Fréttablaðið - 24.07.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 24.07.2010, Blaðsíða 24
 24. JÚLÍ 2010 LAUGARDAGUR2 ● fréttablaðið ● hvert á að fara? Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum verður haldin í 130. skipti um næstu helgi. Búist er við met- þátttöku nú í ár. „Þetta gæti orðið stærsta hátíð fyrr og síðar því það getur verið að flutn- ingsgetan minnki aftur á næsta ári vegna þess að Flugfélag Íslands er að leggja niður þessa flugleið. Ég veit ekki hvað þeir gera á komandi verslunarmannahelgum,“ segir Tryggvi Már Sæmundsson, stjórn- armaður í þjóðhátíðarnefnd í Vest- mannaeyjum. Á bilinu þrettán til fjórtán þús- und manns lögðu leið sína til Vest- mannaeyja um verslunarmanna- helgina á síðasta ári. Búist er við ívið fleirum nú, enda Landeyja- höfn nýkomin í gagnið og Flugfélag Íslands flýgur enn til Eyja. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir að við- búnaður hafi verið aukinn í Eyjun- um fyrir helgina. „Við búum okkur undir stærstu þjóðhátíð sem hald- in hefur verið og við höfum verið að undirbúa þessa þjóðhátíð frá því að við slitum þeirri seinustu,“ segir Elliði. „Það lá mjög snemma fyrir að það stefndi í stóra hátíð, fyrst og fremst vegna þess hversu góð sú síðasta var og þess vegna hefur allur aðbúnaður og þjónusta við gesti verið stóraukin.“ Elliði og Tryggvi segja að við- búnaður hafi verið aukinn meðal annars með því að fara yfir ör- yggismál, fjölga salernum og bæta samgöngur innanbæjar. „Við erum núna að vinna að því að það verði strætisvagnar í bænum alla helg- ina,“ útskýrir Elliði og Tryggvi tekur við: „Við erum búin að byggja nýtt fjögur hundruð fermetra þjón- ustuhús inni í Dal. Við erum búin að auka afkastagetuna í veitinga- tjaldinu um helming, bæta við götum fyrir hvítu tjöldin og stækka tjaldstæðið fyrir kúlutjöldin.“ Einnig hefur verið opnað veit- ingahús í Höllinni, sem ekki hefur verið gert áður um verslunar- mannahelgi. „Við erum bara að hækka þjónustustigið á Eyjunni á meðan þjóðhátíð gengur yfir,“ segir Björgvin Þór Rúnarsson, veitinga- maður í Höllinni, sem tekur yfir fimm hundruð manns í sæti. En hvernig verður brugðist við ef veður verður slæmt um helg- ina? „Öll viðbragðsplön breytast nú þegar Herjólfur er farinn að sigla í Landeyjahöfn, við tæmum eyjuna hraðar heldur en áður hefur verið,“ upplýsir Elliði. Tryggvi segir að fjórir stórir íþróttasalir verði opn- aðir eins og áður. „Við leikum okkur að því að koma þar fyrir þúsundum manna.“ - mmf ● TJÁ SIG MEÐ TATTÚUM Nei-hópur Femínistafélagsins mun á næstum dögum standa fyrir árlegu átaki gegn nauðgunum, dreifingu fræðsluefnis og sölu b ola og límmiða í tengslum við verslunarmannahelg- ina. Óhætt er að segja að hópurinn verði sérstaklega áberandi í ár, því auk þ ess að klæðast merkt- um bolum hafa einhverjir í hópnum látið húðflúra sig með merki átaksins. „Ég lét tattúvera mig á Reykjavík Ink. t il að sýna stuðning við fórnarlömb nauðgunarglæpa og lýsa óbeit minni á nauðgunum,“ segir Arnar Freyr Björnsson, einn meðlima. A ð þessu sinni verður Nei-hópurinn að störfum í miðbæ Reykjavíkur á næstum dögum og svo við BSÍ og Reykjavíkurflugvöll fyrir v erslunarmannahelgi. Við tekur starf í Vestmannaeyjum og á Akureyri þar sem Nei-hópurinn verður í samstarfi við