Fréttablaðið - 28.06.2010, Síða 20

Fréttablaðið - 28.06.2010, Síða 20
 28. JÚNÍ 2010 MÁNUDAGUR2 ● fréttablaðið ● híbýli og viðhald Sjö arkitektar, sem hafa nýlega lokið framhaldsnámi í bygg- ingalist erlendis, opnuðu sýningu á útskriftarverkefnum sínum síðastliðinn föstudag. Sjö manna hópur arkitekta opnaði sýningu í gömlu Frónverksmiðj- unni við Skúlagötu 28 síðastliðinn föstudag. Arkitektarnir hafa allir nýlega lokið framhaldsnámi í bygg- ingarlist erlendis en eiga það jafn- framt sameiginlegt að hafa stundað grunnnám á sama tíma í arkitektúr við Listaháskóla Íslands og útskrif- uðust árið 2006. Arkitektarnir eru Arnhildur Pálmadóttir og Brynhild- ur Guðlaugsdóttir, báðar útskrifaðar frá IaaC í Barcelona. Bergur Finn- bogason og Garðar Snæbjörnsson, sem kláruðu mastersnám frá Lond- on Metropolitian University, Hlín Finnsdóttir, útskrifuð frá Kingston University í London, Jóhann Einar Jónsson sem kláraði frá TKK í Hels- inki og Sóley Lilja Brynjarsdóttir sem hefur nýlokið námi frá EKA í Tallinn. Sýningin er opin í dag og á morgun frá klukkan 17-21. - jma Heim úr framhaldsnámi Arkitektarnir eru sjö talsins sem standa að sýningunni. Talið frá vinstri: Jóhann Einar Jónsson, Sóley Lilja Brynjarsdóttir, Brynhild- ur Guðlaugsdóttir, Hlín Finnsdóttir, Bergur Finnbogason og Garðar Snæbjörnsson. Á myndina vantar Arnhildi Pálmadóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Dansmiðstöð í Croydon, einn af stóru miðbæjarkjörnum Lond- on, var verkefni Hlínar Finnsdóttur. MYND/ÚR EINKASAFNI Verkefni Sóleyjar Lilju snýst um íbúarhúsnæði og staðsetn- ingu þess innan þéttbýlis. Sóley vann með blokkarhverfi frá áttunda áratugnum í Tallinn, Eistlandi. N ú er kominn sá tími ársins að trjámaðkar herja í görðum lands- manna og margir garðeigendur spyrja sig: Þarf ég að láta „eitra“ hjá mér? Hér eru nokkur atriði sem garðeigandinn getur haft til hliðsjónar til þess að stuðla að því að sem minnst röskun verði á lífríki garðsins og jafnframt að viðkvæmur gróður sé varinn fyrir skemmdum. Mikilvægt er að átta sig á því, að þegar úðað er með skordýraeitri, þá drepast öll skordýr sem eitrið lendir á, hvort sem þau eru skaðleg eða gagn- leg. Hin gagnlegu skordýr lifa oft á skaðvöldunum sjálfum og veita okkur lið í baráttunni gegn þeim, en þau geta líka verið fæða fyrir önnur dýr. Þá er trjámaðkurinn sjálfur fæða fyrir fugla þannig að þegar við úðum erum við að draga úr fæðuframboði fyrir dýr sem við viljum hafa í kringum okkur. Lífríki garðsins er samofið og með úðun erum við að grípa óþyrmilega inn í gang náttúrunnar. Barrtré, alaskaösp, gljávíðir, gullregn og sólber eru alveg laus við trjá maðk og ætti þess vegna aldrei að úða. Allmargar tegundir sem verða fyrir skemmdum ná sér aftur á strik þótt ekkert sé úðað vegna þess að ný laufblöð vaxa fram og fela þau sem hafa skemmst. Víðitegundir, toppar, kvistar og misplar geta orðið fyrir miklum skemmdum af völdum trjá maðks. Mikilvægt er að úða einungis þessar tegundir til þess að raska sem minnst vistkerfi garðsins. Hvernig á að bregðast við þegar garðaúðarinn birtist og býður þjónustu sína? Fyrst skal kanna hvort viðkomandi sé með leyfi til garðaúðunar og geti framvísað leyfisskírteini frá Umhverfisstofnun. Þá skal ávallt meta þörf fyrir úðun áður en hafist er handa og garðeigandinn ætti sjálfur að taka þátt í því mati með því að fara út í garðinn og upplifa ástandið í eigin persónu. Ef skoðun leiðir í ljós skemmdir á gróðri en lítið sem ekkert sést af trjá maðki, þá er orðið of seint að úða og í raun og veru bara skaðlegt vegna þess að þá er verið að drepa saklaus nytjadýr, auk þess sem blaðverk plantn- anna skaðast alltaf eitthvað við úðun. Ef hvorki sjást skemmdir né maðkur er heldur ekki gagn að úðun, þá hefur maðkurinn ekki klakist út, þannig að virka efnið nær ekki til hans. Rétti tíminn til þess að bregðast við er mjög stuttur og mikilvægt að fylgjast vel með og grípa til aðgerða á hárréttum tíma. Látum náttúruna njóta vafans og notum skordýraeitur bara þegar nauð- syn ber til! GARÐYRKJA & UMHVERFIÐ BJÖRN GUNNLAUGSSON Garðar Snæbjörnsson tók fyrir hvernig útfæra megi nýjar byggingar í smábænum Brue í Englandi og færa hann nær upphafi sínu og gefa honum skýr útmörk. ● NÁTTÚRUNA INN Í SVEFNHERBERGIÐ Sæng- urföt skreytt trjám, íkornum, úlfum og öðru úr skandinavískri náttúru eru tilvalin á rúmið í sumar. Þessi sængurföt koma frá fyrirtækinu By Nord en aðalhönnuðurinn á bak við merkið er Hanne Berz- ant. Hanne á langan feril að baki sem kennari í grafískri hönnun auk þess sem hún starfaði um árabil sem listrænn stjórnandi lífs- stílstímarits. Hún hefur einfaldleikann, sem gjarnan einkenn- ir skandinavíska hönnun, til hlið- sjónar og fær inn- blástur úr náttúrunni og norðurljósunum. Vörulína By Nord inniheldur einnig púða, kertastjaka og fleira fyrir heimilið en nánar má forvitnast um vörur By Nord á vefsíðunni www.bynord.dk. Með úðun er gripið óþyrmilega inn í gang náttúrunnar að mati Björns. Garðaúðun og lífríkið í garðinum

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.