Fréttablaðið - 24.07.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 24.07.2010, Blaðsíða 16
16 24. júlí 2010 LAUGARDAGUR Þ eirri fullyrðingu er oft kastað fram að augun séu spegill sálarinn- ar. Fyrir mörgum er sú hugmynd þó nýstár- legri að augun séu líka spegill líkamans eða ástands hans. Slíkt er þó fullyrt í fræðum sem kennd eru við lithimnugreiningu (eða iridology á enska tungu). „Lithimnugreining eða augnlest- ur er sú list og þau vísindi að skoða litu og hvítu augans. Með lithimnu- greiningu er hægt að læra margt um eigin heilsu; veikleika og styrk- leika líffæra og líffærakerfa og ójafnvægi á öllum sviðum það er að segja bæði líkamlegum og andleg- um,“ segir í grein Lilju Oddsdótt- ur, lithimnufræðings og formanns Félags lithimnufræðinga, sem birt er á vef Heilsubankans, heilsubank- inn.is. Þeir sem helst aðhyllast lithimnu- fræðin segja að finna megi fornar heimildir um notkun þeirra þótt flestir reki upphaf þeirra til ung- versks læknis að nafni Ignatz von Péczely sem uppi var á 19. öld. Sá mun meðal annars hafa unnið að þróun augnkorta þar sem ákveðin svæði lithimnu augans eru tengd ákveðnum líffærum. „Fleiri rann- sakendur bættu smátt og smátt upp- lýsingum á kortin og eitt stærsta nafnið í lithimnufræðum er án efa náttúrulæknirinn Dr. Bernard Jen- sen,“ segir Lilja í grein sinni, en hann lést 92 ára gamall árið 2001. Á lithimnukorti er meltingarveg- urinn tengdur svæði sem innst ligg- ur við augasteininn. Utar koma svo önnur líffæri og líffærakerfi. Yst eru svo hringrásarkerfi og húðin, að því er fram kemur í grein Lilju. „Meltingin er því augljóslega mið- punkturinn.“ Læknar og vísindamenn blása á þessi fræði og benda á að lithimna augans taki litlum sem engum breytingum yfir ævina. Þar með sé strax búið að kippa stoðunum undan fullyrðingum um að lesa megi eitthvað úr lithimnunni um breytilegt ástand líkamans. Svo má aftur spyrja sig hvort fræðin þurfi að eiga sér vísindalega stoð ef þeir sem leita til lithimnu- fræðinga finna bót sinna meina. Alla jafna virðist þarna um að vera ráðleggingar um heilbrigðari lifn- aðarhætti og ber þeim saman um það sem rætt var við og hafa látið greina sig að ráðin hafi verið um margt gagnleg. Ein kona sem fór í slíka heimsókn fyrir um áratug síðan furðaði sig á því að hafa feng- ið ráð um að huga að nýrunum í sér, en í þeim hafi hún aldrei kennt sér meins, hvorki fyrr né síðar. Ráðum um mataræði og lifnaðarhætti hafi hún hins vegar fylgt um nokk- urra mánaða skeið og fundið mikla breytingu til batnaðar á líðan sinni, allt fram að jólum þegar „óhollust- an“ náði yfirhöndinni á ný. Þá hafa viðmælendur sem kynnst hafa lithimnulestri líka haft á orði að ákveðin meðferð kunni að vera falin í viðtalinu sjálfu, þar sem ein- staklingurinn fær óskipta athygli og áherslan er lögð á líðan hans á meðan á því stendur. Vandséð er að lithimnugreining verði kölluð hættuleg, þótt vissu- lega megi setja upp ímynduð dæmi þar sem einstaklingur með hættu- leg einkenni leitar ekki læknis eftir að hafa fengið einhvers stað- ar ranga greiningu. Í slíku dæmi er þó heldur lítið gert úr skynsemi fólk og verður að teljast ólíklegt að einhver sem teldi sig haldinn sjúkdómi myndi leita til lithimnu- fræðings fremur en heilbrigðis- þjónustunnar í landinu. Líklegra er að þeir sem leita þjónustu lit- himnufræðinga geri það einhverri leit að betri almennri líðan. Ef þau ráð sem fólkið fær og fylgir virka þá er ekki nema gott eitt um það að segja. Virki þau ekki er ólíklegt að fólk haldi áfram að pínast áfram í að fylgja ráðleggingum sem ekkert fyrir það gerir. „Eiginlega höfum við ekkert yfir óhefð- bundnum lækningum að segja,“ segir Geir Gunnarsson landlæknir. Sjálfráða ein- staklingar, segir hann, taki sjálfir ákvörðun um hvort þeir vilji fara í bænahringi, leita fjarlækninga að handan, fara í heilsunudd, detox-meðferð eða hvað annað. „Grundvall- arafstaða landlæknisembættisins og þá mín í þessum efnum er hins vegar að ekki má auglýsa þessa hluti sem lækningar.