Fréttablaðið - 18.06.2010, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 18.06.2010, Blaðsíða 54
38 18. júní 2010 FÖSTUDAGUR MORGUNMATURINN 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2. létu, 6. kringum, 8. flan, 9. sefa, 11. í röð, 12. kortabók, 14. dútla, 16. hef leyfi, 17. stígandi, 18. ari, 20. grískur bókstafur, 21. land í asíu. LÓÐRÉTT 1. barrtré, 3. tímabil, 4. flutningaskip, 5. suss, 7. andmæli, 10. fæða, 13. for, 15. heimsálfu, 16. grús, 19. skst. LAUSN LÁRÉTT: 2. gáfu, 6. um, 8. ras, 9. róa, 11. rs, 12. atlas, 14. bauka, 16. má, 17. ris, 18. örn, 20. pí, 21. laos. LÓÐRÉTT: 1. fura, 3. ár, 4. farskip, 5. uss, 7. mótbára, 10. ala, 13. aur, 15. asíu, 16. möl, 19. no. „Myndir eftir mig hafa áður birst í erlendum bókum og tímaritum og ég geri ráð fyrir því að bóka- útgáfan hafi fundið mig annað hvort í gegnum það eða heimasíð- una mína,“ segir grafíski hönnuð- urinn Ólöf Erla Einarsdóttir, sem mun hanna kápur þriggja bóka í bókaflokknum Creature Court. Bækurnar verða gefnar út bæði í Bandaríkjunum og í Ástralíu. Ólöf Erla viðurkennir að henni hafi þótt tilboðið spennandi og því ákvað hún að slá til. Fyrsta bókin í bókaflokknum kom út í febrúar síðastliðnum og kemur önnur bókin út nú í haust, en útvarpskonan Margrét Erla Maack mun prýða forsíðu henn- ar. „Þegar þau lýstu næstu bók fyrir mér, innihaldi hennar og persónum þá sá ég strax Margréti Erlu fyrir mér. Ég spurði hana hvort hún væri til í að sitja fyrir og henni fannst það ekkert mál,“ útskýrir Ólöf Erla, en báðar starfa þær hjá Ríkisútvarpinu. Ólöf Erla myndar viðföng sín sjálf og vinn- ur ljósmyndina því næst í Photo- shop og verður lokaútkoman oftar en ekki ævintýralega falleg. „Ég er ekki mikið menntuð í ljósmynd- un en ég get galdrað ýmislegt með Photoshop og á til dæmis eftir að gera allan kjólinn hennar Margrét- ar Erlu í því forriti. Ég mun bæta í hann efni, litum og gera hann íburðameiri en hann hefði annars verið.“ Þetta ku ekki vera í fyrsta sinn sem þær stöllur vinna saman því Margrét Erla hefur áður setið fyrir á myndum Ólafar. Aðspurð segist Margrét Erla mjög spennt fyrir verkefninu og hyggst hún panta sér eintak af bókinni þegar hún kemur út. „Mér finnst þetta mjög skemmtileg tilhugsun, sér- staklega af því að ég á vini í Ástr- alíu og hlakka mikið til að geta sagt þeim frá þessu. Ég mun svo að sjálfsögðu panta mér eitt ein- tak líka og geyma það fyrir barn- börnin, enda skemmtileg saga að segja,“ segir útvarpskonan kampa- kát. Hægt er að skoða verk Ólafar Erlu á síðunni www.oloferla.com. sara@frettabladid.is ÓLÖF ERLA EINARSDÓTTIR: HANNAR BÓKARKÁPUR FYRIR CREATURE COURT Magga Maack á kápunni í tveimur heimsálfum SITUR FYRIR Útvarpskonan Margrét Erla Maack situr fyrir á bókarkápu sem Ólöf Erla Einarsdóttir mun hanna fyrir bókaflokkinn Creature Court. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Ég fæ mér ab-mjólk með múslíi. Stundum breyti ég til og fæ mér ristað brauð með smjöri og osti.“ Silja Hrund Einarsdóttir, eigandi fata- merkisins SHE. „Þetta er einstaklega skemmtilegt handrit. Ég leik spilltan yfirlækni á spítalanum í bænum. Í samstarfi við konu í bæjarstjórn vill hann rífa leikhúsið niður og byggja lúxus sjúkra- hótel. Þeir sem starfa með leikfélaginu eru ekki sáttir við það plan. Þar af leiðandi verður mikið drama, gleði og glens,“ segir Bjartmar Þórðarson leikari. Hrunið hefur farið illa með kvikmynda- bransann en fólk er engu að síður enn þá að framleiða kvikmyndir. Bjartmar er um þess- ar mundir að undirbúa sig fyrir tökur á kvik- myndinni L7 - Hrafnar, Sóleyjar og Myrra sem byrja seinna í sumar. Myndin er fjöl- skyldusaga og fjallar hún um unga stelpu úr Hafnarfirði, sem hefur nýlega misst föður sinn. Í kjölfarið leitar hún sáluhjálpar í starfi með leikfélagi bæjarins. Hún flýr erfiðar aðstæður heimilisins