Fréttablaðið - 18.06.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 18.06.2010, Blaðsíða 10
10 18. júní 2010 FÖSTUDAGUR EFNAHAGSMÁL Samtök atvinnulífsins (SA) kynntu á morgunverðarfundi í fyrradag tillögur sínar um umbætur í fjármálum hins opinbera. SA telur svigrúm til skattahækkana fullnýtt og að markmiðum um bætta afkomu ríkissjóðs árið 2011 verði að ná með gjaldalækkunum. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri SA, gagnrýndi rík- isstjórnina fyrir skort á samstöðu. Hann sagði það skipta miklu máli að atvinnulífið og stjórnvöld væru samstíga og hvatti til einingar um stóriðjuframkvæmdir og vegafram- kvæmdir sem mikið hefði verið talað um en lítið gert í enn þá. Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra sagði að ekki kæmi til greina að hvika frá þeim markmið- um sem hefðu verið sett um að ná tökum á ríkisfjármálunum en bætti því við að þegar hefði orðið nokkuð ágengt í þessum efnum. „Verkefnið er á góðri leið með að takast. Það er erfitt og það er mikið eftir, en það er að takast.“ Steingrímur tók undir með SA að hægt væri að draga úr kostn- aði í heilbrigðiskerfinu með skipu- lagsbreytingum og réttum áhersl- um en sagðist hins vegar algjörlega ósammála því að lausnin sé fólgin í einkarekstri. Hann lagði auk þess áherslu á hagræðingu í ríkisrekstri og nefndi í því samhengi þær sam- einingar ráðuneyta sem ríkisstjórn- in hefur beitt sér fyrir á undanförn- um vikum. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tók þátt í pall- borðsumræðum á fundinum. Hann sagði Sjálfstæðisflokkinn leggja áherslu á að halda nýjum álögum í algjöru lágmarki og bætti því við að ýmsar tilfærslur í kerfinu þyrftu að dragast saman, það væri óvinsælt en það sem skipti mestu væri að gera það sem væri ábyrgt og rétt. magnusl@frettabladid.is VILHJÁLMU EGILSSON STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Svigrúm til skattahækk- ana fullnýtt Samtök atvinnulífsins kynntu í fyrradag tillögur sínar í ríkisfjármálum. Þau telja svigrúm til skatta- hækkana fullnýtt og að markmiðum ársins 2011 verði að ná fram með gjaldalækkunum. ■ Gerbreyta þarf vinnubrögðum við fjárlagagerð eigi árangur í lækkun útgjalda hins opinbera að nást. Ákvarða þarf útgjaldaramma til að minnsta kosti fjögurra ára. ■ Taka þarf skipulag heilbrigðisþjónustu til gagngerrar endurskoðunar. Auka þarf hlutverk heilsugæslunnar sem fyrsta viðkomustað sjúklings og skapa meira svigrúm fyrir einkaaðila til þess að koma að rekstri. ■ Lækka þarf kostnað á nemanda í íslensku skólakerfi með því að gera skipulag markvissara. Nám til stúdentsprófs verði skipulagt sem þriggja ára nám og háskólar verði gerðir að sjálfseignarstofnunum. ■ Einfalda þarf tryggingakerfið og koma í veg fyrir misnotkun þess til dæmis með því að notast við starfshæfnimat í stað örorkumats. Skoða á hækkun lífeyrisaldurs í samhengi við lengri meðalævi Íslendinga. ■ Einfalda á opinbert regluverk og hvetja sveitarfélög til að setja sér hald- góðar fjármálareglur. Tillögur Samtaka atvinnulífsins HEILSUGÆSLUSTÖÐ Meðal hugmynda Samtaka atvinnulífsins er að hlutverk heilsu- gæslunnar verði aukið. FRETTABLAÐIÐ/STEFÁN SVEITASTJÓRNARMÁL Fimm sveitar- félög auglýstu eftir bæjar- eða sveitarstjórum í atvinnublaði Fréttablaðsins um