Fréttablaðið - 26.06.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 26.06.2010, Blaðsíða 24
24 26. júní 2010 LAUGARDAGUR Sumarfríssögur með stóru S-i Hvað lesa bókaormar þegar þeir eru í fríi? Og hvað vilja þeir endilega að aðrir lesi? Hólmfríður Helga Sigurðardóttir hafði samband við nokkra Íslendinga sem sjaldan sjást nema með bók við hönd og fékk úr því skorið. Lýsingarorðin sem fylgdu voru mörg og misjöfn. „Ég mæli nú með, fyrir þau sem eru svo heppin að eiga hana eftir, að grípa með sér í fríið Hið fullkomna landslag eftir Rögnu Sigurðardóttur, sem kom út fyrir síðustu jól. Það er glerfín skáldsaga, með slettu af krimma og íslenskri myndlistarsögu,“ segir Þorgerður Agla Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Bók- menntasjóðs. Fyrir yngri lesendur mælir hún eindregið með bókinni Aþenu (ekki höfuð- borgin í Grikklandi) eftir Margréti Örnólfsdótt- ur. „Það er alveg óskaplega skemmtileg bók!“ Sjálf er Agla búin að lesa fyrrnefndar sögur ofan í kjölinn og ætlar því ekki að taka þær með sér í fríið. Hún er þó ekki búin að afgreiða hverja einustu íslensku skáldkonu og ætlar að drekka verk einnar af þeim goðsagnakenndu í sig í sumar. „Ég uppgötvaði einn laugardagsmorguninn mjög nýlega, mér til mikillar ánægju, að ég hefði loksins öðlast þroska til að lesa og njóta verka Guðrúnar frá Lundi. Fann við það tækifæri í bókaskápnum í stofunni geipifína bók eftir Guð- rúnu frá 1964, Hvikul er konuást. Hún er fyndin og dramatísk og falleg og ferleg – allt í bland. Svo er spurning hvort sumar- ið gefi mér tíma til að detta ofan í stórvirkið Dalalíf, allar 2000 og eitthvað blaðsíðurnar. Það hlýtur að teljast algerlega bráðnauð- synlegur undirbúningur fyrir heitustu útihátíð sumarsins – „Er enn líf í Hrútadal?“ - sem haldin verður skáldkonunni til heiðurs að Ketilási í Fljótum, 14. og 15. ágúst næstkom- andi.“ Á kafi í verkum íslenskra skáldkvenna Auður Jónsdóttir mælir með því við aðra að lesa bókina Never Let Me Go eftir Kazuo Ishiguro. „Þetta er nístandi sterk saga um börn sem eru alin upp til að vera líffæragjafar. Hún umbreytir lesandanum þótt hann fari ekki lengra en á næsta tjaldstæði.“ Sú bók fæst ekki á Íslandi en Auður bendir á að hana megi panta. Af bókum sem nálgast má í bókabúðum hér nefnir hún bókina Ham- ingjan hjálpi mér I og II eftir Kristínu Ómars- dóttur. „Fyrri sagan fjallar um hjón sem leika sér stöðugt við mömmu konunnar, mátulega stutt fyrir svefninn og örvar hlátursstöðvarnar í hrollkaldri útilegunni.“ Sjálf ætlar Auður að sökkva sér í sakamálasög- una The Fourth Bear eftir Jasper Forde í sumar. „Þetta er sakamálasaga þar sem ólíkar per- sónur úr bókmenntunum ráða ráðum sínum. Rannsóknarlöggan berst við mannorðsmorð eftir að hafa klúðrað Rauðhettu-rannsókninni meðan Dorian Gray selur bíla sem eldast aðeins á mynd og fólk skálar á Hótel Deja-Vu. Þetta er sumarfríssagan með stóra ESSINU – og hluti af bókaflokki sem dugar í nokkur frí.“ Og þar verður ekki settur punktur við sumar- bókalista Auðar. Hún ætlar líka að lesa bókina Sálumessu syndara, ævisögu Esra Péturssonar, sem hún er nýbúin að uppgötva. „Þetta er ein furðulegasta bók sem ég hef lesið en líkt og margar íslenskar ævisögur leynist hún víða í sumarbústöðum og áhugavert að glugga í hana á björtum andvökunóttum.“ Að síðustu nefnir Auður bókina Everything Is Illuminated eftir Jonathan Safran Foer. „Því það er eina bókin sem ég man eftir þar sem hundur fróar sér á höfundi sínum (já höfundi, ekki eiganda) í þröngsetnu bílferðalagi.