Fréttablaðið - 21.06.2010, Síða 36

Fréttablaðið - 21.06.2010, Síða 36
20 21. júní 2010 MÁNUDAGUR BAKÞANKAR Gerðar Kristnýjar ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Um leið og vorprófunum lauk fór ég að svipast um eftir vinnu. Þá var skóla- árið mun styttra en nú og miðaðist við að börn gætu aðstoðað við sauðburð og réttir. Þótt foreldrar mínir ættu ekki fjárstofn á vappi um Safamýrina mátti ég ekki slá slöku við. Barn að aldri gætti ég því ann- arra barna. Síðan seldi ég blöð. Það fannst mér reyndar asnaleg vinna en hei, ég var ung og þurfti á peningunum að halda. Sumarvinnan reyndist mér góð. Hún tamdi mér snefil af ábyrgðarkennd og samvisku- semi, auk þess sem hún opnaði augu mín fyrir aðstæðum annarra. GÖMUL kona á elliheimilinu þar sem ég vann á menntaskólaárunum átti til dæmis ekki heila nærbrók því eigin- maðurinn tímdi ekki að kaupa hana. Maður gekk undir mann við að reyna að sannfæra hann um að eiginkona hans til hálfrar aldar þyrfti brókina en þar var talað fyrir daufum eyrum. Ég man líka eftir konu sem skúraði með mér á Landspítalanum. Hún hringdi heim á hálftíma fresti til að athuga hvort ekki væri í lagi hjá sex ára syni sem hún skildi eftir einan heima á daginn. Ég vann alltaf hefðbundin kvennastörf og launin voru aldrei það há að mér hafi þótt freistandi að halda fyrir alvöru út á vinnumarkaðinn. OFT vann ég með merkilegum konum og hlustaði á þær spjalla um húsbyggingar jafnt sem spíritisma. Þær höfðu áhrif á mig og líka störfin sem mér voru falin. Eftir sumurin tvö á elliheimilinu er þjónustulund minni engin takmörk sett þegar kemur að eldra fólki – að frátöldum auðvitað for- eldrum mínum því rétt eins og ég er allt- af 14 ára í augum þeirra eru þau fimmtug og fullspræk í mínum. Um þessar mundir hafa einmitt margir foreldrar áhyggjur af atvinnulausu unglingunum sínum og það er skiljanlegt. Aðgerðarleysi er engum hollt auk þess sem hætt er við að þeir missi af öllu því nytsamlega sem læra má af góðu starfi. MEST óttast ég þó að unga fólkið sjái engan tilgang með námi og fái þá flugu í höfuðið að sama aðgerðarleysið bíði að því loknu. Nú er samt ýmislegt að breyt- ast því fréttir berast nú af fólki sem kallar ekki alltaf ömmu sína. Í síðustu viku sagði Mogginn frá Steinunni Jónsdóttur, arki- tekt sem missti vinnuna, en bjó til þjálfun- ardisk til að nota við líkamsrækt. Í sama blaði eru þrír háskólanemar sem stofnuðu ferðaþjónustufyrirtækið When in Reykja- vík. Þeir bjóða ferðamönnum meðal ann- ars heim til sín í plokkfisk. Það er óskandi að sem flestir heyri af þessu fólki og átti sig á því hvað hugmyndaflugið getur fleytt okkur langt. Dýrmæta sumarvinnan Þetta kann að vera of mikil bjartsýni læknir, en heldurðu að mér takist einn daginn að hlýða húsbónda mínum. Ég þarf bráðum að fara að snyrta runnann! Góð hug- mynd! Þú ert að verða frekar loðinn! Slæmi strákur! Ég og sængin erum eitt. Ég og sturtan erum eitt. Ég og morg- unkornið erum eitt. Hann og slugsahátt- urinn eru eitt. Hugarró á skóladegi Sálfræðingur Hvaða bók á ég að fá pabba til að lesa fyrir mig? Þessa hérna. Pott- þétt. Af hverju? Tvær ástæður. 1) Þetta er myndabók og 2) Við borðuðum spagettí í kvöldmat. Þegar sá sem les var að borða hvítlauk eru færri orð betri. Ó... VILTU VINNA RISA SJÓNVARP FRÁ LG? HM LEIKUR ELKO ÞÚ SENDIR SMS ESL HMV Á NÚMERIÐ 1900 VIÐ SENDUM ÞÉR SPURNINGU UM HM. ÞÚ SVARAR MEÐ ÞVÍ AÐ SENDA SMS ESL A, B EÐA C Á NÚMERIÐ 1900. ÞÚ GÆTIR UNNIÐ 42" LG SJÓNVARP GEGGJAÐIR AUKAVINNINGAR LG GSM SÍMI · FULLT AF GOSI · FIFA WORLD CUP LEIKINN DVD MYNDIR · TÖLVULEIKIR OG MARGT FLEIRA Vinningar verða afhendir í ELKO Lindum, Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 149 kr/SMS-ið. Þú færð 5. mín. til að svara spurningu. Aðalvinningar dregnir út úr öllum skeytum 9. júlí.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.