síðustu helgi. Þær hæfniskröfur sem áhugasam- ir umsækjendur þurfa að uppfylla eru afar svipaðar í öllum sveitar- félögunum fimm. Auglýst var eftir bæjarstjórum á Akureyri, þar sem Listi fólksins fékk hreinan meirihluta í síðustu kosningum, og í Vesturbyggð, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk hreinan meirihluta. Þá var auglýst eftir bæjarstjóra á Fljóts- dalshéraði, þar sem Framsóknar- flokkurinn og Á-listi hafa mynd- að meirihluta. Auglýst var eftir sveitarstjórum í Skaftárhreppi og í Mýrdalshreppi, Vík í Mýrdal. Í báðum sveitarfélögum eru fram- boð ótengd stórum stjórnmála- flokkum með meirihluta. Í nær öllum tilvikum er gerð krafa um háskólamenntun sem nýtist í starfi bæjarstjóra. Aðeins í auglýsingu Fljótsdalshéraðs er slakað á þeirri kröfu, þar sem háskólamenntun er sögð kostur, en ekki skilyrði. Í öllum tilvikum er ýmist kraf- ist reynslu af stjórnunarstörfum eða slík reynsla álitin kostur. Auk þess er færni í mannlegum sam- skiptum og í að tjá sig í ræðu og riti eitthvað sem lögð er áhersla á í auglýsingum sveitarfélaganna. - bj Auglýst eftir fimm bæjar- og sveitarstjórum: Sveitarfélögin gera svipaðar hæfniskröfur BYGGÐAMÁL „Þessi áralanga vanræksla yfirvalda á hverfinu hefur orðið til þess að hverfin fjögur innan Breiðholts eru farin að grotna niður,“ segir í formála skýrslu sem borgaryfirvöld fengu afhenta í vikunni. Bjarni Fritzson, handboltakappi og for- svarsmaður hópsins sem vann skýrsluna, segir að brýn nauðsyn sé að gera eitthvað í uppbyggingu hverfanna. „Þetta er bara sinnuleysi,“ segir hann. „Með svona hátt hlutfall atvinnulausra ætti að vera hægt að skapa vinnu þarna. Það yrði frábært framtak.“ Bjarna var nóg boðið þegar hann var með þriggja ára syni sínum við andapollinn í Seljahverfinu og sá litli gerði ekki grein- armun á mýrinni og bakkanum. „Þetta er bara eitt af fallegum svæðum Breiðholts- ins sem eru í niðurníðslu og það þarf ekki mikið til að lítil börn detti og drukkni,“ segir hann. Mikill metnaður og vinna var lögð í gerð skýrslunnar og segist Bjarni vera vongóður um viðbrögð. „Margir hafa svipaða sögu að segja úr öðrum hverfum borgarinnar,“ segir Bjarni. „Ég er mjög vongóður um að yfirvöld taki á málinu.“ - sv Í Breiðholtsskýrslunni er farið fram á aðgerðir og hún afhent borgarfulltrúum: Hörð krafa um bætt Breiðholt MÝRI Pollurinn í Seljahverfi sem eitt sinn var falleg tjörn en hefur nú breyst í mýri. MYND/BJARNI FRITZSON VIÐSKIPTI Bílaleiga Akureyrar hefur samið við Bílaumboðið Öskju um kaup á hátt í þrjátíu nýjum Kia-bifreiðum. Fram hefur komið í sölutöl- um Bílgreinasambandsins að sala á nýjum bílum hefur verið að braggast að undanförnu og er ein ástæða þess sú að bílaleigur hafa verið að endurnýja flotann fyrir sumarið. Forsvarsmenn Bílaleigu Akureyrar eru bjartsýnir á ferðasumarið 2010 og segja að eftirspurn eftir bílaleigubíl- um sé aftur að færast í eðlilegt horf eftir samdráttinn sem varð í kjölfar eldgossins í Eyjafjalla- jökli. - mþl Liðlega 30 bílar keyptir: Bílaleiga Akur- eyrar fjölgar í flotanum HVÍTUR Í FRAMAN Hann var orðinn hvítur í framan eftir langan vinnudag, þessi byggingaverkamaður á Haíti sem vafði um sig höfuðklæði í tilefni af myndatökunni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.