Fréttablaðið - 18.06.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 18.06.2010, Blaðsíða 8
8 18. júní 2010 FÖSTUDAGUR Ring er ný farsímaþjónusta á vegum Símans. Fyrir 1.990 kr. áfyllingu á mánuði færðu 1500 mín/SMS á mánuði til að hafa samband við alla innan GSM kerfis Símans og 990 kr. inneign til að hringja í fólk í öðrum kerfum. E N N E M M / S ÍA / N M 4 15 3 0 www.facebook.com/ringjarar Ekki vera djöfulsins sökker! Kynntu þér frábæra kaupauka á ring.is LÖGREGLUMÁL Ekið var á ellefu lömb og ær í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum í síð- ustu viku. Þrjú lömb drápust í einni ákeyrsl- unni. Í öllum tilvikum stungu ökumennirn- ir af frá slysstað og létu skepnurnar liggja eftir. „Þetta gerist á hverju einasta ári,“ segir Önundur Jónsson, yfirlögregluþjónn á Vest- fjörðum. „Ég set fram þá spurningu hvers vegna íslenskir ökumenn séu svona óheiðar- legir.“ Önundur segir að mest sé um ákeyrslur á sauðfé á vorin, þegar nýbúið sé að sleppa lambfénu í haga og áður en það fer að sækja lengra til fjalla. Ekið sé á nokkrar kindur í viku hverri á þessum tíma. „Ef tekin eru hundrað svona óhöpp, þá eru kannski tveir til þrír sem láta vita að þeir hafi keyrt á lambið og slasað það eða drepið. Hinir stinga af. Við sjáum að stundum hafa þær skepnur, sem ekið hefur verið á og síðan skildar eftir, kvalist, því þær hafa sparkað allt í kringum sig áður en þær hafa drepist. Stundum eru dýrin stórslösuð en lifandi þegar komið er að þeim. Ég spyr íslenska ökumenn hvað sé á seyði í höfðinu á þeim þegar þeir gera svona lagað? Ég spyr hverjir það séu sem ganga svona um landið okkar, náttúruna og blessað- ar skepnurnar? Ég skil þetta ekki og á engin svör. Það er mjög ill og ljót meðferð að skilja skepnurnar eftir svona.“ - jss Yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum undrast athæfi óábyrgra ökumanna: Slasa eða drepa sauðfé og stinga svo af LAMB Lömbin eru í mestri hættu meðan þau eru lítil. SAMKEPPNI Áfrýjunarnefnd sam- keppnismála hefur staðfest alvar- leg brot Lyfja og heilsu gegn Apó- teki Vesturlands á Akranesi. Sekt Lyfja og heilsu var lækkuð úr 130 milljónum króna í 100 milljónir. Málið hófst sumarið 2007 þegar Apótek Vesturlands fór í sam- keppni við Lyf og heilsu á Akra- nesi. Í kjölfarið barst Samkeppnis- eftirliti ábending um aðgerðir til að hamla starfsemi keppinaut- arins. Til stuðnings lægri sektum benti nefndin á að brotin tak- mörkuðust að mestu leyti við þröngt markaðssvæði og tillit var tekið til breytinga í efnahagslíf- inu. - jab Brot á samkeppnislögum: Lyf og heilsa fær milljóna- sekt fyrir brot EFNAHAGSMÁL Samræmdar tölur Efnahags- og framfarastofnunar- innar (OECD) sýna að atvinnuleysi í aðildarríkjum stóð í 8,7 prósent- um í apríl. Í apríl var atvinnuleysi hér á landi 9,0 prósent en var komið í 8,3 prósent í maí. Mest var atvinnuleysi á Spáni í apríl, en þar er tæpur fimmtungur án vinnu, eða 19,7 prósent. Í öðru og þriðja sæti koma svo Slóvakía og Írland með 14,1 og 13,2 prósent. Ísland er svo í tíunda sæti í apríl - samanburðinum með sitt 9,0 pró- senta atvinnuleysi. Minnst mældist atvinnuleysi í aprílmánuði í S-Kóreu, 3,7 prósent og í Hollandi, 4,1 prósent. Samanlagt fjölgaði atvinnulaus- um í aðildarríkjum OECD um 3,3 milljónir milli mars og apríl, sam- kvæmt