Fréttablaðið - 18.06.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 18.06.2010, Blaðsíða 16
16 18. júní 2010 FÖSTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Það er varla til svo lítið fyrirtæki á Íslandi að það hafi ekki svokallaðan almannatengil á sínum vegum. Stundum ganga þessir aðilar svo langt í að fegra fyr- irtækin eða stofnanirnar sem þeir starfa fyrir að engu tali tekur. Ein stofnun á Íslandi hefur hins vegar brugðið á annað ráð. Þessi stofnun hefur 63 menn á full- um launum við að tala illa um stofnunina. Almannatenglarnir 63 tala ævinlega illa um vinnustaðinn sinn, þeir sjá aldrei neitt nema svarta bletti og vandamál þar sem þessi stofnun er annars vegar. Einn starfsmaður þessarar stofnunar komst þannig að orði á dögunum að stofnunin væri óþörf með öllu en tók samt ekki þá rökréttu ákvörðun að segja samstundis af sér störfum fyrir stofn- unina. Þessi stofnun er Alþingi Íslendinga. Hvernig væri að formenn þingflokkanna kæmu sér saman um eina níðlausa viku um Alþingi? Hvernig væri að forysta þings- ins notaði þinghléið til þess að ferðast um landið í því skyni einu að kynna Alþingi og störf þess. Af hverju skyldi Alþingi vera eina stofnunin á Íslandi eða í heiminum sem ekki þarf á því að halda að sagt sé frá störf- um þess með skipulegum og sanngjörnum hætti. Þingmenn tala mikið um virðingarleys- ið fyrir Alþingi. Það skyldi þó ekki vera að virðingarleysið sé þingmönnunum að kenna? Sigríður Ingibjörg Jónsdóttir alþingis- maður spurði um það hvort ekki mætti læra af þjóðþingum grannlandanna. Það er vafa- laust unnt. Síðasta breyting á þingsköpum var ekki til bóta þegar opnað var fyrir það að sami þingmaðurinn getur verið annar hver ræðumaður vikum saman og þing- mönnum líðst nú að fara í andsvör við sjálfa sig. Svoleiðis fíflaskapur er fyrir neðan virðingu alþingismanna og Alþingis sjálfs. Í fullri alvöru: Alþingi er æðsta stofnun þjóðarinnar. Alþingi er sameign þjóðarinn- ar, sameign sem aldrei verður seld. Eina stofnunin sem aldrei var einkavædd. Hún er að mörgu leyti eins og klukkan góða; tákn þess sem sameinar okkur. Ef Alþingi er brotið í duft fyrirlitningar og virðing- arleysis með stóryrðaflaumi og popúlisma þá hefur þjóðin misst sinn besta vin, svo ég renni mér til Íslandsklukkunnar að lokum. Við skulum sameinast um það innan- sem utanþingsmenn að verja þingræðið. Það er oft seinvirkt og ósanngjarnt en það er ekk- ert til betra. Þingmenn á Alþingi Íslendinga þurfa að hætta að tala Alþingi niður í svaðið. Ein níðlaus vika? Stjórnmál Svavar Gestsson fyrrverandi alþingismaður og ráðherra S amþykkt Evrópusambandsins um að hefja aðildarviðræð- ur við Ísland þýðir ekki að Ísland verði aðildarríki ESB. Það ræðst ekki fyrr en þjóðin greiðir atkvæði um aðild- arsamning. En ákvörðunin er vendipunktur að því leyti að nú er aðildarferlið formlega hafið og þá er vonandi hægt að færa Evrópuumræðuna á Íslandi á grunn staðreynda. Fólk getur þá rætt málið út frá því hvað sett er fram við samn- ingaborðið, af hálfu ESB og Íslands, en ekki með hliðsjón af ágizk- unum, tröllasögum eða bábiljum á borð við þær að ESB-aðild hafi herskyldu í för með sér eða að fiskimiðin fyllist af útlendum tog- urum. Þá verður sömuleiðis hægt að halda sig við það sem ESB- ríkin setja fram sameiginlega og forðast andlegt uppnám eins og það sem varð í lok þinghaldsins í fyrradag, þegar alþingismenn fengu skyndilega miklar áhyggjur af þekktri afstöðu Þjóðverja í hvalveiðimálum. Evrópusambandið hefur