“ Geir segir fólki þannig í sjálfsvald sett hvort það vilji nota lithimnufræði sem leið til að sjúkdómsgreina sig, en þau fræði séu ekki viðurkennd innan heilbrigðisvísindanna og sem slík falli þjónustan utan valdsviðs landlæknis. „En ef okkur bærust kvartanir og einhver teldi að siglt væri undir fölsku flaggi heilbrigðisþjónustu þá grípum við inn í.“ Geir segir jafnframt að ekki sé alveg hægt að vísa því á bug að óhefðbundnar lækn- ingar geti gert gagn. „Við vitum að máttur innri tilfinningar hvað varðar lækningu er mjög mikill. Og ég verð bara auðmjúkur þegar ég hugsa um það. Læknavísindin hafa ekki svör við öllum sköpuðum hlutum, en við vitum að lyfleysur geta oft gert jafnmikið gagn og lyf.“ Vísindin hafa ekki svör við öllu Augun sem spegill líkamans Lithimnufræði nefnast ein grein óhefðbundinna lækninga sem gengur út á að lesa megi úr auganu ýmsa kvilla sem hrjá kunna líkamann. Skiptar skoðanir eru um gagnsemi slíkrar skoðunar. Sumir ganga jafnvel svo langt að segja fræðin brosleg því þau sé einna auðveldast að hrekja í þessum flokki lækninga. Enn aðrir segja trúna flytja fjöll. Óli Kristján Ármannsson skoðaði málið. AUGNABLIK Til eru þeir sem telja sig geta lesið úr litbrigðum augans hvaða mein hrjá líkamann. Erfitt virðist hins vegar að hrekja það sem augnlæknar benda á að lithimna augans breytist afar lítið yfir mannsævina og því hæpið að tímabundnir sjúkdómar setji mark sitt á hana. Ekki er þó alveg hægt að loka augunum fyrir því að sú meðferð sem sótt er í lithimnulestur kunni að gera einhverjum gott, af hvaða orsökum sem það annars er. Og ef til vill ólíklegt að fólk með „alvöru“ sjúkdómseinkenni leiti til lithimnufræðings áður en það leitar læknis. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Að mínu viti þá eru þetta ekki vís- indi,“ segir Jóhannes Kári Kristinsson um lithimnugreiningu. Jóhannes Kári er sérfræðingur í hornhimnusjúk- dómum, augnskurðlækningum og laser-augnlækningum. „Eins og aðrir hef ég lesið um þetta fyrirbæri, en þó nægilega til þess að vita að á þessu virðast engar vísindalegar rannsóknir hafa verið gerðar. Það má því alveg flokka þetta með skottulækningum.“ Lithimnan breytist lítið „Þegar lithimnan þróast þá verður hún strax hjá barni mjög lík því sem gerist seinna á ævinni,“ segir Jóhannes Kári og kveður því mjög ólík- legt ef sjúkdómur kæmi upp í galli eða brisi að það mætti merkja á lithimnunni. Máli sínu til stuðnings bendir hann á að lithimnan þyki jafnvel ábyggilegri til auðkenning- ar einstaklinga en fingraför. „Lithimnuskannar sem víða eru notaðir, svo sem á líkams- ræktarstöðvum, væru fljótlega hættir að virka ef lithimnan tæki miklum breytingum,“ segir hann. Lithimnuna segir Jóhannes Kári hins vegar vera geysilega fallegan hluta augans og skemmtilegt hversu marg- breytileg lithimnan sé í fólki. „Og þess vegna hefur mönn- um eflaust fundist gaman að pæla í þessu. En fyrir fræðun- um eru engin vísindaleg rök þarna. Þau er í raun og veru svolítið brosleg og auðveldara að afsanna þau en margar aðrar skottulækningar.“ Læknar fari úr vörn í sókn Jóhannes segir sér löngum hafa þótt annar flötur áhugaverður í tengsl- um við óhefðbundnar lækningar. „Það er þessi vissa linkind sem fyrirbærinu er sýnd, sérstaklega með tilliti til þess að læknar mega ekki auglýsa starfsemi sína,“ segir hann og bendir máli sínu til stuðnings á að erlendur lithimnufræðingur sem reglulega sæki landið heim auglýsi starfsemi sína óáreittur. „Sjálfur er ég fylgjandi því að læknar, eins og aðrar starfsstéttir fái að auglýsa. Það held ég að sé einmitt mjög mikilvægt gagnvart skottulækningum því annars fá óhefðbundnar lækningar að vera mun meira áberandi í umræðunni.