Fréttablaðið - 26.06.2010, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 26.06.2010, Blaðsíða 30
MENNING 2 menning kemur út mánaðarlega með laugardagsblaði Fréttablaðsins. Ritstjórn: Sigríður B. Tómasdóttir og Bergsteinn Sigurðsson Hönnun: Kristín Agnarsdóttir Forsíðu- mynd: Stefán Karlsson Auglýsingar: Bjarni Þór Sigurðsson bjarnithor@365.is Út eru komnar ferðadagbækur Magnúsar Stephensen frá 1807 til 1808. Magnús hefur verið nefndur bjargvættur Íslands í Napóleons- stríðunum. Árið 1807 gerðu Bretar skotárás á Kaupmannahöfn og gengu Danir þá í lið með Frökkum. Breski flot- inn var allsráðandi í Norðurhöfum og hertók flest Íslandsskip. Magn- ús var í einu þessara skipa og í þremur dagbókarbrotum frá 1807 til 1808 lýsir hann ferð sinni, her- tökunni, dvöl sinni í Leith og Kaup- mannahöfn tilraunum sínum til að koma landsmönnum til hjálpar. Anna Agnarsdóttir, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, og séra Þórir Stephensen gefa bók- ina út. Atburðarásin er um margt ævintýraleg. Magnús er hertek- inn af Bretum en fær mjög góða meðferð sakir stöðu sinnar. „Kaf- teinninn annaðist Magnús afskap- lega vel,“ segir Anna. „Hann borð- ar með fína fólkinu og æfir sig í frönsku um borð. Hann segir líka frá því að þegar hann kvartar við kafteininn yfir því að sofa illa er sett upp sérstakt hengirúm fyrir hann og eftir það sefur Magnús vel í fyrsta sinn eftir að hann fer frá Íslandi. Í dagbókunum eru marg- ar skemmtilegar sögur sem sýna stöðu hans vel, að mínu mati.“ Í dagbókunum lýsir Magnús daglegu lífi en stóratburðir flétt- ast líka inn í frásögnina. Kóngur deyr og nýr tekur við, sem Magnús fær áheyrn hjá. „Þetta er skemmti- leg saga sem segir okkur margt um nítjándu öldina, til dæmis um Napóleonsstríðin en ekki síst hvernig það er fyrir Íslending að vera í hringiðu þessara miklu atburða í heimssögunni. Að því leyti eru dagbækur Magnúsar afskaplega merkileg heimild.“ Dagbókarbrotin fundust hvert í sínu lagi. Með útgáfu bókar- innar hafa öll dagbókarbrot sem varðveist hafa eftir Magnús verið gefin út. „Þetta er mjög merkilegt rit og leitt að það skuli vanta í það því maður ímyndar sér að maður eins og Magnús hafi haldið dagbók mjög samviskulega,“ segir Anna, sem vonar að fleiri dagbókarbrot eftir Magnús komi í leitirnar með tíð og tíma. Íslendingur í hringiðu Napóleonsstyrjalda Anna Agnarsdóttir og séra Þórir Stephensen með nýja útgáfu ferðadagbóka Magn- úsar frá 1807-1808. Þá hafa öll dagbókarbrot sem varðveist hafa eftir Magnús verið gefin út. Anna vonast þó til að fleiri komi í leitirnar með tíð og tíma. W .G. Collingwood var unnandi Íslend- ingasagnanna. Þær urðu einmitt kveikjan að Íslands- ferð hans. Sumarið 1897 ferðaðist hann, ásamt Jóni Stefánssyni mál- fræðingi, milli staða sem koma við sögu í fornsögunum og málaði með það í huga að sýna lesendum heima í Bretlandi hvernig sögu- staðirnir litu út. Tveimur árum síðar kom bók þeirra Jóns út; A Pilgrimage to the saga steads of Iceland, sem er um leið stórmerki- leg heimild um hvernig Ísland leit út í lok 19. aldar. Einar Falur segist hafa þekkt til verka Collingwood um nokk- urt skeið og hrifist mjög af rann- sóknum hans . „Ég hef gaman af svonefndri endurljósmyndun,“ segir hann, „aðferð sem gengur út á að taka gömul verk og endur- vinna sömu sjónarhorn. Ég þekkti til verka Collingwood; hafði verið að ræða nálgun hans við vin minn Helga Friðjón Þorgilsson, mynd- listarmann, sem hafði einmitt málað myndir út frá verkum hans í Dölunum. Árið 2007 vann ég stórt verk- efni sem var sýnt í Listasafni Reykjaness, þar sem ég mynd- aði æskuslóðir mínar – staði úr minni fortíð. Í leiðinni fór ég að kanna enn eldri fortíð, það er að segja slóðir Collingwood og hans vinnubrögð. Hann er mjög athygl- isverður myndlistarmaður; bæði nákvæmur en um leið upphefur hann landslagið í orðsins fyllstu merkingu – það er að segja lyftir fjöllunum upp. Ég byrjaði á Snæ- fellsnesi, fann sömu sjónarhornin og endurmyndaði.“ Í framhaldinu ákvað Einar Falur að vinna persónulegt og heilsteypt ljósmyndaverk byggt á ferðalagi Collingwoods. „Nálgunin hjá mér var að gera hann að fararstjóra en sýna um leið minn samtíma. Ég læt hann velja staðina og mynda þá annað hvort nákvæmlega hans sjónar- horn eða finn mér annað persónu- legra.“ Ljósmyndir Einars Fals mynda því um leið annan aldarspegil. „Verk Collingwoods og Jóns var hugsað sem stuðningsrit fyrir þá sem lásu Íslendingasögurnar úti og vildu vita hvernig söguslóð- irnar litu út. Fyrir vikið verð- ur verkið að spennandi samtali milli tveggja tíma, það er að segja Íslands árið 1000 og Íslands í lok 19. aldar. Mér fannst spennandi að leggja minn samtíma ofan á sem eins konar þriðja lag og sjá hvern- ig samhljóm ég myndi fá.“ Það kostaði mikla vinnu og rannsóknir að hafa uppi á þeim stöðum sem Collingwood vitjaði. „Þetta var heilmikið ferli, eins og ég held að sjáist á bókinni. En maður er merkilega fljótur að komast inn í hugsanagang þessa manns. Ég fjalla líka um það, því bókin er ekki aðeins ljósmynda- verk heldur er um Collingwood, tímafyrirbærið og endurljós- myndun.“ COLLINGWOOD Í BÍLSTJÓRASÆTINU Enski myndlistarmaðurinn, rithöfundurinn og fagurfræðingurinn W.G. Colling- wood ferðaðist um Ísland sumarið 1897 og teiknaði og málaði rúmlega 300 mynd- ir af íslensku landslagi. Fyrir þremur árum ákvað Einar Falur Ingólfsson ljós- myndari að feta í fótspor Englendingsins og mynda ferðaslóðirnar aftur. Nú hefur afraksturinn litið dagsins ljós í nýrri bók: Sögustaðir – Í fótspor Collingwood. Einar Falur Ingólfsson gerði Collingwood að fararstjóra og fór á alla staði sem Eng- lendingurinn teiknaði og myndaði aftur. Svona kom Kóngsbakki W.G. Collingwood fyrir sjónir þegar hann lagði leið sína þangað sumarið 1897. Handan vogsins er Bjarnarhafnarfjall. Sama sjónarhorn séð með linsu Einars Fals rúmri öld eftir að Collingwood málaði mynd sína. LJÓSMYND/ EINAR FALUR INGÓLFSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.