Fréttablaðið - 24.07.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 24.07.2010, Blaðsíða 10
10 24. júlí 2010 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 SPOTTIÐ ÞORSTEINN PÁLSSON AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR SKOÐUN Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Vinstri vængur VG lítur á Alþjóðagjaldeyrissjóðinn sem óæskilega skuggarík-isstjórn. Sjóðurinn hefur lánað Íslandi mikla fjármuni sem það átti ekki kost á annars staðar. Löngu fyrir hrun bankanna 2008 var búið að loka öllum dyrum á Seðlabankann erlendis. Aðstoðinni fylgja hins vegar skilyrði sem bæði núverandi ríkis- stjórn og sú fyrri hafa samþykkt. Þau fela í sér nauðsynlegar ráð- stafanir til að koma Íslandi út úr Hrunadansinum. Í því ljósi er hug- takið skuggaríkisstjórn ekki rétt. Það var hins vegar til marks um vanmátt stjórnarinnar þegar hún bað sjóðinn um útfærslu á skatta- tillögum. Það er ekki í samræmi við hlutverk hans hér og ýtir undir skuggastjórnar ímyndina. Nokkur árang- ur hefur náðst vegna þessa samstarfs. Er Ísland þá sálu- hólpið? Þegar þeirri spurningu er svarað er rétt að horfa á þrjú atriði sem gera framreikning á hagtölum óvissan. Fyrsta atriðið er að ríkisstjórn- arflokkarnir hafa ekki meirihluta í eigin röðum fyrir framkvæmd efnahagsstefnu á grundvelli sam- starfssamningsins. Það eitt hefur sett endurreisnina í uppnám á ýmsum sviðum og á eftir að gera í enn ríkari mæli. Í annan stað er sjóðurinn á förum eftir eitt ár. Þá hverfur allt ytra aðhald. Hvorki ríkisstjórnin né stjórnarandstaðan hafa mótað stefnu um framhaldið. Í þriðja lagi hefur Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn brugðist mjög alvar- lega með því að viðurkenna bók- haldsblekkingar að grískum hætti varðandi nokkrar stórar opinber- ar framkvæmdir. Þær nema varla lægri upphæð en 130 milljörðum króna. Sjóðurinn verður svo far- inn þegar blekkingarnar byrja að bíta skattgreiðendur. Stjórn eða skuggastjórn? Á þessum vettvangi var í byrjun ársins lýst efa-semdum um að fjárlög-in héldu í framkvæmd. Fyrstu tölur um útgjöldin benda til að það mat hafi verið of svartsýnt. Ástæða er til að fagna þeim óvænta árangri. Tekjuáformin ætla hins vegar að bresta eins og sjá mátti. Þá er fall þjóðarframleiðslu heldur minna og atvinnuleysis- tölur heldur lægri en upphafleg- ar spár Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gerðu ráð fyrir. Hvort tveggja ætti að gefa tilefni til nokkurrar bjart- sýni. Aðgæslu er þó þörf við það mat. Viðurkennt er að upphaflegar spár voru neikvæðari en efni stóðu til. Skárri tölur eru því ekki vís- bending um sneggri bata. Hér þarf einnig að hafa í huga að áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins gekk út á mjög hæga aðlögun ríkissjóðs að nýjum aðstæðum. Umsvifum hefur verið haldið uppi með lántökum. Lífskjörin eru því fölsk að hluta og Hrunadansinn er enn stiginn. Aðlögunartíma ríkissjóðs átti að nota til að skjóta stoðum undir atvinnulífið og nýja verðmæta- sköpun. Það hefur ekki gerst. Hvorki bólar á fjárfestingum í orkufrekum iðnaði né annars konar iðnaði og þjónustu. Þjóðin þarf því að ganga inn í lokaáfanga ríkisfjármálaaðgerð- anna áður en ný fjárfesting er farin að skila sér í auknum umsvif- um og gefa von um vöxt í þjóðar- búskapnum eins og reiknað var með. Árangurinn Þessar alvarlegu framtíðar-horfur eru afleiðing pólit-ískrar kreppu frá haust-dögum 2008. Hún gerir efnahagsþrautina þyngri. Fjármálaráðherra og talsmenn Heimssýnar keppast við að sann- færa almenning um að sjávarút- vegur og landbúnaður geti lagt til þann hagvöxt sem þörf er á til að fjölga störfum um tuttugu þúsund og bæta lífskjörin. Þetta eru fölsk fyrirheit. Þau virðast vera gefin í þeim eina tilgangi að telja fólki trú um að unnt sé að nota krónuna sem framtíðarmynt. Ljóst má þó vera að vegna náttúrulegra takmarkana verður sjávarútvegurinn ekki upp- spretta hagvaxtar. Af sömu ástæðu verða ekki til ný störf þar. Þver- stæðan lýsir sér svo í því að útvegs- menn gera bókhaldið upp í erlendri mynt. Fjölgun starfa