“ Hér segir Jóhannes fremur lögmálið að læknar séu í varnarhlutverki í umræðunni. „Þegar kemur að heilsunni þá erum við komin með svo fullkomin vísindi á 21. öld að við þurfum ekki að leita til úreltra vísinda,“ segir Jóhannes Kári, en bendir þó um leið á að þótt vísindi séu gömul þá þurfi þau ekki að vera úrelt eða út í hött. „Nálarstungumeðferð er til dæmis meðferð sem mikið er til í og þarf bara að þróa áfram í samræmi við vestræna læknisfræði. En hlutir á borð við þessi lithimnufræði ættu nú bara að fá að deyja drottni sínum.“ JÓHANNES KÁRI KRISTINSSON Sérfræðingur í augnlækningum segir lithimnuna fallega, en lithimnufræðina broslega Fyrir rétt um viku síðan brá Diljá Ámundadóttir sér í lithimnugreiningu án þess þó að vita alveg við hverju væri þar að búast. Hún segist hafa verið í leit að ráðleggingum hjá Kolbrúnu grasa- lækni, en verið komin í lithimnugreininguna áður en varði. „Og það sem kom út úr því var alveg magn- að. Hún las karakterinn minn mjög vel út frá augnsteininum og svæðinu þar í kring, þar sem liturinn er og æðunum í hvítunni. Og ég fékk heljarinnar útskýringar á því hvernig kerfið mitt virkar og af hverju það er eins og það er,“ segir Diljá, sem einnig fékk að sjá á korti hvernig svæði augans tengjast líkamanum. Diljá kveðst hafa komið út úr lestrinum bæði upprifin og bjartsýn og segist síðan búin að skýra hverjum sem hlusta vill frá því hversu gagnlegt þetta hafi verið. „Þetta gekk alveg upp fyrir mér sem hún las úr þessu og ég hef mikla trú á því,“ segir hún. Í greiningunni fékk Diljá ráðleggingar um lifnaðarhætti og mataræði. „Hún sýndi mér að ég væri með spennulínur yfir meðallagi í augunum sem þýðir að ég kunni ekki að slaka á vegna þess hve spennt ég væri yfir því að lifa lífinu lifandi.“ Og þótt Diljá hafi svo sem vitað það sjálf að hún væri of spennt hafi Kolbrún leitt henni fyrir sjónir hvað hún væri að gera kerfinu í sér. „Ég geymi alla spennu í maganum og þar af leiðandi hefur það kerfi ekki næði til að brjóta niður næringuna sem það fær.“ Í lestrinum kveðst Diljá hafa fengið mikils- verða yfirferð um virkni líkamans og samspil ólíkra þátta í honum. „Sem er nauðsynlegt til að maður geti tekið sig á, farið betur með sig og liðið betur.“ Raunar segir Diljá að Kolbrún grasalæknir hafi getað lesið ýmislegt úr augum hennar sem hafi komið henni á óvart. „Ég mæli sterklega með þessu,“ segir hún og telur lithimnugreiningu henta hverjum þeim sem er í almennri leit að auknum skilningi á líkama sínum og betri líðan. „Þetta var orðið eins og góður læknis- og sálfræðitími á sama tíma.“ DILJÁ ÁMUNDADÓTTIR Sá ýmislegt í augunum sem kom á óvart Fjallað er um lithimnulestur á vefn- um vantru.is og vísað til rannsókna sem sýndu að lithimnufræðingar gátu ekki greint á milli heilbrigða og veikra með því að skoða ljós- myndir. Vísað er í rannsókn sem birt var í Journal of the American Medical Association árið 1979 og annarrar í British Medical Journal árið 1988. „Reyndar lásu þeir oft lit- himnur veikasta fólksins sem heil- brigðar væru og svo öfugt. Meira að segja voru þeir ekki sammála sín á milli,“ er vitnað í fyrri rannsóknina. Vantrú hefur brugðist við umfjöllun um lithimnugreiningu með því að bjóða verðlaun takist að færa sönnur á virkni lestursins. Á vef félagsins kemur líka fram að lithimnufræðingar hafi ekki viljað taka þátt í tilrauninni. Gátu ekki greint sjúka GEIR GUNNARSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.