Fréttablaðið - 28.06.2010, Page 46

Fréttablaðið - 28.06.2010, Page 46
30 28. júní 2010 MÁNUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 SUMARFRÍIÐ „Það er nú lítið sumarfrí hjá mér en ég reyni að taka dag og dag og kúpla mig út úr fótbolta. Svo erum við að skipuleggja haustfrí í október eftir að tíma- bilinu er lokið.“ Gunnlaugur Jónsson, þjálfari meistara- flokks Vals í fótbolta. „Við reiknum með að fara í ágúst og vera í tvær til þrjár vikur,“ segir Pálmi Ragn- ar Ásgeirsson, meðlimur StopWaitGo. Pálmi Ragnar, Ásgeir Orri, bróð- ir hans, og Sæþór Kristjánsson, félagi þeirra, skipa lagahöfunda- og upptöku- teymið StopWaitGo. Þeir eru á leiðinni til Los Angeles að hitta stúlkurnar í The Charlies, áður Nylon, og reyna að koma sér á framfæri í stjörnuborginni. „Þetta hefur verið nokkurn veg- inn samstarfsverkefni á milli okkar og stelpn anna í The Charlies frá upphafi,“ segir Pálmi. „Við erum búnir að vera að semja og taka upp lög fyrir þær og í staðinn eru þær að koma okkur, lögunum okkar og samstarfinu á framfæri úti.“ Strákarnir í StopWaitGo sömdu og tóku upp lagið Geðveikt fínn gaur með grínistanum Steinda Jr. og Ásgeir úr teyminu syngur og leikur í mynd- bandinu. Lagið hefur vakið mikla athygli, en Pálmi segir strákana einn- ig hafa fengið mikið lof að utan fyrir lögin þeirra sem Charlies-stúlkurnar tóku með sér til Los Angeles. Þegar út er komið vonast strákarnir til að ná athygli þeirra sem sjá um að dreifa lögum til listamanna. „Stelpurnar ætla að vera búnar að bóka fundi með einhverjum af þeim mögnuðu tengiliðum sem þær eru búnar að kynnast síðan þær komu út,“ segir Pálmi. „Þær eru búnar að hitta fólk sem er með því frægasta í Bandaríkjunum.“ - ls Á leiðinni til LA á fund The Charlies REYNA VIÐ HOLLYWOOD StopWaitGo ætla nú að koma lögum sínum á framfæri með aðstoð The Charlies. Fyrstu helgina í júlí fer af stað útimarkaður í portinu bak við danska sendiráðið á Hverfis- götunni. Markaðurinn ber nafn- ið Reykjavik Creative Mark- et og mun bjóða upp á alls kyns íslenska hönnun. Markaðurinn mun vera í gangi allar helgar í júlí og ágúst, laugardaga og sunnudaga. „Markmiðið er að að gefa íslenskum hönnuðum stað til að selja sínar vörur og kynna sitt starf. Draga saman það sem er nýtt, ferskt og áhugavert í íslenskri hönnun og vöruhönnun. Svo skapast oft svo góð stemning á útimörkuðum,“ segir Guðbjörg Jakobsdóttir fatahönnuður, ein af þeim sem stendur að þessu verkefni, en hún tók einnig þátt í að stofna PopUp-markaðina vin- sælu. „Það er svo mikið af hönnuð- um sem eru með góðar vörur og hugmyndir sem leggja ekki í þá fjárfestingu að stofna fyrir- tæki. Þeir fá nú tækifæri til að komast að því hvernig vörunni er tekið af kaupandanum,“ segir Guðbjörg en á markaðnum verða bæði hönnuðir að stíga sín fyrsta skref í bland við sprotafyrirtæki að stækka sinn kúnnahóp. Guðbjörg segist vera viss um að útimarkaðir geti gengið á Íslandi þrátt fyrir óstöðugt veð- urfar. „Við erum búin að vera með svo gott veður hér og ef það kemur rigning þá erum við bara viðbúin því,“ segir Guð- björg og bætir við að portið þar sem markaðurinn verður haldinn sé svo skjólsæll að þau losni að minnsta kosti við íslenska rokið. - áp Íslensk hönnun á útimarkaði í sumar SUMARSTEMNING Í þessu porti ætlar Guðbjörg Jakobsdóttir fatahönnuður að vera með útimarkað hverja helgi í júlí og ágúst undir nafninu Reykjavik Creative Market. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR „Ég las Gauragang þegar ég var yngri og hún eldist vel,“ segir Hildur Berglind Arndal. Hin 21 árs gamla Hildur Berg- lind og hinn tvítugi Alexander Briem fara með hlutverk Lindu og Orms í væntanlegri kvikmynd Gunnars Björns Guðmundssonar byggða á Gauragangi eftir Ólaf Hauk Símonarson. Hildur er Hafnfirðingur og hóf nýlega nám í leiklistardeild Lista- háskóla Íslands. Hún segist ekki vera lík Lindu, sem eins og flest- ir vita var ekki gerð til að búa í blokk, heldur færi betur í höll með þjón. „Ég er svolítið grófari,“ segir Linda og hlær. Leiklistaráhugi Lindu kvikn- aði í Fjölbrautaskólanum í Garða- bæ, en þar tók hún meðal annars þátt í uppfærslu nemendafélags- ins á Chicago. Hún er ekki úr leik- arafjölskyldu þannig að áhuginn virðist að mestu sjálfsprottinn. „Verkefnið leggst vel í mig. Þetta er mjög spennandi,“ segir hún og bætir við að hún hlakki til að vinna með fólkinu á bakvið mynd- ina – sérstaklega Gunnari leik- stjóra. Hann leikstýrði Astróp- íu, sem naut gríðarlega vinsælda og leikstýrði einnig vel heppnuðu áramótaskaupi síðasta árs. Alexander Briem segir upp- reisnarsegginn Orm Óðinsson líkjast sér að einhverju leyti. „Ég sá mig svolítið fyrir mér í Ormi þegar ég las bókina á sínum tíma,“ segir hann. „Þannig að það er svo- lítið skondið að vera að fara að leika hann núna, tíu árum síðar.“ Ungur að árum tók Alexander þátt í tveimur sýningum í Þjóð- leikhúsinu. Hann útskrifaðist af leiklistarbraut kvikmyndaskóla Íslands vor og söng í hljómsveit- inni Soundspell sem gaf út plöt- una An Ode to the Umbrella fyrir þremur árum. Hann þvertek- ur fyrir að vera stressaður fyrir hlutverkið og segist hlakka mikið til. „Ég tók meðvitaða ákvörðun um að fara ekki á leikritið,“ segir Alexander, en Borgarleikhúsið sýnir verkið um þessar mundir. „Ég er algjörlega að vinna þetta útfrá mínum eigin forsendum og hugmyndum um hann.“ atlifannar@frettabladid.is ALEXANDER BRIEM OG HILDUR ARNDAL: LEIKA ORM OG LINDU Þreyta frumraun sína á hvíta tjaldinu í Gauragangi UNG OG EFNILEG Alexander og Hildur túlka stormasamt samband uppreisnarseggsins Orms og snobbpíunnar Lindu í kvikmynd- inni Gauragangur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM LÁRÉTT 2. sigti, 6. fíngerð líkamshár, 8. kvikmyndahús, 9. gerast, 11. verslun, 12. haldast, 14. súla, 16. innan, 17. sægur, 18. fálm, 20. ekki heldur, 21. íþróttafélag. LÓÐRÉTT 1. fyrst fædd, 3. í röð, 4. land, 5. leik- föng, 7. galli, 10. hnoðað, 13. hjör, 15. felldi tár, 16. upphrópun, 19. skóli. LAUSN LÁRÉTT: 2. sáld, 6. ló, 8. bíó, 9. ske, 11. bt, 12. tolla, 14. stöng, 16. út, 17. mor, 18. fum, 20. né, 21. fram. LÓÐRÉTT: 1. elst, 3. áb, 4. líbanon, 5. dót, 7 ókostur, 10. elt, 13. löm, 15. grét, 16. úff, 19. ma. Auglýsingasími Allt sem þú þarft… VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1 Ólöf Nordal. 2 Þjóðflokkurinn býr í Papua í Indónesíu. 3 Hátíðin er nú haldin í 40. sinn. Lítið hefur spurst til hljómsveitarinnar Sigur Rósar undanfarna mán- uði, eða frá því að Jónsi söngvari gaf út plötu og hélt í tónleikaferð um heiminn. Strákarnir voru reyndar heiðr- aðir af tónlist- artímaritinu Mojo á dögunum, en aðdáendur bíða vafalaust eftir nýrri tónlist. Það vakti gleði gesta á Boston á föstudagskvöld að sjá þá Kjartan og Orra úr Sigur Rós saman í góðu glensi. Georg og Jónsi voru reyndar hvergi sjáanlegir, þannig að ein- hverjir gestir urðu súrir yfir því að þeir væru líklega ekki að fagna vel heppnaðri hljómsveitaræfingu. Eins og greint var frá í þessum dálki í síðustu viku vaknaði frétta- konan Lára Ómars- dóttir úr bloggdvala í kjölfar gagnrýni Jafnréttisstofu á vali á sparkspekingum í sjónvarpi. Lára hamraði inn hverja færsluna á fætur annarri um keppnina og stimplaði sig rækilega inn. Logi Bergmann og Ragna Lóa í þættin- um 4-4-2 létu ekki segja sér það tvisvar og Lára var mætt í þáttinn á föstudagskvöld þar sem hún lét gamminn geisa. Félagarnir Auðunn Blöndal, Sveppi, Villi Naglbítur og Egill Gillz eru nú staddir í Bandaríkjunum við tökur á sjónvarpsþætti sem verður sýndur í haust. Auðunn og Egill eru í liði á móti Sveppa og Villa og þeir keppast nú við að komast þvert yfir Bandaríkin ásamt því að leysa þrautir. Fáir hugsa jafn mikið um útlitið og Egill, sem var með strangt æfingar- prógram fyrir brottför og eins og það væri ekki nóg; Egill ku líta svo á að brúnkukremin séu mikilvægari en sjálft vegabréfið. - afb FRÉTTIR AF FÓLKI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.