Fréttablaðið - 24.07.2010, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 24.07.2010, Blaðsíða 62
42 24. júlí 2010 LAUGARDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 PERSÓNAN LÁRÉTT 2. ofsi, 6. tónlistarmaður, 8. sjáðu, 9. árkvíslir, 11. klaki, 12. vöru- byrgðir, 14. kál, 16. hæð, 17. þrí, 18. lyftist, 20. 999, 21. ljómandi. LÓÐRÉTT 1. ílát, 3. í röð, 4. baptisti, 5. umrót, 7. sígild list, 10. siða, 13. hnoðað, 15. mund, 16. tímabils, 19. sjó. LAUSN LÁRÉTT: 2. ærsl, 6. kk, 8. sko, 9. ála, 11. ís, 12. lager, 14. salat, 16. ás, 17. trí, 18. rís, 20. im, 21. skær. LÓÐRÉTT: 1. skál, 3. rs, 4. skírari, 5. los, 7. klassík, 10. aga, 13. elt, 15. tími, 16. árs, 19. sæ. Tónlistarmaðurinn Mugison hefur samið lagið „Stingum af“ sem hann ætlar að frum- flytja á nýrri tónlistarhátíð sem verður hald- in á Hótel Laugarhóli á Ströndum í dag. Hann fékk hugmyndina að laginu þegar hann var í jarðarför í Mývatnssveit og samdi það nánast á staðnum, eða í erfisdrykkjunni öllu heldur. Lagið er þó langt í frá einhver jarðarfarasálmur heldur hress útileguslag- ari í anda Hljóma. „Ég held að Gunnar Þórð- arson hafi samið þetta lag með mér. Ég veit ekki alveg hvernig það gerðist en ég held ég verði að skrá hann sem meðhöfund að þessu lagi,“ segir Mugison. „Þetta er alveg geð- veikt Gunna Þórðar-lag og ég held ég hendi því á Facebook í næstu viku.“ Auk Mugison koma fram á hátíðinni Pétur Ben, Lára Rúnars og hljómsveitin Pollapönk og er aðgangur ókeypis. „Hún Dísa Einars sem er með Laugarhól er föðursystir Rúnu, konunnar minnar. Hún bað okkur um að koma og við ákváðum að kýla saman í gott sprell og taka kassagítarana með. Þetta verður kúl og kasúal með grill í annarri og kassagítarinn í hinni,“ segir Mugison hress að vanda. - fb Mugison samdi útilegulag í jarðarför MUGISON Tónlistarmaðurinn Mugison hefur samið lagið Stingum af, sem er undir áhrifum frá Gunna Þórðar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Erna Óðinsdóttir Starf: Klæðskeri. Aldur: 34 ára. Fjölskylda: Þriggja barna móðir í sambúð. Búseta: Býr með fjölskyldunni á Flúðum. Stjörnumerki: Fædd fyrsta mán- uðinn á árinu og er því steingeit. „Þetta verður svolítið hátíðlegt. Þetta verður ekki svona rokk og ról eins og Rúdólf eða Killer Boog- ie,“ segir Guðlaugur Kristinn Ótt- arsson, gítarleikari hinnar goð- sagnakenndu hljómsveitar Þeys. Þeyr kemur fram á 100 ára afmæli íslensku hljómplötunnar í Norræna húsinu 23. ágúst næst- komandi. Hljómsveitin hætti árið 1983 eftir stuttan en farsælan feril sem hófst, að sögn Guðlaugs, fyrir alvöru þegar hin eiginlega Þeyr varð til í janúar 1981. „Þetta verður táknrænn gjörn- ingur,“ segir Guðlaugur. „Sig- tryggur [Baldursson, trommari] verður ekki með, ég veit ekki með Þorstein. Hann er búinn að vera neðanjarðar í 25 ár.“ Guð- laugur segir að hann, Hilmar Örn Agnarsson bassaleikari og söngvarinn Magnús Guðmunds- son verði fulltrúar hljómsveitar- innar ásamt allsherjargoðanum Hilmari Erni Hilmarssyni. „Svo verðum við með unga tónlistar- menn sem ætla að stíga á stokk og flytja Þeysverk,“ segir Guðlaug- ur. „Lögin verða í allt annarri útsetningu með strengjaútsetn- ingar. Prógrammið er að skýr- ast – það er mánuður í þetta. Við verðum líka með myndasýningar og fyrirlestur.“ Hljómplötuklúbburinn Íslensk tónlist stendur fyrir dagskrá í Norræna húsinu í tilefni af afmæli íslensku plötunnar. Þá verða 100 ár frá útgáfu Dalvísa með Pétri A. Jónssyni. Kynnir verður Freyr Eyjólfsson og ásamt Þey koma meðal annars Garðar Thor Cort- es og Ragnar Bjarnason fram. „Prógrammið er fyrst og fremst helgað 100 ára afmæli íslensku hljómplötunnar og þar sem Þeys- ararnir voru stór þáttur í að starta þessari rokkbylgju á Íslandi var eðlilegt að við værum með,“ segir Guðlaugur. Er möguleiki á því að á næsta ári komi hljómsveitin saman og haldi eins og eina rokktónleika? „Þetta er allavega fyrsta skrefið nú þegar menn eru farnir að tala saman og útsetja tónlistina. En við höfum alltaf haft þá stefnu að þegar Þeysararnir kæmu saman myndum við gera nýtt efni. Sýna hvernig þeir hefðu þróast ef þeir hefðu haldið áfram.“ atlifannar@frettabladid.is GUÐLAUGUR ÓTTARSSON: ÞETTA VERÐUR TÁKNRÆNN GJÖRNINGUR Hljómsveitin Þeyr kemur saman í Norræna húsinu Tæplega fjörutíu umsóknir bárust um stöðu fram- kvæmdastjóra bíóteksins sem verður starfrækt í húsnæði Regnbogans við Hverfisgötu. Umsóknar- frestur rann út á miðnætti á fimmtudaginn. „Þetta fór rólega af stað en svo hrúguðust inn umsóknirnar á síðustu metrunum,“ segir kvik- myndagerðarmaðurinn Ásgrímur Sverrisson, sem tók á móti umsóknunum. „Það er mikið af fínu fólki þarna og greinilegt að við eigum hæfileika- fólk á mörgum sviðum. Við erum mjög ánægð með þessa breidd sem er í umsóknunum.“ Leit- að var eftir manneskju með reynslu af rekstri og stjórnun og að sjálfsögðu var þekking á kvik- myndaheiminum talinn kostur. Að sögn Ásgríms sótti alls konar fólk um stöðuna, þar á meðal úr kvikmyndabransanum. Stefnt er að því að bíótekið opni í haust. Boðið verður upp á daglegar sýningar á fjölbreyttu úrvali kvikmynda. Einnig verður Regnboginn vettvangur kvikmyndahátíða og hvers kyns við- burða á sviði kvikmynda. Þá mun Kvikmyndaskóli Íslands vera með starfsemi í húsinu yfir daginn, virka daga. Ásgrímur segir að margir hafi haft samband vegna starfsemi bíóteksins. „Fólk hefur áhuga á að koma þarna inn með afmörkuð verkefni í formi hátíða eða viðburða, sem er alveg frábært. Við viljum hafa sem fjölbreyttasta starfsemi þarna inni.“ - fb Fjörutíu vilja stjórna bíóteki ÁSGRÍMUR SVERRISSON Tæplega fjörutíu umsóknir bárust um stöðu framkvæmdastjóra bíóteksins sem verður í Regnbogan- um. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Strandhandboltamót verður haldið í sjö- unda sinn í Naut- hólsvík í dag og er búist við sannkölluðu sólarstrandaveðri, eða sól og sautján gráðu hita. Sextán lið taka þátt, átta kvennalið og átta karlalið, og koma flestir leik- mennirnir úr efstu deildunum hér heima, þar á meðal Bjarni Fritzson og Sturla Ásgeirsson. Einnig tekur atvinnumaðurinn Aron Pálmarsson úr þýska liðinu Kiel þátt í mótinu og sjónvarpsmaðurinn góðkunni Sveppi. Og meira af strandhand- bolta því Ólafur Stefánsson hefur nokkrum sinnum tekið þátt í mótinu en óvíst er hvort hann lætur sjá sig í dag. Meiðsli eru að plaga hann, líkt og Loga Geirsson sem verður fjarri góðu gamni. Einhverjar líkur eru þó á að Logi láti ljós sitt skína á lokahófi mótsins sem verður haldið í kvöld á skemmtistaðnum B5. Friðrik Weisshappel afhendir Ómari Ragnarssyni afmælisgjöf frá þjóðinni við Café Flóru í Grasa- garðinum í dag. Þá kemur í ljós hversu há upphæðin er en Friðrik hefur verið þögull sem gröfin um hana. Heimildir Fréttablaðsins herma þó að góður meirihluti þeirra tæplega 8.000 sem skráðu sig á Facebook hafi látið peninga af hendi rakna. Ómar hyggst troða upp á samkomunni í dag og þá mun Friðrik hafa lofað að baka pönnukökur ofan í allavega fyrstu hundrað sem mæta. - fb, afb FRÉTTIR AF FÓLKI SKIPULEGGJA ENDURKOMU Guðlaugur Kristinn Óttarsson og félagar í rokkgoðsögninni Þeyr hyggja á endurkomu í ágúst. Trommarinn Sigtryggur Baldurs- son getur ekki verið með félögum sínum í Norræna húsinu vegna anna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Lækjargata 2a 101 R. sími 511-5001 opið alla daga 9.00 - 22.00 30% afsl. Vikutilboð fullt verð 1.980,- tilboð 1.385,- fullt verð 2.490,- tilboð 1.745,- L A U G A R D A G F Ö S T U D A G S U N N U D A G DJ SEXY LAZER PRESIDENT BONGO Verzlunarmannahelgin á Oddvitanum á Akureyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.