Fréttablaðið - 18.06.2010, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 18.06.2010, Blaðsíða 21
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 „Við erum með salat, brauð og svo pönnukökur í eftirrétt. Þetta er sumarsalat en á sumrin er gott að borða eitthvað annað en kjöt og fisk,“ segir Gígja Svavarsdótt- ir, skólastjóri Tungumálaskólans. „Við nemendur og kennarar borð- um alltaf saman á fimmtudög- um og þá reynum við að elda eitt- hvað íslenskt. Við reynum að hafa fulla máltíð þannig að við borð- um í klukkutíma og þá er verið að spjalla og læra íslensku í tengslum við það.“ Gígja segir að nýrnabaunirnar í salatinu hafi slegið í gegn. „Fyrst fannst fólki mjög skrýtið að fá ekki salatolíu eða eitthvað út á,“ segir Gígja og bætir við að dressing- in hafi verið á baununum en þær eru marineraðar áður. „Ég veit að kennararnir mínir sem höfðu aldrei smakkað salatið fyrr gerðu það þegar þau komu heim.“ Gígja segir að uppskriftin að brauðbollunni sé fengin frá mann- inum hennar, Agli Gunnarssyni, sem er einn af stofnendum skól- ans. Skólinn er starfræktur á heim- Læra íslensku við borðið Gígja Svavarsdóttir var grænmetisæta í mörg ár og býr því til sumarlegt salat eftir sinni eigin uppskrift. Hún ákvað að hætta að vera grænmetisæta þar sem henni fannst oft flókið að fara í matarboð. Gígja segist eitt sinn hafa verið grænmetisæta og býr því til sumarsalat með marineruðum nýrnabaunum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Salat 1 poki nýrnabaunir 1 haus jöklasalat 2 paprikur Tómatar eftir smekk 5 hvítlauksrif 2 dl ólívuolía Salt og pipar Leggið nýrnabaunirnar í bleyti yfir nótt. Sjóðið nýrnabaunirnar í 45 mínútur. Pressið hvítlauksrif og blandið saman við ólívuolíu. Kryddið með salti og pipar. Hellið yfir nýrnabaunirnar. Látið standa í einn klukku- tíma. Skerið jöklasalat, papr- ikur og tómata. Hellið nýrnabaununum yfir sal- atið og berið fram með ólívuolíu, salti og pipar. Brauðbollur 2 bollar hveiti 1 bolli heilhveiti 1,5 bolli vatn 2,5 msk. sykur 1 tsk. salt 12 g þurrger Hnoðið deigið. Mótið litlar bollur og setjið á bökunarplötu. Látið hef- ast í 25 mínútur undir viskastykki. Penslið bollurnar með mjólk og stráið sesamfræjum eða sólblómafræjum yfir bollurnar. Bakið í þrjátíu mínútur. SUMARSALAT GÍGJU með brauðbollum Fyrir 8 ili þeirra hjóna. „Við búum á neðri hæðinni en deilum eldhúsi og stofu. Hugmyndin er að missa ekki heim- ilislega andrúmsloftið. Við höfum náð þessu afslappaða andrúmslofti og stundum gleymir fólk að það er að læra og þá er markmiðinu náð.“ martaf@frettabladid.is SUMARSÓLSTÖÐUGANGA á Snæfellsjökul verður farin í kvöld á vegum Ferðafélags Íslands. Brott- för er frá Mörkinni 6 klukkan 17 og ekið vestur að jökli þar sem gangan hefst klukkan 21. Upplýsingar á fi.is. Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207 Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is 4ra rétta Góð tækifæ risgjöf! Kryddlegin bleikja með rússneskri pönnuköku, dillrjóma og piparrótarsósu Humarsúpa rjómalöguð, með Madeira og grilluðum humarhölum Fiskur dagsins það ferskasta hverju sinni; útfærður af matreiðslumönnum Perlunnar *** eða / Or *** Lambatvenna með steinseljurótarmauki, aspas, rófu, soðkartöflu og basil-myntu gljáa Kókoshnetu Tapioca með steiktu mangói og lychee sorbet Verð aðeins 7.290 kr. tilboðsseðill Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.