marga galla og marga kosti. Nú hefst smíði aðildarsamnings, sem mun vafalaust innihalda hvort tveggja. Á grundvelli hans mun þjóðin svo gera upp hug sinn, að einhverjum árum liðnum. Ekki er hægt að segja til um það í dag hver verður þá niðurstaðan. Rétt er að hafa í huga að reynslan sýnir að afgerandi málamiðlanir, sem snúa að grundvallarhagsmunum ríkja sem sækja um aðild að ESB, eru yfirleitt ekki gerðar fyrr en á lokaspretti samningaviðræðna. Í samþykkt leiðtogaráðsins eru óbeinar tilvísanir til Icesave- málsins, þótt það sé ekki nefnt beint. Það að málið sé enn óleyst hindrar ekki að aðildarviðræður hefjist, eins og fram kom hér í blaðinu í fyrradag. Hugsanlega gæti það seinkað þeim hluta viðræðnanna sem snýr að fjármálastofnunum. Það sem skiptir þó meginmáli er að íslenzkt efnahagslíf þarf nauðsynlega á því að halda að Icesave-deilan leysist sem fyrst, alveg burtséð frá hugsanlegri ESB-aðild. Þeir sem enn telja að ástæða sé til að þvælast fyrir lausn málsins til að koma í veg fyrir ESB-aðild eftir nokkur ár valda landinu eingöngu skaða. Almenningsálitið er nú ESB-aðild andsnúið. Það var það ekki fyrir ári og aftur getur orðið breyting á. Erfitt efnahagsástand í mörgum ESB-ríkjum og Icesave-deilan hafa haft sín áhrif á viðhorfið á Íslandi undanfarið. Efnahagurinn getur batnað og Icesave-deilan verður að leysast. Önnur staða kann að verða uppi þegar aðildarsamningurinn liggur fyrir. Fordæmi eru fyrir því, t.d. í Svíþjóð, að almenningsálitið sé aðild andsnúið á einhverju stigi aðildarferlisins, en þjóðin samþykki aðild engu að síður. Annars er jákvætt hversu margir stjórnmálamenn, sem eru andsnúnir aðild að ESB, eru nú viðkvæmir fyrir almenningsálit- inu eins og það kemur fram í könnunum. Þeir töldu ekki að neitt ætti að gera með það þegar þjóðin sagðist árum saman fylgjandi ESB-aðild í sams konar könnunum. Um það eru hins vegar allir sammála, að hin endanlega mæling almenningsálitsins er gerð með þjóðaratkvæðagreiðslu og niðurstaða hennar gildir. Samþykkt leiðtogaráðs ESB er vendipunktur: Umræða á grunni staðreynda Úps Jóhönnu Sigurðardóttur varð á í messunni á Austurvelli í gærmorgun. Hún þuldi ræðu í tilefni af þjóðhá- tíðardeginum og fór rangt með fæð- ingarstað Jóns Sigurðssonar; sagði Hrafns- eyri vera við Dýrafjörð en ekki Arnarfjörð. Óheppilegra verður það varla. Eins og tíðkast með æðstu ráðamenn hefur Jóhanna líklega ræðusmiði á sínum snærum. Sá sem á heiðurinn af þessu glappaskoti má eiga von á skömm í hatt sinn frá ráðherra, nú eða aðstoðarmanni hennar. Hafi hann ekki þegar fengið hana. Til upplýsingar Skríbentum í forsætisráðuneytinu skal bent á það að í gær vígði afmæl- isnefnd Jóns Sigurðssonar, sem starfar á vegum forsæt- isráðuneytisins, vefinn jonsigurdsson.is. Þar má finna æviágrip hans og safn af myndum frá Hrafnseyri sem hægt er að nota til að glöggva sig á staðháttum í Arnarfirð- inum. Guði sé lof Skyssan ætti að verða vatn á myllu þeirra sem hvað ákafast berjast gegn Evrópustefnu ríkisstjórnarinnar. Ekki einasta hafi leiðtogaráð sambands- ins leyft sér að samþykkja að hefja aðildarviðræður við Ísland á hinum háheilaga degi heldur hafi þjóðníð- ingurinn í forsætisráðuneytinu notað tækifærið og niðurlægt minningu sjálfstæðishetjunnar ofan í kaup- ið. Gera má ráð fyrir að málflutn- ingur þjóðræknustu ákafamanna á Alþingi hefði verið eitthvað á þessa leið ef þingi hefði ekki þegar verið slitið flestum til heilla. stigur@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.