verður á nýjum sviðum iðnaðar og þjónustu. Til þess að vænta megi fjárfestinga á nýjum sviðum þarf traust á pen- ingakerfinu. Ríkisstjórnin er klofin um markmið og leiðir í þeim efnum. Eigi krónan að verða nothæf þarf margvíslegar ráðstafanir sem aftur rýra lífskjörin enn frekar. Um það þegja flestir þunnu hljóði. Framsóknarflokkurinn birti þó mjög upplýsandi skýrslu um þann veruleika fyrir tveimur árum. Sjálfstæðisflokkurinn og VG ætla að treysta á krónuna til frambúðar. Á sama tíma hafna útvegsmenn henni vegna óhagræðis. Þeir ætl- ast hins vegar til að heimilin sætti sig við það óhagræði. Gjaldeyrishöftin áttu að vera tímabundin en stefna nú í að verða varanleg þungamiðja efnahags- stefnunnar. Afleiðingin er stöðnun. Ofan í þessi kaup kemur að vinstri vængur VG hefur sterklega gefið til kynna að hann muni ekki standa að næsta áfanga ríkisfjármála- aðgerðanna. Af þessu má ráða að sá árangur sem samstarfsáætlunin við Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn hefur þrátt fyrir allt skilað getur runnið út í sand- inn ef ekkert breytist á pólitíska sviðinu. Fölsk fyrirheit Átt þú verk eftir Birgi Andrésson? N okkur eftirvænting hefur verið eftir dómi Héraðsdóms Reykjavíkur vegna gengistryggðra lána. Hann er þó vissulega aðeins áfangi á leið málsins til Hæstaréttar. Segja má að almenningur hafi fagnað gengistryggð- um lánum, eða myntkörfulánum eins og þau voru kölluð meðan allt lék í lyndi, þegar þau fóru fyrst að bjóðast. Þau þóttu aðlaðandi kostur á lánamarkaði veikrar myntar þar sem áður höfðu um langt skeið ekki boðist lán að neinu marki nema verðtryggð. Einhverjir urðu til að benda á að alltaf væri falin í því áhætta að skulda fé, ekki síst mikið fé, í mynt sem viðkomandi hefði ekki tekjur í en meðan íslenskir neytendur högnuðust á gengis- muninum var þessu sjónarmiði takmarkaður gaumur gefinn. Myntkörfulánin áttu svo eftir að snúast upp martröð í heimilisbókhaldi margra við fall krónunnar. Sú martröð stóð í nærri tvö ár og var leyst af hólmi með ákveðnum létti en um leið mikilli óvissu sem varð þegar Hæstiréttur kvað upp sinn dóm, að óheimilt hefði verið að tengja lán í íslenskum krónum við erlenda mynt eins og tíðkast hafði. Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í dag var í þeim anda sem flestir bjuggust við og í samræmi við tilmæli Seðlabankans og Fjár- málaeftirlitsins þar sem gengið var út frá því grundvallarsjónarmiði að skuld sé greidd. Mörgum þóttu þessi tilmæli sanngjörn meðan öðrum þótti rétt að þeim sem hefðu tekið gengistryggð lán bæri með réttu sá happdrættisvinningur sem felst í að greiða af láni þar sem höfuðstóll er færður í íslenskar krónur en vextir reiknast í samræmi við myntir sem búa við mun stöðugra gengi en íslenska krónan. Hópur fólks sem tók gengistryggð lán hefur haft sig mjög í frammi og talað fyrir happdrættishugmyndinni. Þessi hópur talar þó áreiðanlega ekki fyrir munn allra þeirra sem tóku gengistryggð lán. Það er alls ekki hagur neytenda að tiltekinn hluti þeirra, þ.e. þeir sem tóku lán í mynt sem er mun stöðugri en sú íslenska og sömdu um að greiða vexti í samræmi við það, eigi bæði að geta átt kökuna og étið hana með því að aftengja erlendu myntina en halda vöxtunum sem við hana miðuðust. Niðurstaða Héraðsdóms er sanngjörn vegna þess að lánin sem um ræðir eru með dómi Hæstaréttar frá í júní orðin að óverðtryggðum lánum í íslenskum krónum. Því er það réttmætt að til grundvallar liggi sambærilegir vextir og þeir sem tíðkuðust þegar tekin voru óverðtryggð lán í íslenskum krónum. Ekki má heldur gleyma því að staða langflestra skuldara er til muna betri miðað við þessa niður- stöðu en hún var fyrir dóm Hæstaréttar fyrr í sumar. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í gær er vonandi skref í áttina til sáttar. Mikilvægt er að óvissunni um þetta mál verði endanlega eytt sem allra fyrst. Íslenskt samfélag hefur næg önnur verkefni að glíma við. Dómur Héraðsdóms um gengistryggð lán: Að eiga kökuna og éta hana líka FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.