Fréttablaðið - 28.06.2010, Side 34
18 28. júní 2010 MÁNUDAGUR
timamot@frettabladid.is
KATHY BATES ER 62 ÁRA Í DAG.
„Ég reyni alltaf að verða ást-
fangin af þeim persónum sem ég
leik. Um leið reyni ég að gæða
þær trúverðugleika, þannig að
þær gætu verið raunverulegur
partur af veröldinni.“
Kathleen Doyle Bates er bandarísk
leikkona og leikstjóri.
Á þessum degi árið 1985 voru tvær
byltingarkenndar nýjungar kynntar í
póstþjónustu hérlendis, Notk-
un faxtækis annars vegar og
svokallaður forgangspóstur hins
vegar. Póstur og sími héldu
blaðamannafund þennan dag
og kynntu formlega „póstfax-
tækin“, eins og þau kölluðust
upphaflega, sem þá höfðu verið í takmarkaðri
notkun hérlendis í eitt ár. Tækin gerðu fólki kleift
að senda eina blaðsíðu af myndum, texta, eða
öðru prentuðu efni, fyrir 218-630 krónur, eftir
því hvers konar efni var sent, og þá hvert. Ekki
þótti síst byltingarkennt að einungis tók efnið
nokkrar mínútur að berast á milli landa. Faxtækin
kostuðu þá um 300.000 krónur og samkvæmt
talsmönnum Pósts og síma átti það
verðlag að gera einstaklingum
og stofnunum kleift að eignast
eigið faxtæki.
Forgangspóstþjónustan var
hefðbundin póstþjónustuna,
nema að pósti undir slíkri þjón-
ustu átti að kappkosta við að koma
á áfangastað á eins skömmum tíma
og hugsanlegt var. Í byrjun var þjón-
ustan einungis veitt í nýju pósthúsi við Ármúla,
póstburðargjaldið fyrir forgangspóst var þá 2.500
krónur. Sendingarnar voru sóttar til sendenda
og bornar til viðtakenda og í fyrstu var einungis
hægt að senda hann til viðtakenda í Finnlandi,
Frakklandi, Hollandi, Lúxemborg, Stóra-Bretlandi,
Sviss, Svíþjóð og Þýska sambandslýðveldinu.
ÞETTA GERÐIST: 28. JÚNÍ 1985
Faxtæki og forgangspóstur
SagaMedica fagnar 10 ára afmæli en
fyrirtækið var stofnað 27. júní árið
2000. Fyrirtækið stendur á fleiri tíma-
mótum því fyrsta klíníska rannsókn-
in á virkni heilsubótarvöru frá Saga-
Medica er nýhafin og er hún fyrsta
íslenska náttúruvaran sem fer í gegn-
um rannsókn af því tagi. Doktor Sig-
mundur Guðbjarnason, fyrrum rekt-
or Háskóla Íslands, hefur rannsakað
íslenskar lækningajurtir í áratugi og
SagaMedica var stofnað í kjölfarið á
því rannsóknarstarfi.
„Ég hóf þessar rannsóknir í byrjun
af hreinni forvitni. Fyrsta skrefið var
að athuga þekkingararf liðinna kyn-
slóða, hvaða jurtir voru notaðar hér-
lendis og við hverju og síðan fórum
við í að mæla lífvirkni í íslenskum
lækningajurtum. Úr þessum 40 jurt-
um völdum við fimm til frekari rann-
sókna, meðal annars ætihvönn, því hún
hafði breiðari og meiri virkni en aðrar
jurtir og hráefnissöfnun var auðveld,“
segir Sigmundur.
Rannsóknirnar voru í fyrstu unnar á
Raunvísindastofnun Háskólans en fyr-
irtækið var fóstrað þar í fyrstu sem og
á læknadeild Háskóla Íslands þar sem
aðstaða var veitt og styrkir til grunn-
rannsókna komu frá Rannsóknarráði,
Tæknisjóði og fleirum. Verkefnið var
unnið af stúdentum og sérfræðingum
Háskóla Íslands við þröngan fjárhag en
ríkri hugsjón. Mikið vatn hefur runnið
til sjávar síðan þá og í dag eru nokkrar
náttúruvörur á markaði sem hafa verið
þróaðar hjá SagaMedica.
Í dag eru í framleiðslu Angeli-
ca jurtaveig, Voxis hálsbrjóstsykur,
Artic Angelica fyrir erlendan mark-
að, SagaPro, Angelica töflur og Saga-
Memo. „Áhrifin af vörunum voru meiri
og fjölbreyttari en gert var ráð fyrir.
Sem dæmi hefur ætihvönn reynst vel
við síþreytu, kvíða, magakvillum, kvefi
og flensu, ristruflunum, gleymsku og
minnistapi. Við vildum því athuga
hvort einhverjar rannsóknir gætu stutt
þessa reynslu notenda. Í ljós kom að
unnt er að styðja þessar fullyrðingar
með vísan í rannsóknir sem hafa verið
gerðar í fjölmörgum rannsóknastofn-
unum og hafa verið birtar í ritrýndum
vísindaritum. Jafnframt kom í ljós að
mörg lífvirku efnin sýna samvirkni,
hafa meiri virkni saman í blöndu en
hvert fyrir sig.“
Fyrsta klíníska rannsóknin á virkni
íslenskrar heilsubótarvöru er hafin en
þessi vara er SagaPro. SagaPro er eink-
um notuð við tíðum þvaglátum karla á
nóttu og konum með ofvirka blöðru.
Klíníska rannsóknin er mikilvæg fyrir
markaðssókn erlendis þar sem menn
vilja haldbær rök fyrir gagnsemi og
virkni náttúruvörunnar.
