Fréttablaðið - 28.06.2010, Síða 8

Fréttablaðið - 28.06.2010, Síða 8
8 28. júní 2010 MÁNUDAGUR VERSLUN Margir eigendur veitinga- staða og kaffihúsa í kringum Aust- urvöll og víðar í miðbænum eru á móti staðsetningu ÁTVR við Aust- urstræti. Eru þeir sammála um að neysla Íslendinga á áfengi auk- ist til muna þegar veður er gott og sólin skín, en finna fyrir mik- illi samkeppni við ÁTVR og segja að það verði æ algengara að fólk kaupi sér þar bjór eða léttvín og setjist með það beint á grasið á Austurvelli. „Þetta er mjög mikil sam- keppni,“ segir Tómas Kristjáns- son, eigandi Íslenska barsins. „Þegar sólin skín vilja allir vera á Austurvelli með öl í bauk.“ Valdimar Hilmarsson, eigandi Hressingarskálans, segir að stað- setning ÁTVR dragi að sér ógæfu- fólk og vill láta færa staðsetningu búðarinnar. „Það er ekki spennandi fyrir ferðamenn sem sækja miðbæinn að sjá svona mikið af ógæfufólki í kringum sig,“ segir hann. „Fyrir utan að vera mikil samkeppni við veitingastaði á svæðinu.“ Einn eigenda Thorvaldsen bars, Valdís Arnardóttir, og Óli Már Ólason, annar eigandi Vegamóta og Austur, taka í sama streng og Valdimar og segjast finna fyrir mikilli samkeppni við ÁTVR við Austurstræti. Þau telja að stað- setningin eigi að vera færð lengra frá veitingahúsum. Þó finnst þeim Íslendingar alla jafna vera dugleg- ir við að setjast niður á veitinga- staði og fá sér drykk þegar veðr- ið er gott. Arnór Bohic, einn af eigendum Hvítu perlunnar og Café París við Austurvöll, er sammála því að áfeng- isneysla aukist þegar veður er gott. „Íslendingum finnst ekki leiðinlegt að drekka,“ segir hann. „Austurvöll- ur er miðpunktur borgarinnar og það er frábær stemning sem getur mynd- ast þar þegar allt þetta fólk kemur saman og getur skipt þúsundum.“ Arnór er ósammála því að flytja eigi ÁTVR úr Austurstræti. „Það ættu að vera fleiri búðir og lengri afgreiðslutími,“ segir hann. „Það er alveg nógu mikið að gera hjá okkur og ÁTVR er þjónusta sem er nauðsynleg á þessum stað.“ Varð- andi umgang ógæfufólks í kringum búðina segir Arnór að staðsetningin sé ekki vandamálið. „Borgaryfirvöld eru ekki að sinna þessu fólki eða eru með nein sýnileg plön um það hvern- ig á að meðhöndla það,“ segir Arnór. sunna@frettabladid.is Háskóli Íslands og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur bjóða til fyrirlestrar til að minnast þess að 30 ár eru nú liðin síðan Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands. Þriðjudaginn 29. júní, kl. 12–13 í Öskju, salur 132 Laura Liswood, formaður Council of Women World Leaders: The Power of the Mirror Fundarstjóri er Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands. Allir velkomnir. Þjóðarátak um Alþjóðlega tungumálamiðstöð - vigdis.hi.is Við völdum Vigdísi Hvaða áhrif hafði það á umheiminn? Laura Liswood Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum FÓLK Nýfallinn hæstaréttardóm- ur um gengistryggð lán verður umræðuefni borgarafundar sem fer fram í Iðnó í kvöld. Opnir borgarafundir standa fyrir fundinum og meðal ræðu- manna eru Lilja Mósesdóttir þingmaður, Guðmundur Andri Skúlason, talsmaður Samtaka lánþega, og Ragnar Baldursson hæstaréttarlögmaður. Alþingis- mönnum og ráðherrum er boðið á fundinn ásamt forstjórum banka og fjármögnunarfyrirtækja. Fundurinn er opinn öllum og hefst klukkan 20. - ls Borgarafundur í Iðnó í kvöld: Dómur Hæsta- réttar ræddur BRETLAND Fóstur geta ekki fund- ið fyrir sársauka fyrr en eftir 24. viku meðgöngu. Þetta eru niður- stöður breskrar rannsóknar sem kynnt var fyrir helgi í Bretlandi. Sérfræðingar sem stóðu að rann- sókninni segja að því sé ekki ástæða til að breyta