Fréttablaðið - 24.07.2010, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 24.07.2010, Blaðsíða 40
 24. JÚLÍ 2010 LAUGARDAGUR6 ● fréttablaðið ● hvert á að fara? Viðbúið er að mikið fjör verði í Úthlíð í Bláskóga- byggð um verslunarmannahelgina, þar sem heimamenn hafa undirbúið fjölskyldudagskrá. „Það er óhætt að segja að gestum og gangandi muni ekki leiðast hérna, því hér verða viðburðir og afþreying af ýmsum toga,“ segir Hjördís Björnsdóttir, sem rekur ferðaþjónustuna í Úthlíð. Hjördís bendir á að á föstudeginum um versl- unarmannahelgina verði svokallað Föstudags- fjör í Réttinni, veitingahúsi staðarins. „Daginn eftir leikur svo hljómsveitin Góðir landsmenn fyrir dansi, fyrst á balli ætluðu yngri kynslóð- inni um daginn og svo fyrir þá eldri um kvöldið ásamt því að stýra brekkusöng. Á sunnudag er svo létt diskó við allra hæfi og dagskránni lýkur eftir það.“ Hjördís getur þess að samhliða því gefist mönnum kostur að sækja ýmsa afþreyingu á svæðinu. „Hér er meðal annars níu holu golf- völlur í góðu ásigkomulagi þar sem keppt verður um helgina. Krakkamót í golfi fer fram á sunnu- dag og verðlaunaafhending og pitsuveisla að því loknu. Þá er sundlaug við Réttina og tilvalið að skella sér í styttri eða lengri útreiðartúra þar sem hestaleiga er á staðnum. Loks má nefna að hér er tjaldsvæði búið öllum helstu nútímaþæg- indum og orlofshús sem taka allt að 50 manns.“ Gestir og gangandi geta sótt sér alls kyns afþreyingu í Úthlíð. Þar er meðal annars þessi níu holu golfvöllur þar sem keppt verður í golfi um verslunarmannahelgina. MYND/ÚR EINKASAFNI Kynning Ævintýraleg upplifun Sumarferð jeppadeildar Útivistar liggur um Vestfirði dagana 31. júlí til 3. ágúst. Hnífsdælingurinn Páll Halldór Halldórsson leiðir hópinn. „Þetta verður ævintýraferð því við ætlum að keyra ýmsa slóða, gamla línuvegi og aflagða þjóðvegi,“ segir Páll. „Fyrsta daginn verður ekin Þingmannaheiði á Barðaströnd sem reyndar er illfær óbreyttum bílum en þeir sem ekki eru á slík- um tækjum aka bara þjóðveginn og hitta okkur hin í Flókalundi. Svo ætlum við að reyna að fara línuveg sem liggur frá Dynjandis- heiði niður í Tálknafjörð. Þar verð- ur tjaldað til tveggja nátta. Leiðin liggur niður á Látrabjarg og í Keflavíkina næsta dag. Ef ein- hver vill ganga þaðan út á Rauða- sand er það í boði. Verkefni þriðja dags verður að komast til Þingeyrar. Þá keyr- um við út í Selárdal og svo fyrir Arnarfjörð og út í Selvogana, í Lokinhamra og um Kjaransveg. Það væri gott að vera með Stiklu- þætti Ómars Ragnarssonar í tækj- unum þann dag,“ segir Páll og telur hrikaleikann og spennuna magnast eftir því sem nær dragi Þingeyri. Morguninn eftir verður farið upp í Kvennaskarð og framhjá Kaldbak, hæsta fjalli Vestfjarða. „Hugsanlega verður brölt á tind- inn, þótt þeir sem tilheyri jeppa- deildinni séu ekki alhörðustu labbakútarnir,“ segir Páll hlæj- andi. „Við kíkjum út á Ingjalds- sand og gistum síðan tvær nætur á Ísafirði. Tökum rúntinn þaðan út í Skálavík, upp á Bolafjall og um línuveg yfir á Botnsheiði. Síðasta daginn verður ekið um Djúpið, yfir Kollafjarðarheiði og að Bjarka- lundi. Góð þátttaka? Í gær voru 15 jeppar búnir að skrá sig en 25 er hámarkstala.“ - gun Land lagt undir hjól og fót Páll Halldór er fararstjóri í jeppaferð um Vestfirði og „mun leiða hópinn um vegi og krákustíga, fjöll og firði á þessum fagra kjálka landsins“ eins og það er orðað á heimasíðu Útivistar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Komið verður við í Selárdal á þriðja degi ferðarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON DAGSGÖNGUR Í GRINDAVÍK Menningar- og sögutengd göngu- hátíð verður í Grindavík um helgina með tveggja til fimm tíma göngum hvern dag og komið heim á milli. Fyrsta gangan er á föstudagskvöld um gamla bæjarhlutann í Grindavík. Hún endar með söng við tjald- svæðið. Á laugardag verður hist við Ísólfsskála og gengið með leiðsögn um Selatanga. Síðan um Katlahraun til baka. Kaffisala er í Ingólfsskála- kaffi. Þriðja daginn er farið að fornum rústum í Húshólma um svæði sem býður upp á jarðfræði og sögu. Á mánudeginum er mæting á bílastæði Bláa lónsins en ferðinni er heitið að gömlu Tyrkjabyrgjunum í Sundvörðuhrauni. Bláa lónið býður upp á tvo fyrir einn í lónið í lok göngu. Upplýsingar eru á www.grindavik.is. Ó Ó ÓBYGGÐAFERÐ Gengið verður um eitt afskekktasta óbyggðasvæði landsins dagana 28. júlí til 1. ágúst á vegum Ferðafélags Íslands. Ferðin hefst á Egils- stöðum og endar á Horna- firði og gist verður í skálum á leiðinni. Fararstjóri verður Hjalti Björnsson. Gönguleiðin býr yfir miklum andstæðum. Fyrst verður gengið um flæðilendur Eyjabakka, farið um brúnir eins hæsta foss á Íslandi sem þó er nafnlaus, komið við hjá hinu afskekkta heiðarbýli Víðidal, litið á hrikaleg og litrík gljúfrin í Lónsöræfunum og andað að sér angan af kjarri og lyngi. eru fullir af andoxunarefnum og vítamínum. - enginn viðbæ ur sykur - engin rotvarnarefni - engin litarefni arka ehf. S. 562 6222 | Fax: 562 6622 | pantanir@arka.is Básar á Goðalandi Gott tjaldsvæði og frábært gönguland Laugavegi 178 - Sími: 562-1000 - www.utivist.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.