„Rík áhersla hefur alltaf verið lögð
á öryggi vörunnar, meðal annars með
dýratilraunum til að kanna hugsanleg
skaðleg áhrif og í rannsóknum á virkni
var samráð haft við lækna.“
Næstu skref að sögn Sigmundar eru
meðal annars rannsóknir á fleiri jurt-
um og stórsókn erlendis. „Í haust er
stefnan sett á markað í Kanada og Flór-
ída, þar sem mikið af eldra fólki er, en
vörurnar hafa reynst þeim aldurshópi
afar vel. Markmiðið er og hefur verið
að stuðla að bættri líðan landsmanna
og að styrkja heilsu þeirra.
juliam@frettabladid.is
SAGAMEDICA 10 ÁRA: FYRSTA KLÍNÍSKA RANNSÓKNIN Á HEILSUBÓTARVÖRU
STÓRSÓKN ERLENDIS Í HAUST
STÓRT SKREF FYRIR ÍSLENSKAN NÁTTÚRUVÖRUIÐNAÐ SagaPro er fyrsta íslenska náttúruvaran
sem fer í gegnum klíníska rannsókn en SagaMedica hyggst markaðssetja vöruna vestanhafs í haust.
Sigmundur Guðbjarnason hefur rannsakað mátt íslenskra lækningajurta í áratugi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
MERKISATBURÐIR
1867 Grímur Thomsen kaupir
Bessastaði og sest þar að.
1908 Stjórnmálafundur er hald-
inn við Lagarfljótsbrú út
af sambandslaga-„upp-
kastinu“.
1912 Fyrsti leikurinn í fyrsta Ís-
landsmótinu í knatt-
spyrnu fer fram á Mela-
vellinum. KR gerir jafntefli
við Fram.
1947 Landbúnaðarsýning er
haldin í Reykjavík. Helm-
ingur landsmanna þá,
60.000 manns, sér hana.
1959 María Andrésdóttir í
Stykkishólmi neytir kosn-
ingaréttar síns, þá 100
ára. Hún nær 106 ára
aldri.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi,
langafi og vinur,
Halldór Hjálmarsson,
húsgagna- og innanhússarkitekt,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn
29. júní kl. 13.00.
Skafti Þ. Halldórsson Sigríður Hagalínsdóttir
Örn Þór Halldórsson
Anna Margrét Halldórsdóttir Ragnar Birgisson
Erla Rúriksdóttir
barnabörn og barnabarnabarn.
MOSAIK
Hérlendis verpa tvær teg-
undir skarfa, toppskarfur og
dílaskarfur. Skarfar eru skyldir
súlum og pelíkönum, tilheyra
svokölluðum árfætluættbálki.
Skarfar eru dökkir, grannir og
langir sjófuglar, sem eru mjög
sérhæfðir í köfun og eru í
laginu eins og brúsar (lómur og
himbrimi) og fiskiendur.
Toppskarfur er nokkru minni
og grennri en dílaskarfur. Í
varpbúningi er toppskarfur
alsvartur með grænleitri slikju.
Hann virðist hreistraður að
ofan vegna dökkra fjaðrajaðra.
Uppsveigður fjaðratoppur á
höfði er einkenni fullorðinna
fugla frá því í janúar fram á
vor. Ungfugl er dökkbrúnn,
með ljósan framháls, en ekki
ljósleitur á bringu og kviði eins
og ungir dílaskarfar. Eftir köfun
þarf toppskarfur að þurrka
vængina og situr þá oft og
blakar þeim, „messar“. Hann er
fremur klaufalegur þegar hann
hefur sig á loft. Toppskarfurinn
heldur sig við strendur og sést
nær aldrei inn til landsins eins
og dílaskarfur, sem sést oft á
vötnum og ám fjarri sjó. Verpur
í byggðum, er algengastur á
lágum eyjum eða hólmum í
Breiðafirði og Faxaflóa. Er einn-
ig í lágum klettum, stundum í
fuglabjörgum eða í stórgrýtis-
urðum. Hreiðrið er hraukur úr
þangi, fóðrað með fjöðrum og
grasi. Toppskarfi hefur fækkað
á síðustu árum, en hann er
allnokkuð veiddur.
FUGL VIKUNNAR: TOPPSKARFUR
Skemmtilegur sjófugl
TOPPSKARFUR Fullorðinn toppskarfur. MYND/JÓHANN ÓLI
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/P
JE
TU
R
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Ingveldur Óskarsdóttir
Thorsteinson,
lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ aðfaranótt sunnu-
dagsins 20. júní. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju
miðvikudaginn 30. júní kl. 13.00. Þeim sem vildu
minnast hennar er bent á hjúkrunarheimilið Skógarbæ.
Margrét Fafin Thorsteinson Páll Svavarsson
Steinunn Thorsteinson
Jóhanna Thorsteinson Bergur Bergsson
Anna Björg Thorsteinson Sigursteinn Sævar Einarsson
Birgitta Thorsteinson Magnús G. Benediktsson
Steingrímur Árni Thorsteinson Ásta Kristín Svavarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Kristján Hilmar Jónsson
Bylgjubyggð 39b, Ólafsfirði,
lést á Sjúkrahúsi Akureyrar sunnudaginn 20. júní.
Útförin fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju þriðjudaginn
29. júní kl. 14.
Ásta Helgadóttir
Freygerður Dana Kristjánsdóttir Ingibergur Þorkelsson
Hilmar Kristjánsson Birna Óskarsdóttir
Jóna Kristín Kristjánsdóttir Eiríkur Pálmason
Sigurbjörg Kristjánsdóttir Árni Jón Straumberg
Guðmundarson
barnabörn og barnabarnabörn.
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og
útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar sendist á auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 512 5000.