir það var hann virtur af þegnum sínum og var vinsælastur Danakonunga. Hann lést árið 1947. ÞETTA GERÐIST: 18. JÚNÍ ÁRIÐ 1936 Konungur kemur í heimsókn Heimiliskonurnar á Hrafnistu ætla fara sitt árlega kvennahlaup í dag klukkan 13. Þær leggja af stað degi fyrr heldur en konur í kvennahlaupi ÍSÍ og Sjóvár. Á Hrafnistu í Hafnarfirði verð- ur boðið upp á þrjár mismunandi vegalengdir, þrjú hundruð metra, einn kílómetra og svo einn og hálf- an. Í Reykjavík verða hins vegar í boði tvær vegalengdir, þrjú hundruð metrar og einn kílómetri. Að loknu hlaupinu verður boðið upp á hress- ingu. Þátttaka í kvennahlaupi Hrafnistu hefur ávallt verið mjög góð og í fyrra tóku vel á annað hundrað konur þátt, sumar voru að nálgast hundrað árin. - mmf Kvennahlaup frá Hrafnistu KVENNAHLAUP Hrafnistukonur í Hafnarfirði voru um áttatíu í hlaupinu í fyrra. MYND/HRAFNISTA Sendi innilegar þakkir til þeirra fjölmörgu góðu vina sem glöddu mig með margvíslegum hætti á afmæli mínu , þ. 14. apríl sl. Hjartanlegar kveðjur til ykkar allra Ólöf Pálsdóttir Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.