upplýsingum stofnunar- innar. Alls voru 46,5 milljónir án vinnu í apríl. - óká Atvinnuleysi innan OECD í 8,7 prósentum í apríl: Fimmtungur er at- vinnulaus á Spáni Atvinnuleysi innan Atvinnuleysi í OECD* Land Hlutfall atvinnulausra Spánn 19,7 prósent Slóvakía 14,1 prósent Írland 13,2 prósent Portúgal 10,8 prósent Ungverjaland 10,4 prósent Frakkland 10,1 prósent Pólland 9,9 prósent Bandaríkin 9,9 prósent Svíþjóð 9,3 prósent Ísland 9,0 prósent *Þau tíu lönd þar sem atvinnuleysi var mest í apríl 2010. MENNTUN Aldrei hefur hærra hlut- fall grunnskólanema sótt um nám í framhaldsskóla og í vor. Rúm- lega 97 prósent allra 10. bekkinga sem útskrifuðust úr grunnskóla á dögunum sóttu um áframhaldandi nám í framhaldsskólum landsins. Alls sóttu 4.477 10.-bekkingar um skólavist nú, en þeir voru 4.437 í fyrra. Það var þá met. Líkt og í fyrra komast ekki allir inn í skóla í fyrstu atrennu, en 217 nemendur standa út af. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segist von- ast til að öllum nemendunum verði fundið pláss í skóla fyrir lok mán- aðarins. Erfiðast sé að finna pláss á höfuðborgarsvæðinu, sem sé sami vandi og undanfarin ár. Síðustu ár hefur hópur nem- enda, sem ekki komst inn í fyrstu atrennu, verið í óvissu fram eftir sumri. Í ár var innritun breytt, forinnritun var í apríl og var því hægt að bregðast fyrr við vandan- um að einhverju leyti, samkvæmt upplýsingum frá menntamálaráðu- neytinu. Tekinn var upp forgangur á svæðum, þannig að framhalds- skólar þurftu að taka frá 45 pró- sent sinna plássa fyrir grunnskóla- nema úr grenndarskólum. Áhrifin af því eru ekki fyllilega komin í ljós, en Katrín segir ráðuneytið allavega ekki hafa fengið neinar slæmar fregnir af því. Langflestir sóttu um nám í Verzlunarskóla Íslands, eða 428 manns. Næstvinsælastur er Menntaskólinn við Hamrahlíð, en um skólavist þar sóttu 319. Í þriðja sæti var svo Menntaskólinn við Sund, Borgarholtsskóli var fjórði vinsælasti skólinn og Menntaskól- inn í Reykjavík sá fimmti. Níu skólar þurfa að neita ein- hverjum þeirra sem sóttu um skólavist. Verzlunarskóli Íslands þarf að neita flestum nemend- um um skólavist, en þar sóttu 120 fleiri um skólann en pláss er fyrir. Kvennaskólinn í Reykjavík þarf að hafna 104 nemendum, Menntaskól- inn við Hamrahlíð 74 og Mennta- skólinn við Sund og Menntaskól- inn í Reykjavík 57 nemendum. Tækniskólinn, Framhaldsskól- inn á Laugum, Menntaskólinn að Laugarvatni og Menntaskólinn á Akureyri þurftu að hafna á bilinu tveimur til tólf nemendum. thorunn@frettabladid.is Fjölda nem- enda neitað um skólavist Metfjöldi 10. bekkinga sótti um nám í framhalds- skólum í ár. Níu skólar þurftu að neita nemendum um skólavist. Búist er við því að öllum hafi verið tryggt pláss í framhaldsskóla fyrir lok mánaðarins, að sögn menntamálaráðherra. VERZLUNARSKÓLINN Flestir sóttu um að komast í Verzlunarskóla Íslands, en hann var jafnframt sá skóli sem þurfti að hafna flestum nemendum. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR 1. Hvað vill nýr meirihluti í Reykjavík setja upp innandyra í Perlunni? 2. Hvaða leikmaður Fram skoraði með hjólhestaspyrnu í 2-1 sigri á Stjörnunni? 3. Hvaða félagar ætla að heiðra Ómar Ragnarsson með útgáfu barnaplötu? SJÁ SVÖR Á SÍÐU 54 VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.