Fréttablaðið - 18.06.2010, Blaðsíða 26
2 föstudagur 18. júní
núna
líf í miðbænum
augnablikið
Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Valgarður Gíslason
Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir
sigridurdagny@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000
þetta
HELST
Vampírufár á 17. júní
Fólk fagnaði þjóðhátíðardegin-
um með mismunandi hætti í gær.
Á meðan sumir fóru í skrúðgöngu
og veifuðu íslenska fánanum söfn-
uðust heitir aðdáendur True Blood-
þáttaraðarinnar saman á skemmti-
staðnum Austur til að fagna því að
þriðja sería þessa vinsæla vamp-
írudrama er að hefjast. Það var
tískupésinn Stefán Svan, hin íðil-
fagra dj Sóley og
dansdrottningin
Aðalheiður Sveins-
dóttir, sem stóðu
fyrir kvöldinu. Sér-
stök tilboð voru á
blóðugum steikum,
Bloody Mary og rauð-
víni. Að sýningu lok-
inni tóku plötusnúð-
arnir Jón Atli og
Margeir völdin
og héldu uppi
trylltri stemn-
ingu.
KRISTÍN KRISTJÁNSDÓTTIR, STARFSMAÐUR SÍM
Helgin mín verður lituð af heimkomu Sigríðar, systur og gleðigjafa, og afkvæmis henn-
ar. Vinnan göfgar og gleður og því ætla ég að vinna á föstudaginn, svo sinna barni
og fara í balletttíma. Pabbahelgi á Kaffibarnum hljómar freistandi á laugardaginn fyrir
hressa danspésa. Sunnudagar fara svo í menningarrölt í miðbænum og heimsóknir.
V afalaust hefur það ekki farið fram hjá sí svöngum og kaffiþyrstum miðbæjarmús-
um að nýtt kaffihús hefur verið opnað á Týs-
götunni. Fólkið á bak við það er pólska kær-
ustuparið Agnieszka og Stanislaw.
„Það hefur verið draumur minn alla ævi að
opna mitt eigið kaffihús,“ segir Agnieszka,
á meðan hún býr til kaffibolla handa blaða-
konu, með fallegu blómamunstri í froðunni.
Það er greinilegt að hún kann til verka, enda
hefur hún unnið á veitinga- og kaffihúsum
víða, meðal annars á kaffihúsinu Tíu dropum
á Laugaveginum í þrjú ár þaðan sem margir
muna eftir henni.
Agnieszka kom til Íslands í maí árið
2007. „Ég var að elta ástina í lífi mínu,
en Stanislaw kom hingað ári á undan
mér. Þá vissi ég ekki margt um Ísland
en féll fljótt fyrir því. Þetta er mitt heim-
ili núna.“
Stolt Agnieszku og ástríða eru kökurnar
hennar, en allt bakkelsið sem til sölu er á kaffi-
húsinu bakar hún sjálf. Og það eru ekki bara
kræsingarnar sem eru heimagerðar. Fallegar
myndir á veggjunum eru úr smiðju Stanislaws,
sem einnig starfar sem ljósmyndari.
Þau Agnieszka og Stanislaw eru enn að vinna
í að innrétta staðinn, en þau leggja mikið upp
úr því að hann hafi yfir sér persónulegan blæ.
„Okkur langaði að opna stað sem væri hlýleg-
ur. Við viljum að fólki líði svo vel hérna að það
langi til að sitja hér í marga klukkutíma og
sötra kaffið sitt,“ segir Agnieszka.
Til þess að skapa þessa stemningu hafa þau
meðal annars komið upp bókahillu, fullri af
eftirlætisbókum parsins, en svo vill til að þau
eru einnig bókasafnsfræðingar bæði tvö, svo
bækurnar eiga vel við persónulega þemað.
Agnieszka er himinlifandi með viðtökurn-
ar fyrstu vikurnar. „Við höfum fengið jákvæð-
ar og hlýlegar viðtökur. Flestir viðskiptavina
okkar hingað til eru nágrannar okkar úr næstu
húsum. Þeir hafa margir hverjir komið yfir,
óskað okkur góðs gengis og jafnvel fært okkur
blóm. Þetta er ein ástæðan fyrir því hvað ég
elska Ísland mikið, hvað fólkið er indælt og
vinalegt.“
Nafn kaffihússins er nokkuð sérstakt. C is for
Cookies. Hvaðan kemur það? „Það er úr Prúðu-
leikurunum! Kökuskrímslið syngur þetta lag. Ef
ég er í vondu skapi spila ég bara þetta lag, syng
með og þá verður allt gott aftur.“ - hhs
Pólsku bókasafnsfræðingarnir Agnieszka og Stanislaw hafa opnað kaffihúsið C is for Cookie á Týsgötu:
UNDIR ÁHRIFUM
KÖKUSKRÍMSLISINS
Fjölhæft par Agnieszka og Stanislaw opnuðu nýverið kaffihúsið C is for Cookie á Týsgötu, þar sem þeirra hand-
bragð er að finna á öllu, allt frá kökunum til myndanna á veggjunum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Sara María Júlíudóttir hefur opnað nýja tískuverslun við
Laugaveg 12 ásamt Lindu Mjöll
Þorsteinsdóttur.
Sara María hætti með rekstur
Nakta apans í janúar á þessu ári.
Fríið stóð þó ekki lengi því hún
hefur opnað verslunina Forynju
ásamt Lindu Mjöll. „Þetta datt eig-
inlega upp í hendurnar á mér. Mig
hafði lengi langað að fara í rekst-
ur með öðrum þannig að þegar
þetta bauðst þá ákvað ég að slá
til,“ segir Sara María og bætir við
að verslunin þyki þó mjög ólík
Nakta apanum, en þar verður að
sjálfsögðu fáanleg hönnun eftir
Söru Maríu sjálfa auk hárspanga
frá Thelmu Design og fylgihluta
frá Go With Jan. - sm
Sara María og Linda Mjöll opna verslun:
Lætur draum rætast
SKRAUTLEG UNDIRFÖT
Þessi fagra fyrirsæta var í dulargervi
mótorfáks á alþjóðlegu undirfata-
hönnunarkeppni Triumph sem haldin
var í Mumbai á Indlandi á dögunum.
MYND / GETTY
Baráttutónleikar
Tónleikar til styrktar Tónlistar-
þróunarmiðstöðinni fara fram
á tónleikastaðnum Sódómu í
kvöld. Ókeypis er inn á tónleikana
og ekkert aldurstakmark er á gesti.
Meðal þeirra hljóm-
sveita sem munu
koma fram og þar
með leggja TÞM lið
eru Feldberg, Lay
Low, Nolo, Bio gen
og Sudd-
en Weath-
er Change.
Tónleik-
arnir hefj-
ast klukkan
22.00.
helgin
MÍN
Skemmtileg Forynja Sara María Júlíudóttir segir innviði verslunarinnar Forynju mjög
skemmtilega. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM