Samtíðin - 01.02.1970, Qupperneq 8

Samtíðin - 01.02.1970, Qupperneq 8
4 SAMTÍÐIN ur. .4 göngum hússins hljómar útvurpstónlist allan daginn. Svo mörg eru þau orð. Við spáum því, að þessi „Ieiðsögubók“ verði rnikið lesin, gott ef hún verður ekki nietsölubók meðal þess af- brotafólks, sem setur óhugnanlegan svip á fréttalesmál dagblaðanna í dag. Til áskrifenda blaðsins SAMTÍÐIN óskar ykkur öllum farsæls árs með þakklæti fyrir frábært samstarf og vin- áttu á liðnum árum. Þá nýju áskrifendur, sem bætzt hafa í hinn sívaxandi kaupendahóp blaðs- ins síðan í desember sl. árs, bjóðum við vel- komna, og getum við glatt alla lesendur SAM- TÍÐARINNAR með því, að þeir eiga von á mjög margvíslegu, fróðlegu og skemmtilegu lestrarefni á þessu nýbyrjaða ári. Þrátt fyrir gífurlega h;ekkun á útgáfukostn- aði blaðsins af völdum hinna miklu gengislækk- ana, verður árgjaldið 1970 aðeins 200 kr. Er það miklu lægra en á flestum íslenzkum blöð- um, enda er það vitanlega eingöngu miðað við það eitt, að ekki verði halli á útgáfunni og er ákveðið í trausti þess, að sérhver áskrifandi greiði það skilvíslega. Gjalddagi blaðsins er eins og áður í febrúar, og eru menn vinsamlega beðnir að senda á- skriftargjöld sín nú þegar í ábyrgðarbréfi eða póstávísun. Utanáskrift okkar er pósthólf 472. Áskrifendur í Reykjavík og nágrenni geta greitt blaðið i Bókaverzlun ísai'oldar, Austurstræti 8. Með fyrirfram þökk fyrir góð og greið skil. Heimilisblaðið SAMTÍÐIN ♦ GÓÐUR mánuður byrjar með þvi, að menn gerast áskrifendur að SAMTÍÐINNI. ♦ SKEMMTIÐ yður við skopsögur SAM- TÍÐARINNAR. Alls konar myndatökur Einnig passamyndir, teknar í dag, tilbúnar á morgun. Studio GESTS, Laufasvegi 18 a — Sími 2-40-28 Yrfti að borga út í hönd TVEIR rukkarar sátu í kaífihúsi og voru að tala um menn, sem bærust mik- ið á, en virtust aldrei eiga grænan eyri, þegar þeir væru rukkaðir. Talið barst að einum, sem var nýbúinn að kaupa 400 þús. króna bíl. „Ég botna bara ekkert í, hvernig mað- urinn hefur efni á þessu,“ sagði annar rukkarinn, „því aldrei þykist hann eiga grænan eyri, þegar ég kem til hans. Og af hverju ekur hann þá ekki í strætisvagni eins og við?“ „Skilurðu það ekki,“ anzaði hinn; „þá mundi hann verða að borga kontant.“ Þegar ég segi allt — FRÆGUR kvikmyndaleikari lét konu sína opna öll einkabréf, sem honum bár- ust og svara þeim, sem þurfa þótti. Einu sinni barst honum svohljóðandi bréf frá ungri stúlku: Kæri leikari. Gerið mig að einkaritara yðar. Eg ev reiðubúin til að gera allt fyrir yður, og þegar ég segi: ALLT, þá meina ég það!“ Frúin svaraði bréfinu þannig: Kæra fröken. Mér þykir leitt að verða að tilkynna yð- ur, að maðurinn minn hefur prýðilegan einkaritara. Allt annað, sem hann þarfn- ast geri ég fyrir hann, og þegar ég segi: Allt annað, þá meina ég það.

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.