Fréttablaðið - 26.06.2010, Blaðsíða 65

Fréttablaðið - 26.06.2010, Blaðsíða 65
5 MENNING Sýning á verkum listmálarans Eiríks Smith verður opnuð í dag í Hafnarborg og stendur til 22. ágúst. Um er að ræða verk frá árunum 1951 til 1957 og hefur sýningin hlotið yfirskriftina Formlegt aðhald. Verkin eru frá fyrstu árunum eftir að Eiríkur sneri heim frá námi í Kaupmannahöfn og París, síðari hluta ársins 1951. Eiríkur varð þátttak- andi í þeirri miklu formbyltingu sem átti sér stað í myndlistinni hér á landi á þessum árum, þegar geómetríska abstraktlistin, eða strangflatarlistin, var að nema hér land. Eiríkur hélt einkasýningu á slíkum verkum í Listamannaskálanum árið 1952 og haustið 1953 átti hann verk á sýningu á strangflat- arverkum á sama stað, sem þótti marka tímamót í myndlistarsögunni. Verkin á sýningunni eru flest frá árunum 1952 til 1954, en þá hóf Eiríkur nám í prentmyndasmíði. Árið 1957 gerði hann endanlega upp hug sinn varð- andi strangflatarlistina og brenndi nokkrum hluta verka sinna ásamt eldri verkum í malargryfju í Hafnarfirði. „Mér hefur verið álasað fyrir þetta uppátæki, en það var mér eins konar hreinsunareldur. Nú taldi ég mig geta byrjað að nýju,“ segir Eiríkur á heima- síðu Hafnarborgar. Í Sverrissal í Hafnarborg eru teikningar Eiríks til sýnis, undir yfirskriftinni Fólk við störf. Eirík- ur þykir afburðateiknari og margar teikninga hans eru varðveittar í Hafnarborg. - kóp Formlegt aðhald Eiríks Smith Komposition frá árinu 1952 er meðal verka á sýningunni. Listamaðurinn Eiríkur Smith við eitt verka sinna á sjötta áratugnum. Hulda Hlín Magnúsdóttir listfræð- ingur verður með leiðsögn um sýn- ingu á einni þekktustu ljósmynda- seríu bandarísku listakonunnar Cindy Sherman, sem stendur yfir í Listasafni Íslands, á morgun klukkan 14.00. Hulda Hlín starf- aði um tíma hjá Listasafni Íslands sem deildarstjóri sýningardeildar. Myndröð Sherman samanstendur af 70 svarthvítum ljósmyndum þar sem listakonan stillir sér upp sem leikkonu í ímynduðum kvik- myndum sem bera keim af gullöld kvikmyndanna í kringum miðja síðustu öld. Hún er ýmist stödd í ótilgreindri B-mynd, Hollywood- stórmynd eða evrópskri film noir- ræmu. Myndirnar voru unnar á árunum 1977–1980 og skutu henni kornungri upp á stjörnuhimin myndlistarinnar ásamt því að opna augu myndlistarheimsins fyrir möguleikum ljósmyndarinnar. Sýningin mun standa fram til 5. september. Leiðsögn um ónefnd kvikmyndaskot Cindy Sherman í hlutverki sínu. Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207 Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is 4ra rétta Góð tækifæ risgjöf! Kryddlegin bleikja með rússneskri pönnuköku, dillrjóma og piparrótarsósu Humarsúpa rjómalöguð, með Madeira og grilluðum humarhölum Fiskur dagsins það ferskasta hverju sinni; útfærður af matreiðslumönnum Perlunnar *** eða / Or *** Lambatvenna með steinseljurótarmauki, aspas, rófu, soðkartöflu og basil-myntu gljáa Kókoshnetu Tapioca með steiktu mangói og lychee sorbet Verð aðeins 7.290 kr. tilboðsseðill Frá og með 1. júlí sameina Mojo og Senter sköpunarkrafta sína í þágu fagmennsku, hárprýði og gleði. Hittumst í Tryggvagötu 28 (1919 hótelið) sem allra fyrst! Sameinumst í hjarta bæjarins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.