lagaákvæði um fóstureyðingar. Niðurstöðurnar eru taldar geta haft neikvæð áhrif á baráttu and- stæðinga fósureyðinga sem hafa krafist þess að leyfi til fóstureyð- inga verði miðað við mun styttri meðgöngu. - ls Ný rannsókn á fóstrum: Telja fóstur ekki finna sársauka Veitingamenn vilja áfengis- verslun burt úr miðbænum Margir eigendur veitingahúsa í miðbænum vilja verslun ÁTVR við Austurstræti burt. Segja að staðsetning hennar dragi að sér ógæfufólk. Verslunin veiti stöðunum mikla samkeppni þegar veður er gott. SÓL OG SUMAR Margir veitingahúsaeigendur í miðbænum kvarta undan samkeppni við verslun ÁTVR sem er í Austurstræti. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Þegar sólin skín vilja allir vera á Austurvelli með öl í bauk. TÓMAS KRISTJÁNSSON EIGANDI ÍSLENSKA BARSINS 1 Hver er nýkjörinn varafor- maður Sjálfstæðisflokksins? 2 Þrjú þúsund manna þjóð- flokkur fannst í frumskógi nýverið. Hvar? 3 Glastonbury-tónlistarhátíðin fer fram þessa dagana. Hversu oft hefur hátíðin verið haldin? SVÖR Á SÍÐU 46 BRUNI Eldur kom upp í tónlistar- húsinu Hörpu á sjötta tímanum í gær. Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út og var Oddur Hallgrímsson varðstjóri fyrstur á vettvang. Eldurinn var mikill og breidd- ist hratt út, en hann náði í plast- klæðningu á austurhlið hússins. Greiðlega gekk að ráða niðurlög- um eldsins. Harpa var mannlaus þegar slökkvilið mætti á vettvang. Sam- kvæmt Gesti Pálssyni aðstoðar- varðstjóra bárust stöðinni nokk- ur hundruð símtöl um brunann. „Það var allt svart hérna í kring,“ segir hann. „Þegar plast af þessu tagi verður eldi að bráð kemur mikill og svartur reykur.“ Eldurinn kom upp utan á bygg- ingunni og segir Gestur að margt bendi til þess að um íkveikju hafi verið að ræða. „Eldsupptök voru í bráðabirgðaanddyrinu og húsið var mannlaust, þannig að það kemur fátt annað til greina,“ segir Gestur. Málið er í rannsókn. - sv Mikill eldur í plastklæðingu á tónlistarhúsinu Hörpu: Grunur um íkveikju í tónlistarhúsinu VIÐSKIPTI Hörður Arnarson, forstjóri Lands- virkjunar, segir engar viðræður hafa átt sér stað við kínversk fyrirtæki um aðkomu að byggingu Búðarhálsvirkjunar. Undirrituð hafi verið viljayfirlýsing við kínverska fyrir- tækið CWE og EXIM Bank en hún feli ekki í sér neinar skuldbindingar heldur það að fyr- irtækinu sé velkomið að bjóða í verkhluta Búðarhálsvirkjunar. Samiðn sendi frá sér harðorða ályktun í síðustu viku þar sem hugsanleg aðkoma kín- verskra verktaka að virkjuninni er gagn- rýnd. Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Samiðnar, telur að semji Landsvirkjun við kínverskt fyrirtæki um byggingu virkj- unarinnar muni það nýta eigið starfsfólk og fáir ef nokkrir Íslendingar muni fá vinnu við bygging- una. Framkvæmdin hefði því ekki þau áhrif á íslenskt efnahagslíf sem kveðið sé á um í stöðugleikasáttmál- anum. Hörður Arnarson segir verkið boðið út í samræmi við lög um útboð á Evr- ópska efnahagssvæðinu og lögum samkvæmt sé erlend- um fyrirtækjum frjálst að bjóða í verkið. „Landsvirkjun mun á engan hátt gera íslensk- um verktökum erfitt fyrir að bjóða í verkið,“ segir Hörður. - jab Forstjóri Landsvirkjunar segir viljayfirlýsingu við kínverskt fyrirtæki ekki fela í sér neinar skuldbindingar: Íslenskum verktökum verður ekki gert erfitt fyrir HÖRÐUR OG FJÁRMÁLARÁÐHERRA Norræn og þýsk fyrirtæki hafa um árin ráðið íslenskt starfsfólk hér. Það gera kínversk ekki, segir framkvæmdastjóri Samiðnar. ÞORBJÖRN GUÐMUNDSSON FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M SLÖKKVISTARF Greiðlega gekk að slökkva eldinn í Hörpu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.