Fréttablaðið - 24.07.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 24.07.2010, Blaðsíða 2
2 24. júlí 2010 LAUGARDAGUR „Magni, hefur ykkur Borgfirð- ingum tekist að bræða hjörtu landsmanna?“ „Ef okkur hefur ekki tekist það enn þá gerist það í bráð!“ Guðmundur Magni Ásgeirsson tónlistar- maður, er einn skipuleggjenda tónlistar- hátíðarinnar Bræðslunnar sem fram fer um helgina á Borgarfirði eystri. Uppselt er í forsölu og búist er við miklum mann- fjölda í bænum. DÓMSMÁL Fimm menn voru í gær dæmdir í samtals sautján ára fangelsi fyrir að standa saman að innflutningi á hálfu öðru kílói af mjög sterku kókaíni til landsins frá Alicante á Spáni. Þyngsta dóma, fjögur og hálft ár, hlutu Guðlaugur Agnar Guð- mundsson, sem skipulagði smygl- ið og fjármagnaði það, og Davíð Garðarsson, sem gegndi veiga- miklu hlutverki í að útvega burð- ardýr til verksins. Annar skipu- leggjandi, Orri Freyr Gíslason, fékk þriggja og hálfs árs dóm, milliliðurinn Pétur Jökull Jón- asson þrjú ár og burðardýrið Jóhannes Mýrdal tvö ár. Lögregla fékk veður af því síð- sumars 2009 að Guðlaugur Agnar og Orri Freyr hygðust smygla fíkniefnum til landsins. Símar þeirra voru í kjölfarið hleraðir og eftirfararbúnaði komið fyrir á þeim og öðrum sem síðar kom í ljós að tengdust málinu. Þáttur hinna varð fljótt ljós og viðurkenndu Pétur Jökull og Orri Freyr við skýrslutökur hjá lögreglu að Davíð hefði átt hlut að máli. Fyrir dómi, eftir að hafa átt samskipti við meðákærðu, þeirra á meðal Davíð, tók framburður þeirra hins vegar stakkaskiptum og könnuðust þeir þá skyndilega ekki við að Davíð hefði nokkuð komið nærri málinu. Gerði sak- sóknari því skóna að þeir væru að halda hlífiskildi yfir Davíð. Davíð hefur lengstan sakaferil mannanna fimm, og nær hann allt aftur til ársins 1985. Hann hefur hlotið fjórtán refsidóma, meðal annars fyrir nauðgun og fíkniefna- misferli. Davíð var á flótta undan réttvísinni erlendis í hálft annað ár eftir að naugðunardómurinn féll. Hann var á skilorði þegar kókaín- málið kom upp í apríl og eru eft- irstöðvar fyrri dómsins dæmdar með nú. Guðlaugur Agnar á að baki fimm dóma frá 2003. Hinir eiga styttri sakaferil. Guðlaugur Agnar og Orri Freyr eru jafnframt sakfelldir fyrir pen- ingaþvætti, enda þykir sannað að þeir hafi hagnast um milljónir á fíkniefnasölu. Átta og hálf millj- ón króna og skartgripir að verð- mæti tveggja milljóna eru gerð upptæk. Einn af meintum höfuðpaurum í málinu er hins vegar enn ófundinn. Sá heitir Sverrir Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi tönn, og er talinn fara huldu höfði á Spáni. Hann var einn af aðalmönnunum í stóra fíkniefnamálinu sem upp kom um aldamót, er grunaður um að tengjast mörgum stórum fíkni- efnamálum sem upp hafa komið hérlendis síðustu ár og var bendl- aður við þetta mál af sakborning- um. Hann er nú eftirlýstur ytra. Komi hann í leitirnar er ekki úti- lokað að hann verði ákærður fyrir sinn þátt. stigur@frettabladid.is Fimm dæmdir fyrir dópsmygl frá Spáni Fimm menn fengu samtals sautján og hálfs árs fangelsisdóm fyrir að smygla einu og hálfu kílói af kókaíni til landsins frá Alicante. Símar voru hleraðir í meira en hálft ár. Einn meintra höfuðpaura málsins fer enn huldu höfði á Spáni. DAVÍÐ GARÐARSSON Tveir sakborningar gjörbreyttu framburði sínum við meðferð málsins, að því er virðist til að halda hlífiskildi yfir þessum manni, Davíð Garðarssyni. Hann hlaut fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÆREYJAR Sjómenn í Þórshöfn í Færeyjum ráku í gærmorgun á land