Fréttablaðið - 18.06.2010, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 18.06.2010, Blaðsíða 38
22 18. júní 2010 FÖSTUDAGUR BAKÞANKAR Brynhildar Björnsdóttur ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Ó-keeeeei! Kyrr! Ekki hreyfa þig! Hvað ertu að reyna að segja með þessum risasíma, Pierce? Ég er að mótmæla, maður! Ég er að gera grín að samskiptabrjálæðinu sem ríður yfir heiminn með því að ganga með fáránlega stóran og úreltan síma. Andspyrn- umaður án gramms af fitu. Og ég fæ líka vöðva þegar ég nota sím- ann! Megum við fá snakk? Nei, en þið megið fá banana, app- elsínu eða gulrætur. NEI! Við viljum snakk! Hvers vegna ert þú svona ánægð- ur? Ég var að uppgvöta að ég vil frekar sjá þig lenda í vandræðum en borða snakk. KORPUTORGI Opið: Mán.-lau. 11 til 18 Sun. 12 til 18 • Sími 578 9400 HM BÚNINGAR GOTT VERÐ VERÐ kr. 3.500 TILBOÐIN GILDA FRÁ FÖSTUDEGI TIL SUNNUDAGS 20% AFSLÁTTUR AF CHAMPION SPORTFATNAÐI OG NORTH ROCK FLÍSPEYSUM OG SOFTSHELL JÖKKUM H M -b ún in ga r fy ri r bö rn Fyrir 2ja til 12 ára Í dag er átjándi júní um allt land. Sem þýðir að í gær var sautjándi júní um allt land og gott ef ekki allan heim líka. Ísland var örugglega víðgóma um heim- inn þveran og endilangan í gær. Ég sé fyrir mér umræðurnar á kaffistofunum á vinnustöðum utan landsteinanna þar sem var auðvitað ekki frí held- ur bara venjulegur vinnudag- ur: „Hey, það er þjóðhátíðar- dagur Íslendinga í dag. Skyldi vera hætt að gjósa hjá þeim? En hrynja? Eiga þeir enn þá fallegustu konurnar og besta fiskinn? HEITASTA vatnið? Eigum við að taka þá inn í félagið? Best að kíkja aðeins aftur á myndbandið sem ég fékk um daginn frá Íslandi, dansinn við frumskógartromm- una. Eru frumskógar á Íslandi?“ AÐ bera á góma er annars sérkenni- legt orðatiltæki og merkir að vera í umræðunni. En hvað þýðir það eig- inlega? Þýðir það að orðin liggi á tann- gómunum, svona eins og þegar þau eru á allra vörum? Eða eru það fingurgómarn- ir sem orðin eru borin á og hvort eru þau þá borin á eins og krem eða borin á fing- urgómum sér eins og dýrmætt postulín? Orðtök eru vandskilin en kannski er það einmitt þess vegna sem gaman er að nota þau og jafnvel snúa út úr þeim. OG ljóð geta verið torræð líka. Ég eyddi gærdeginum í að syngja Öxar við ána með fjögurra ára dóttur minni sem finnst lagið það skemmtilegasta í heimi og kann allan textann mjög samvisku- samlega en hefur ekki hugmynd um hvað hann þýðir. Sjálf man ég eftir að hafa séð fyrir mér umfangsmikið skógarhögg við ónefnda á og það einnig löngu eftir að ég vissi að sögnin að öxa væri ekki til og hefði aldrei verið til í íslensku máli. Það var líka þetta með að skjóta fánanum í geimflaug til tunglsins. Og svo þetta með að stríða vinum sínum. Hvers konar boð- skapur er það eiginlega í ljóði sem einna helst er sungið í skrúðgöngu á sautjánda júní? ÍSLENSK tunga er dásamleg. Svo full af orðum og hljóðum og blæbrigðum og litum og myndum. Og ekkert mál að skilja eða misskilja málið eins og hverj- um og einum hentar. Þannig læra börnin að fyrir þeim sé haft. Stríðum vinum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.