Aflið, samtök g egn kynferðis- og heimilisofbeldi á Norðurlandi. Margir eru sjálfsagt farnir að velta fyrir sér hvernig veðrið verði um verslunarmannahelgina og ein- hverjir sem ætla einfaldlega að elta veðurblíðuna. Þeir munu hafa úr ýmsu að velja, ef marka má Sirrí spá sem telur næsta víst að veðr- ið muni leika við landsmenn alla. „Veðrið verður gott um allt land,“ segir hún, hugsar sig um og bætir svo við að best verði það þó líkleg- ast á Norðurlandi. Sjálf ætlar Sirrí að halda sig í bænum um næstu helgi enda lítið gefin fyrir útihá- tíðir. „Ég fór aðeins á yngri árum í Húsa- fell og Þórsmörk en hætti því snemma og ætla nú að njóta þess að vera í bænum.“ Spáir góðu veðri Gæti orðið fjölmennasta þjóðhátíðin fyrr og síðar „Takmarkið er eins og alltaf að allir fari sáttir og glaðir af þjóðhátíð,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. „Það verður bara gaman að prófa eitthvað nýtt,“ segir rapparinn Eyj- ólfur Eyvindarson, betur þekktur sem Sesar A, sem ætlar að keppa með FSC karíókí á Mýrarboltamóti á Ísafirði um næstu helgi. Eyjólfur var viðstaddur mótið í fyrra og leist svo vel á að hann ákvað að taka þátt í ár. „Mér fannst þetta stórsniðugt. Svo er þetta gott tækifæri til að fara vestur en þaðan er ég ættaður,“ segir hann og útilok- ar ekki að Erpur bróðir hans mæti líka á svæðið. Eyjólfur ætlar ekki að láta sitt eftir liggja á tónlistarsviðinu þar sem hann mun líka troða upp á Ísa- firði um helgina ásamt vestfirska bandinu Stjörnuryki. „Við gerðum saman lag fyrir Söngvakeppni Vest- fjarða, svo þetta verður stuð.“ Rapparar sækja Mýrarboltamót Sesar A ætlar að reyna fyrir sér á Mýrar- boltamótinu um næstu helgi. Ár Fjöldi 2009 14.000 2008 13.000 2007 10.000 2006 7.000 2005 10.000 2004 9.000 Samkvæmt tölum frétta á Visir.is síðustu árin Fjöldi á þjóðhátíð Hljómsveitin Greifarnir gáfu í vikunni út myndband við lag sitt Útihátíð sem gefið var út árið 1986. „Við vorum farnir að sjá mynd- ir við lagið sem einhverjir höfðu sett inn á YouTube,“ segir Kristj- án Viðar Haraldsson, söngvari Greifanna. „Við fórum að spá í að við ættum að sjá um að lagið væri þarna.“ Eftir að ákveðið var að búa til myndband við lagið komst hljóm- sveitin yfir gamlar myndbands- upptökur af laginu. „Við hugsuð- um með okkur: Jæja ef við ætlum að setja þetta inn á annað borð, er ekki best að gera það almenni- lega,“ segir Kristján en hljóm- sveitarmeðlimir klipptu mynd- bandið sjálfir saman. „Við ákváðum bara að kýla á þetta. Nú er að koma verslunar- mannahelgi og lagið er náttúru- lega alltaf í umræðunni og verið að spila það út um allt á þessum tíma,“ segir Kristján og bætir glettinn við: „Það var einmitt einn sem skrifaði á Facebook að þetta væri kandídat í Evrópumeistara- mótið í nostalgíu.“ Greifarnir spila á Spot í Kópa- vogi um verslunarmannahelgina og stefnir Kristján á setningu mets í spilun Útihátíðar, en fyrra metið var átta skipti sama kvöldið. - mmf Gera langþráð myndband Kristján segir að nálgast megi myndbandið á www.youtube.com/user/Greifarnir. Veðrið verður að sögn Sirríar með besta móti fyrir norðan um næstu helgi. Rokksveit Jonna Ólafs skemmtir á Kringlukránni laugardagskvöldið 24 júlí, ásamt Herberti Guðmundsyni. Sjáumst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.