Fréttablaðið - 18.06.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 18.06.2010, Blaðsíða 46
30 18. júní 2010 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is > Geir og Kristján með Gróttu? Þó svo Grótta hafi fallið úr efstu deild karla í handbolta síðasta vetur hafa forráðamenn félagsins ekki lagt árar í bát. Liðið ætlar sér beint upp aftur og á að leggja mikinn metnað í starfið næsta vetur þó svo liðið sé í 1. deildinni. Félagið er í viðræðum við Geir Sveinsson um að halda áfram þjálfun liðsins og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur félagið hug á að ráða Kristján Halldórsson sem aðstoðarmann hans. Kristján er þaulreyndur þjálfari sem þjálfaði í mörg ár í Noregi. FÓTBOLTI Í gær var dregið í töfl- uröð fyrir ensku úrvalsdeildina. Það er risaleikur strax í fyrstu umferð er Liverpool tekur á móti Arsenal. Enska úrvalsdeildin hefst 14. ágúst og Englandsmeistarar Chelsea taka þá á móti nýliðum WBA. Man. Utd fær einnig nýliða í heimsókn því Newcastle þarf að fara á Old Trafford í fyrstu umferðinni. Leikur Tottenham og Man. City í fyrstu umferðinni verður einnig afar áhugaverður. Tímabilið byrjar annars með látum hjá Liverpool því liðið þarf að sækja Man. City heim í ann- arri umferð. - hbg Enska úrvalsdeildin: Risaleikur í fyrstu umferð ERFIÐ BYRJUN Torres og félagar byrja tímabilið á tveimur stórleikjum. NORDIC PHOTOS/GETTY Enska úrvalsdeildin 1. umferð: Aston Villa - West Ham Blackburn - Everton Blackpool - Wigan Bolton - Fulham Chelsea - WBA Liverpool - Arsenal Man. Utd - Newcastle Sunderland - Birmingham Tottenham - Man. City Wolves - Stoke City Valsmenn hafa misst enn einn burðarásinn úr sínu liði því hinn stórskemmtilegi miðjumaður liðsins, Sigurður Eggerts- son, hefur ákveðið að söðla um og spila með 1. deildarliði Gróttu á næstu leiktíð. Hjá Gróttu hittir Sigurður fyrir nokkra fyrrum félaga sína hjá Gróttu sem oft er kallað B-lið Vals. „Mér finnst leiðinlegt að það séu margir farnir frá Val og svo eru í Gróttu tveir af mínum bestu vinum, Hjalti Pálmason og Ægir Hrafn Jónsson. Þetta er áhugamálið mitt og ég vil hafa gaman. Nú er ég kominn í bumbuboltann og þá er ólíðandi að spila með leiðinlegum gaurum,“ sagði Sigurður og hittir naglann þar á höfuðið enda eru þó nokkrir leikmenn Gróttuliðsins í þéttari kantinum. „Ég stefni nú ekki að því að safna spiki þarna. Það er nauðsyn- legt að hafa einn leikmann í hverju liði með þvottabretti. Hinir eru með þvottabala en þeir verða að taka sér mig til fyrirmynd- ar,“ sagði Sigurður spaugsamur sem fyrr. Hann er ekki bara að fara í Gróttu út af félagsskapnum. „Hnén á mér eru ónýt og hafa verið síðustu átta ár eða síðan ég var tvítugur. Ég hef ekki enn leikið heilt tímabil án þess að fara í aðgerð. Ég hef alls farið í ellefu aðgerðir sem er nokkuð vel af sér vikið. Í fyrra brotnaði ég tvisvar. Bæði bringubeins- brotnaði og handarbrotnaði. Ég er að vonast til þess að geta stýrt álaginu enn betur í 1. deildinni. Ég vona að það gangi eftir.“ Sigurður segir einnig nauðsynlegt að minnka álagið þar sem margt sé að breytast í hans lífi. Hann verður faðir í fyrsta skipti í ágúst, var að selja íbúðina sína og er varavaraborgarfulltrúi hjá Besta flokknum. „Þetta er hagsmunamál. Ég má ekki spila með liði í Reykjavík þar sem ég er nú viðloðandi borgarmálin.“ SIGURÐUR EGGERTSSON: FARINN FRÁ VAL YFIR Í BUMBUBOLTANN HJÁ GRÓTTU Í 1. DEILDINNI: Hinir með þvottabala en ég er með þvottabretti FÓTBOLTI Þóra Björg Helgadóttir og félagar í LdB FC Malmö eru með átta stiga forskot á toppi sænsku deildarinnar þegar deildin fór í landsleikjahlé og íslenski lands- liðsmarkvörðurinn hefur hald- ið hreinu í 7 af 12 leikjum, aðeins fengið á sig 7 mörk og varið 88 pró- sent skota sem hafa komið á hana. Þóra er ekki aðeins í lykilhlutverki með félagsliði sínu því hún verður væntanlega í marki íslenska lands- liðsins sem mætir Norður-Írlandi á laugardaginn og Króatíu á mið- vikudaginn í undankeppni HM. „Hver leikur er úrslitaleikur núna. Það er okkar eini möguleiki að vinna þessa báða leiki. Ég hef fulla trú á því að við áttum okkur alveg á því að ef að við missum stig núna þá