með því að fara að vinna með miðaldra og gömlu fólki í leikfélaginu. Eyrún Ósk Jónsdóttir og Helgi Sverrisson eru bæði handritshöfundar og leikstjórar sög- unnar. „Það er líka mjög skemmtilegt að segja frá því að þetta handrit verður bæði bíómynd- arhandrit og skáldsaga,“ segir Bjartmar, sem hefur í nægu að snúast í sumar. - ls Bjartmar Þórðar leikur spilltan lækni SPILLTUR LÆKNIR Bjartmar er um þessar mundir í upptökum á nýrri kvikmynd þar sem hann leikur spilltan lækni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Mér finnst þetta mjög skemmtileg tilhugsun, sér- staklega af því að ég á vini í Ástralíu og hlakka mikið til að geta sagt þeim frá þessu. MARGRÉT ERLA MAACK „Í þessu rosalega bókaflóði finnst mér mikil ánægja að fá að stinga höfðinu aðeins upp úr, þótt það sé ekki meira,“ segir rithöfundurinn Yrsa Sigurðardóttir. Yrsa er á meðal þeirra höfunda sem bandarískir lesendur munu fylgjast með á næstunni, úr því að fleiri verka er ekki að vænta úr smiðju Stiegs Larsson. Hann lést sem kunnugt er árið 2004. Þetta kemur fram í forsíðugrein dag- blaðsins New York Times á mið- vikudag Í greininni er fjallað um mikla velgengni þríleiks Larssons um Mikael Blomkvist og Lisbeth Salander og sagt að útgefendur og lesendur leiti nú að arftökum Larssons í hópi norrænna höfunda. Þar er Yrsa nefnd sem hugsan- legur kyndilberi, ásamt Henning Mank ell, Karin Fossum, Jo Nesbo og Kjell Eriksson. Yrsa er ánægð með umfjöllun- ina en segir annað mál hverju hún skili. En er hún aðdáandi Stiegs Larsson? „Mér finnst hann mjög skemmtilegur,“ segir hún og bætir við að karakterinn Lisbeth Saland- er höfði sérstaklega vel til Íslend- inga í dag. Yrsa er einnig nefnd í nýrri ævisögu Larssons, Man Who Left Too Soon, þegar höfund- urinn Barry Forshaw veltir fyrir sér hvaða norrænu höfundar muni taka við keflinu frá Larsson. Yrsa er um þessar mundir upp- tekin við að skrifa nýja skáldsögu sem hún segir vera hrollvekju. „Mig langaði í tilbreytingu, ég virðist hafa þol fyrir fimm bókum í einu,“ segir hún. „Ég skrifaði fimm barnabækur, fimm glæpasögur og nú ætla ég að skrifa draugasögu.“ - afb Yrsa sögð ein af arftökum Larssons HROLLVEKJA NÆST Yrsa er að skrifa skáldsögu um þessar mundir en hún verður ekki glæpasaga. milljón eintök af bókum Larssons hafa selst í yfir 40 löndum. HEIMILD: THE ECONOMIST 27 VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á blaðsíðu 8 1 Setja upp leikvöll 2 Ívar Björnsson 3 Gunni og Felix Leikkonan Tinna Hrafnsdóttir er með mörg járn í eldinum þessa dagana. Hún undirbýr nú sjálf- stæða leiksýningu og hefur tekið að sér framleiðslustarf á Alþjóð- legri kvikmyndahátíð í Reykja- vík. Starfið felur meðal annars í sér skipulagningu hinna ýmsu viðburða í tengslum við hátíðina. Tinna hefur vakið athygli fyrir hin ýmsu hlutverk, nú síðast í sjónvarpsþættinum Hamrinum, en hún var tilnefnd til Edduverðlauna fyrir þá frammi- stöðu. Lokaþáttur Steindans okkar verður á Stöð 2 í kvöld. Þátturinn verður stranglega bannaður börnum og með rauðu merki í horninu sem þýðir að börn undir 16 ára þurfa sérstakt leyfi frá foreldrum til þess að fá að horfa. Þátturinn ku vera afar grófur og innihalda atriði sem þeir félagar Steindi og Bent, sem eru á bak við þáttinn, fengu ekki að sýna í upphafi. Steindinn okkar hefur hins vegar slegið rækilega í gegn og þeir þrjóskuðust í toppunum á Stöð 2 til að fá að sýna atriðin. Steindi hefur fengið ýmis fræg nöfn til að fara með hlutverk í þáttun- um. Eftirminnilegt var þegar Páll Óskar og Jói Fel slógust og ástríða Sigga Hall var einn af hápunktum þáttarins. Þekktu andlitin verða á sínum stað í grófa þættin- um; Sigmar Guðmundsson úr Kastljósinu er væntanlegur í kvöld ásamt útvarpsstjóranum Einari Bárðar- syni. - afb FRÉTTIR AF FÓLKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.