Fréttablaðið - 26.06.2010, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 26.06.2010, Blaðsíða 38
 26. júní 2010 LAUGARDAGUR2 Kaffi er koffínríkur drykkur sem gerður er úr brenndum fræjum kaffirunnans, yfirleitt borinn fram heitur eða ískaldur. Kaffi er ein algengasta versl- unarvara heims, næst á eftir hráolíu. Lang- mest er framleitt af kaffi í Brasilíu. Kaffi- runninn er upprunn- inn í Eþíópíu og var fluttur þaðan til Jemen á miðöldum þar sem hafnarborgin Mokka varð helsta útflutn- ingshöfn kaffis. Kaffi náði miklum vinsæld- um á Arabíuskaganum og var flutt á markað í Evrópu á 16. öld af Hollenska og Breska Austur-Indíafélaginu. Það náði síðan mikilli útbreiðslu í Evrópu og Norður-Ameríku á 17. öld. is.wikipedia.org KAFFI og vatn ætti aldrei að liggja mjög lengi saman þegar hellt er upp á kaffi. Eftir því sem það liggur lengur saman þeim mun meira af óæskilegum efnum kaffisins, eins og koffíni, leysist upp í vatninu. Hægt er að hella upp á kaffi á ýmsa vegu. Algengasta aðferðin við að hella upp á kaffi á íslenskum heimilum hefur löngum verið svokallaður uppáhellingur. Þá er kaffið sett í kaffifilter í trekt og sjóðandi vatni hellt í gegnum það jafnt og þétt. Margar kaffivélar hella upp á kaffi á þennan hátt en líka er hægt að gera þetta handvirkt. Pressukönnur hafa líka verið vinsælar en þær eru mjög einfald- ar í notkun. Kaffið er sett í botn könnunnar og sjóðandi vatni hellt yfir. Kaffinu og vatninu er bland- að vel saman og látið standa í tvær til þrjár mínútur áður en síunni er þrýst niður. Espresso kaffi hefur verið að sækja í sig veðrið hér á landi og fjölmörg heimili státa nú af full- komnum espressokaffivélum. Espressokaffi má einnig laga í svokallaðri mokkavél sem sett er beint á eldavélina. Mokkavélin er sett saman úr þremur hlutum, í neðsta hlutann er sett kalt vatn og kaffið fer í síuna en þegar vatnið sýður þrýstist það í gegnum hana. Þá má slökkva á hellunni og þegar vatnið hættir að krauma er kaffið tilbúið í efsta hlutanum. Kaffið er svolítið misjafnt eftir því hvaða aðferð er notuð en sem betur fer hafa ekki allir sama smekk og svo getur líka bara verið gaman að breyta til. - eö Uppáhellingur eða ítalskt espresso Fjölmörg íslensk heimili státa nú af fullkomnum espressovélum. Ófrískar konur ættu ekki að drekka mikið af kaffi. Best er að drekka ekki meira en einn til tvo bolla af kaffi á dag á meðgöngu þar sem koffín er talið auka líkur á fósturláti sé þess neytt í stórum skömmtum. Ef tveir bollar eru drukknir er ágætt að drekka þá ekki báða í einu held- ur dreifa kaffidrykkjunni yfir dag- inn. - eö Kaffidrykkja á meðgöngu Ófrískar konur ættu að stilla kaffineyslu sinni í hóf. kaffivélar Alsjálfvirkar HÁGÆÐA kaffivélar. Ný sending komin. Verð frá aðeins kr. 69.990 www.teogkaffi.is Lakkrísfrappó Sykursíróp og lakkrískurl Frappó mánaðarins Tekur aðeins 7 mínútur að hella upp á 2,2 lítra MiðvikudagaJóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is - sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is - sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is - sími 512 5447
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.