er þetta einfaldlega búið,“ segir Þóra en íslenska liðið er í öðru sæti riðilsins þremur stigum á eftir Frökkum sem unnu 2-0 sigur í leik liðanna úti í Frakk- landi síðasta haust. „Við höfum átt tvo slaka leiki í þessari undankeppni HM og það voru útileikirnir á móti Frakk- landi og Norður-Írlandi. Ég held að við munum alveg eftir þessum Norður-Íra leik þar sem við vorum ótrúlega heppnar að fara heim með þrjú stig,“ segir Þóra sem jafnfram er á því að íslenska landsliðið hafi ekki verið að sýna sitt besta í síð- ustu leikjum sínum. Þóra hefur ekki fengið á sig mark á Laugardalsvellinum und- anfarin þrjú ár og allir leikir liðs- ins á vellinum undir stjórn Sig- urðar Ragnars Eyjólfssonar hafa unnist. „Við erum gríðarlega glað- ar með að vera að spila heima því það er langt síðan að við höfum spilað hérna,“ segir Þóra en hún hefur haldið hreinu í 544 mínútur í Laugardalnum. „Við vildum helst fá HM á Ísland því þá yrðum við heimsmeistar- ar,“ segir Þóra í léttum tón. „Ég vil meina að við getum ekki tapað á Laugardalsvellinum en til þess að halda þeirri hefð sem við höfum skapað þá verðum við að mæta til leiks,“ segir Þóra. Þóra hefur átt frábæra innkomu í lið Malmö sem hefur unnið 11 af fyrstu 12 leikjum tímabilsins. „Þetta er búið að vera eins og í góðri lygasögu. Malmö hefur alltaf verið með sterkt lið en það hefur allt- af vantað einhvern neista. Við erum aftur með gríð- arlega sterkt lið en núna fundum við taktinn strax í fyrsta leik. Ef við höldum svona áfram þá held ég að enginn stoppi okkur en kúnstin er að halda stemmingunni uppi og halda þess- um dampi,“ segir Þóra. „Ástæðan fyrir því að við erum á toppnum er að við vinnum hreinlega meira en hin liðin. Það er miklu skemmtilegra að vinna þannig því það er ekkert skemmtilegt að vinna á einhverjum grís,“ segir Þóra. Það hefur verið nóg að gera hjá Þóru þrátt fyrir alla sigrana því hún hefur varið 52 skot í leikjum tólf eða 4,3 að meðaltali í leik. „Við spiluðum svolítið sér- stakan bolta því við erum gríðarlega sókndjarfar og sækjum á yfirleitt sjö mönnum. Það reyn- ir svolítið á okkur fyrir aftan, við erum oft í undirtölu og fáum mikið af skyndisóknum á okkur. Það hefur því verið fullt að gera þó að við höfum unnið leikina tiltölulega öruggt,“ segir Þóra sem hefur ekki hleypt mörgum boltið í netið. „Ég er búin að kryfja þessi sjö mörk og ég hefði viljað að þetta væru svona fimm mörk ef ég er alveg hrein- skilin,“ segir Þóra. Hún segir samkeppnina hafa verið erfiða enda að keppa um byrjunarliðssætið við danska landsliðsmarkvörðinn. „Þetta var rosalega erfitt í byrjun og ég held að ég hafi staðið frekar tæpt með að verða fyrsti markvörður. Svo náði ég að finna taktinn og koma mér í réttann gír. Ég var svolítið hrædd í byrjun en það gerir þetta enn þá skemmtilegra núna að að rífa sig upp,“ segir Þóra og bætir við: „Í Malmö lenti ég í lang- mestu samkeppni sem ég hef nokkurn tímann lent í,“ segir Þóra. Þóra glímdi við erfið veikindi fyrir einu og hálfu ári en hefur komið gríðarlega sterk til baka. „Ég hef sjaldan verið í betra formi enda hef ég hef aldrei æft jafnmikið og ég geri núna. Það sem skiptir mestu máli í þessu er að ég hætti að vinna og er bara í fótbolta. Þá hefur maður gríð- arlega mikinn tíma til þess að hvíla sig, kannski of mikinn. Ég hefði ekki náð því að koma til baka svona fljótt ef að ég hefði verið að vinna með fótboltan- um,“ segir Þóra að lokum. ooj@frettabladid.is Aldrei lent í meiri samkeppni Þóra Björg Helgadóttir hefur staðið sig frábærlega með toppliði Malmö í sænsku deildinni og heldur danska landsliðsmarkverðinum á bekknum. Hún er nú komin til móts við kvennalandsliðið sem mætir Norður-Írum og Króatíu á Laugardalsvellinum á næstu dögum í tveimur leikjum í undankeppni HM. 544 MÍNÚTUR Það er langt síðan að það var skorað hjá Þóru á Laugardals- vellinum. Við vildum helst fá HM á Ísland því þá yrðum við heimsmeistarar. ÞÓRA BJÖRG HELGADÓTTIR LANDSLIÐSMARKVÖRÐUR Prófaðu Heimaöryggi án skuldbindingar.* * Kynntu þér málið á oryggi.is – frítt í 2 mánuði – 570 2400 PIPA R\TBW A • SÍA • 100695
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.