grindhvalavöðu sem í voru um 110 skepnur. Nær allir sjómenn í bænum fóru til móts við vöðuna árla morguns eftir að fréttin barst um hana frá skipstjóra úti fyrir landinu. Hún var rekin upp í Sandfjöru þar sem allir hvalirnir voru skornir á litlum sjö mínútum. Ernst Kass, reyndur skipstjóri, segir drápið hafa verið til fyrirmyndar og gengið hratt fyrir sig. Hvalnum er skipt á milli þeirra sem sigla út og fjölda fullorðinna og barna sem koma í fjöruna. Sá sem sér eða tilkynnir um vöð- una fær stærsta hvalinn eða þrjá minni og sjúkrahúsið og elliheim- ilið fá hvort sinn hvalinn. Öðrum er skipt á milli þeirra sem skrá sig hjá yfirumsjónarmanni. Hverjum hval er skipt í einingar sem kallað- ar eru skinn og eru um átta skinn í meðalstórum hval. Á einu skinni er bæði spik og kjöt sem verka þarf strax. Ernst segir grindhval vera herra- mannsmat. Kjötið sé borðað ferskt og þurrkað og spikið ferskt með signum fiski eða harðfiski. - sh Stór grindhvalavaða rekin á land í Þórshöfn í gær: Hundrað hvalir skornir LÍF OG FJÖR Fólk á öllum aldri þusti niður í fjöru og sumir klæddu sig úr skóm og sokkum til að leyfa rauðlituðum sjónum að leika við fæturna. MYND/PÁLL JÖKULL LÖGREGLUMÁL Umferðarlagabrot- um í umdæmi lögreglunnar á Akureyri hefur fækkað um meira en helming milli ára. Í júní 2009 voru framin 332 umferðarlaga- brot en 161 í júní í ár. Engin ein skýring er á fækkun- inni að mati lögreglunnar á Akur- eyri, en svo virðist sem ökulag sé að breytast. Ölvunarakstur og akstur undir áhrifum fíkniefna minnkar ekki en hraðakstur og akstur án bílbelta hefur minnkað mikið. Hegningarlagabrotum fækkar einnig milli ára, voru 91 í fyrra en 65 í ár. Þá fækkaði fíkniefna- brotum úr fimmtán í átta. - þeb Fólk ekur hægar á Akureyri: Brotum fækkar um helming FÓLK Hljómsveitin Þeyr kemur fram á 100 ára afmæli íslensku hljómplötunnar í Norræna húsinu 23. ágúst næstkomandi. Hljóm- sveitin hætti árið 1983 eftir stutt- an en farsælan feril sem hófst, að sögn Guð- laugs Krist- ins Óttarsson- ar, fyrir alvöru þegar hin eig- in lega Þ eyr varð til í janúar 1981. „Þetta verð- ur táknrænn gjörningur,“ segir gítarleikarinn Guðlaugur Kristinn. Þeir Hilmar Örn Agn- arsson bassaleikari og söngvar- inn Magnús Guðmundsson verða fulltrúar hljómsveitarinnar ásamt allsherjargoðanum Hilmari Erni Hilmarssyni. - afb / sjá síðu 42 27 ára svefn á enda: Þeyr vaknar í gjörningi GUÐLAUGUR K. ÓTTARSSON ORKUMÁL Greining íslenska ráð- gjafarfyrirtækisins Gekon og doktor Michaels Porter á íslenska jarðvarmaklasanum verður undir- staða heildarúttektar endurskoð- unarfyrirtækisins KPMG á jarð- varmageiranum á heimsvísu, arðsemi hans og tækifærum. Gekon og KPMG undirrituðu í gær samkomulag þessa efnis. Niðurstöðurnar verða kynntar á alþjóðlegri ráðstefnu sem hald- in verður í Háskólabíói 1. nóv- ember næstkomandi, að því er fram kemur í tilkynningu. Þar mun Michael Porter meðal ann- ars leggja fram tillögur um með hvaða hætti best sé að haga upp- byggingu íslenska jarðvarmaklas- ans og ekki síst tækifærum hans í alþjóðlegu samhengi. - sh Ísland verður fyrirmynd: Gera alheims- úttekt á jarð- varmageiranum UNDIRRITUN Í gær var skrifað undir samning um samstarf Gekon og KPMG. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR NÁTTÚRA Aðstæður fyrir göngu á Hvannadalshnúk eru góðar þessa dagana þrátt fyrir að komið sé fram yfir miðjan júlí og veturinn hafi verið snjóléttur. Helsti göngutíminn er í maí og fram yfir miðjan júní en aðstæð- ur til göngu í sumar hafa verið óvenju góðar. Fyrirtækið Íslenskir fjallaleið- sögumenn býður upp á göngur á Hvannadalshnúk þrisvar sinnum í viku, þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga, og verður þeim ferðum haldið áfram meðan aðstæður leyfa. - mþl Viðrar vel til fjallgöngu: Enn hægt að klífa Hnjúkinn VIÐSKIPTI Lyfjaþjónustan ehf. hefur keypt dreifingarfyrirtæk- ið Parlogis á 250 milljónir króna. Fyrirtækið var að 80 prósentum í eigu eignarhaldsfélags Lands- bankans, Vestia, og að fimmtungi í eigu Atorku Group. Fram kemur í tilkynningu að fyrirtækið sé það fyrsta sem selt er úr eignasafni Vestia, en salan er með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Alls fengu tólf kynningargögn um Parlogis, en fjórir lögðu svo fram óskuldbindandi tilboð. Þeir fengu svo aðgang að gögnum til áreiðanleikakönnunar, áður en lagt var fram bindandi tilboð. Rekstur Parlogis er sagður í ágætu horfi, en fyrirtækið varð fyrir miklum skakkaföllum í tengslum við efnahagshrunið og gengisfall krónunnar. - óká Vestia selur fyrsta fyrirtækið: Söluverðið 250 milljónir króna SVEITARSTJÓRNARMÁL Rangar ákvarðanir bæjarstjórnar Álfta- ness á árunum 2006 til 2009 eru meginorsök greiðsluþrots Álfta- ness, að mati Ríkisendurskoðunar. Ríkisendurskoðun segir í nýrri skýrslu að bæjarstjórnin hafi ekki brugðist við viðvörunum og að útþensla bæjarins hafi byggt á óraunhæfum væntingum. Skuld- ir sveitarfélagsins sjöfölduðust á tímabilinu 2006 til 2009 og námu samtals um 7,3 milljörðum króna í árslok 2009. Sérstaklega eru nefndar ákvarðanir um að semja við einkaaðila um að byggja sund- laug, íþróttahús og aðrar þjón- ustubyggingar og leigja síðan þessi mannvirki af þeim. Samn- ingarnir eru ýmist til 30 eða 50 ára og óuppsegjanlegir. - sh Skýrsla Ríkisendurskoðunar: Bæjarstjórn kennt um þrot STJÓRNMÁL Þingflokkur Vinstri grænna hefur komið þeirri skýlausu kröfu á framfæri við samstarfs- flokkinn í ríkisstjórn að fundin verði leið til að rifta kaupum kanadíska orkufyrirtækisins Magma Energy á HS Orku. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins varð þetta einróma niðurstaða þingflokks- fundar sem haldinn var um Magma-málið í gær- kvöldi. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins telja þingmenn Vinstri grænna Samfylkinguna að ein- hverju leyti hafa farið á bak við sig í málinu, og í ljósi þess að tilvist Vinstri grænna grundvallist að hluta til á stefnunni í orkumálum sé afar brýnt að málið leysist. Samfylkingin hafi gert mistök í stjórnarsamstarfinu með því að stilla sér upp með öðrum flokkum í þessu tiltekna máli, gegn sam- starfsflokknum. Hefur þeim skilaboðum verið komið til Samfylk- ingarinnar að hún þurfi að íhuga sína stöðu gagn- vart Vinstri grænum með þetta í huga, án þess þó að rætt sé um stjórnarslit í því samhengi. Vinstri græn munu jafnframt gera þá kröfu að eignarhald á orkuauðlindum verði endurskoðað frá grunni ásamt lögum um erlenda fjárfestingu. Skúli Helgason, formaður iðnaðarnefndar og vara- formaður þingflokks Samfylkingarinnar, hafði ekki heyrt af niðurstöðu þingflokksfundar VG í gær, en sagði að Samfylkingin ynni nú að farsælli lausn málsins í samstarfi við VG og áréttaði mikilvægi þess að efna til rannsóknar á sölu Hitaveitu Suður- nesja og kaupum Magma. - sh Þingflokkur Vinstri grænna sendir Samfylkingunni afdráttarlaus skilaboð: Krefjast riftunar á kaupum Magma ÞINGFLOKKSFUNDUR Vinstri græn telja að Samfylkingin hafi að sumu leyti komið í bakið á þeim í málinu. FRÉTTABLAÐIÐ / STEFÁN SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.