Fréttablaðið - 26.06.2010, Page 38

Fréttablaðið - 26.06.2010, Page 38
 26. júní 2010 LAUGARDAGUR2 Kaffi er koffínríkur drykkur sem gerður er úr brenndum fræjum kaffirunnans, yfirleitt borinn fram heitur eða ískaldur. Kaffi er ein algengasta versl- unarvara heims, næst á eftir hráolíu. Lang- mest er framleitt af kaffi í Brasilíu. Kaffi- runninn er upprunn- inn í Eþíópíu og var fluttur þaðan til Jemen á miðöldum þar sem hafnarborgin Mokka varð helsta útflutn- ingshöfn kaffis. Kaffi náði miklum vinsæld- um á Arabíuskaganum og var flutt á markað í Evrópu á 16. öld af Hollenska og Breska Austur-Indíafélaginu. Það náði síðan mikilli útbreiðslu í Evrópu og Norður-Ameríku á 17. öld. is.wikipedia.org KAFFI og vatn ætti aldrei að liggja mjög lengi saman þegar hellt er upp á kaffi. Eftir því sem það liggur lengur saman þeim mun meira af óæskilegum efnum kaffisins, eins og koffíni, leysist upp í vatninu. Hægt er að hella upp á kaffi á ýmsa vegu. Algengasta aðferðin við að hella upp á kaffi á íslenskum heimilum hefur löngum verið svokallaður uppáhellingur. Þá er kaffið sett í kaffifilter í trekt og sjóðandi vatni hellt í gegnum það jafnt og þétt. Margar kaffivélar hella upp á kaffi á þennan hátt en líka er hægt að gera þetta handvirkt. Pressukönnur hafa líka verið vinsælar en þær eru mjög einfald- ar í notkun. Kaffið er sett í botn könnunnar og sjóðandi vatni hellt yfir. Kaffinu og vatninu er bland- að vel saman og látið standa í tvær til þrjár mínútur áður en síunni er þrýst niður. Espresso kaffi hefur verið að sækja í sig veðrið hér á landi og fjölmörg heimili státa nú af full- komnum espressokaffivélum. Espressokaffi má einnig laga í svokallaðri mokkavél sem sett er beint á eldavélina. Mokkavélin er sett saman úr þremur hlutum, í neðsta hlutann er sett kalt vatn og kaffið fer í síuna en þegar vatnið sýður þrýstist það í gegnum hana. Þá má slökkva á hellunni og þegar vatnið hættir að krauma er kaffið tilbúið í efsta hlutanum. Kaffið er svolítið misjafnt eftir því hvaða aðferð er notuð en sem betur fer hafa ekki allir sama smekk og svo getur líka bara verið gaman að breyta til. - eö Uppáhellingur eða ítalskt espresso Fjölmörg íslensk heimili státa nú af fullkomnum espressovélum. Ófrískar konur ættu ekki að drekka mikið af kaffi. Best er að drekka ekki meira en einn til tvo bolla af kaffi á dag á meðgöngu þar sem koffín er talið auka líkur á fósturláti sé þess neytt í stórum skömmtum. Ef tveir bollar eru drukknir er ágætt að drekka þá ekki báða í einu held- ur dreifa kaffidrykkjunni yfir dag- inn. - eö Kaffidrykkja á meðgöngu Ófrískar konur ættu að stilla kaffineyslu sinni í hóf. kaffivélar Alsjálfvirkar HÁGÆÐA kaffivélar. Ný sending komin. Verð frá aðeins kr. 69.990 www.teogkaffi.is Lakkrísfrappó Sykursíróp og lakkrískurl Frappó mánaðarins Tekur aðeins 7 mínútur að hella upp á 2,2 lítra MiðvikudagaJóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is - sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is - sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is - sími 512 5447

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.