“ Furðulegheit í bland við annað AUÐUR JÓNSDÓTTIR RITHÖFUNDUR Rakst nýverið á bókina Sálumessu syndara, ævisögu Esra Péturssonar, og fannst hún svo furðuleg að hún verðskuldar að fá að koma með henni í sumarfríið. „Í gær vatt ég mér inn í Eymundsson, einmitt til að kaupa mér bók fyrir fríið. Fyrir valinu varð In the Kitchen eftir Monicu Ali. Ástæðan er einföld, ég ruglaði Monicu Ali saman við Ali Smith, höfund The Accidental sem er frábær bók,“ segir Gerður Kristný Guðjónsdóttir rithöfundur. „Nú sit ég sem sagt uppi með eld- húsið hennar Monicu en ég kippi því vitaskuld með norður í land og hlakka til að sjá hvað leynist í efstu skápunum.“ Fyrir aðra mælir hún með tveimur bókum sem báðar bera titla með vísan í dýr. „Í Eymunds- son rak ég augun í mikla uppáhaldsbók í fallegri kiljuútgáfu, Cat’s Eye eftir Margaret Atwood. Þetta varð til þess að ég króaði afgreiðslustúlkuna af, horfði djúpt í augu hennar, blakaði bókinni framan í hana og sagði: „Lestu þessa!“ Þeir sem vinna í mið- bænum eru vanir hvers kyns undarlegheitum og því tók hún þessari framkomu mjög vel og lofaði meira að segja að lesa bókina.“ Fyrir stuttu fékk hún svo bókina Dýrin í Saigon eftir Sigurð Guðmundsson í afmælisgjöf og skemmti sér konunglega yfir henni. „Ég ráðlegg fólki því bæði að taka kattaraugun og dýrin hans Sigurðar með sér í fríið. Það besta er að það má taka þau með sér inn á hvaða hótel og tjaldstæði sem er.“ Höfundur í misgripum á leslista sumarsins „Auðvitað veit ég það vel hvað ég ætla að lesa í fríinu mínu,“ segir Guðni Kol- beinsson þýðandi sem þurfti engan umhugsunarfrest þegar hann var inntur eftir því hvaða bók fengi að fara með honum í sumarfrí. „Ég ætla að lesa Hornstrendingabók eftir Þórleif Bjarnason. Ég er að fara til Hornstranda í sumar og þess vegna liggur það beint við að lesa þessa bók.“ Öðrum sem ekki eru eins bókhneigðir og vantar hugmynd að lesefni ráðleggur hann að leita í brunn sama höfundar. „Ég ráðlegg öllum sem vilja vita eitthvað um íslenskt mannlíf að lesa bókina hjá Afa og ömmu eftir Þórleif Bjarnason. Þetta er falleg og mannbætandi bók sem fjallar um uppvaxtarár Þórleifs hjá afa sínum og ömmu. Ég er búinn að lesa þessar bækur margoft, báðar tvær. Ætli ég verði ekki með þær báðar með mér.“ Fyrir þá sem vilja læra um íslenskt mannlíf „Ég myndi velja myndasöguútgáfuna af Gler- borginni eftir Paul Auster fyrir íslenskan vin vegna þess að landinn er svo snobbaður að hann les helst ekki myndasögur á almanna- færi,“ fullyrðir Þórarinn Leifsson, rithöfundur og myndskreytir. „Til að bæta gráu ofan á svart get ég aðeins útvegað bókina í spænskri útgáfu en þannig heitir hún Ciudad de cristal. Svo myndi ég láta fylgja með eina reður- táknsbók úr jólabókaflóðinu. Svona þessa- verða-allir-að-lesa bók. Áttahundruð síður um fornhetju að skaka sér á sauðkind í bundnu máli. Myndi líma allar síðurnar saman og bíða svo spenntur eftir því að heyra við- komandi dásama þessa yndislegu bók eftir sumarfríið.“ Sjálfur ætlar hann hins vegar að velja sér bók sem hann hefur trassað lengi að panta sér. „Það er Odio Barcelona, ástar- og hatursuppgjör tólf spænskra ungskálda við heimaborg sína. Ég bjó í Barcelona í tvö ár og þekki vel þá tilfinningu paradísarmissis sem lýst hefur verið í umsögnum um bókina. Þá væri yndislegt að liggja úti í íslenskri náttúru með blóðbergslykt fyrir vitum sér og lesa bitr- ar greinar reiðra ungra manna og kvenna um túrista sem ráfa gargandi niður Römblurnar í gæsa- og steggjunarferðum.“ Myndasögu fyrir snobbaðan landann GERÐUR KRISTNÝ Ætlar að lesa bókina In The Kitchen eftir Monicu Ali í sumar. Alveg óvart reyndar, því hún ruglaði saman rithöfundum og taldi sig vera að kaupa bók eftir Ali Smith, höfund The Accidental. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ÞÓRARINN LEIFSSON Hefur lengi ætlað sér að lesa bókina Odio Barcelona og ætlar að láta verða að því í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.