Fréttablaðið - 24.07.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 24.07.2010, Blaðsíða 12
12 24. júlí 2010 LAUGARDAGUR A ri Matthíasson hefur varið meirihluta ævinnar í Vesturbæ Reykjavíkur. Hann er þriggja barna faðir, hefur verið giftur í 25 ár en komið ansi víða við hvað starfsvettvang varðar. Ari er sonur Ingibjargar Jónsdótt- ur, húsmóður og rithöfundar, og Ingva Matthíasar Árnasonar, sem lengst af starfaði hjá Flugleiðum. Hann er yngstur sex barna og við- urkennir að því hafi fylgt ákveðn- ir kostir, hann hafi fengið meira rými en eldri systkinin. Áhuginn smitaðist Í lok hinnar hefðbundnu vestur- bæjarskólagöngu – Melaskóli, Hagaskóli og MR – segist Ari hafa „lent í vondum félagsskap“ eins og hann orðar það sjálfur; félags- skap fólks með leiklistaráhuga. „Þar fremstur í flokki var Stef- án Jónsson, nú prófessor í leik- list við Listaháskóla Íslands. „Afi hans var Halldór Björnsson, fyrsti atvinnuleikarinn á Íslandi. Stefán var því alltaf viðloðandi leikhúsið og með sínum áhuga kveikti hann í mér og mörgum öðrum, þannig að hann er eiginlega ábyrgur fyrir þessu,“ segir Ari sem sá sjálfan sig alltaf í læknasloppi, ekki uppi á sviði. Eftir útskrift úr MR lá leið- in í togarasjómennsku, til útlanda og bókmenntafræði og íslensku við Háskóla Íslands. Og svo í Leiklist- arskólann, þegar Ari var 23 ára gamall. Lán og launakjör Nánast strax eftir útskrift árið 1991 landaði Ari hlutverkum í tveimur kvikmyndum og vakti strax mikla athygli. Annars vegar var það hlutverk hommans Ugga í Veggfóðri og hins vegar hlutverk í Sódómu Reykjavík eftir Óskar Jónasson. Ari þótti sýna góð tilþrif og varð einn umtalaðasti leikari landsins. „Ég var eiginlega bara heppinn, fékk hlutverk í þessum tveimur kvikmyndum sem urðu síðan ótrúlega vinsælar.“ Næstu árin urðu Ara gjöful hvað hlutverk varðar og lék hann hjá Leikfélagi Reykjavíkur þar til honum var sagt upp árið 2000 ásamt nokkr- um öðrum þegar nýr leikhússtjóri tók við. Ari segir líf leikarans ekk- ert sældarlíf, starfið krefjist mik- illar vinnu og leikarar eigi oft erfitt með að segja nei við verk- efnum. „Ég tók einhvern tímann saman ferilsskrá og sá þá að á tíu árum hafði ég leikið í 35 leikverk- um, tíu bíómyndum og sjónvarps- myndum og leikstýrt líka. Auðvit- að segir þetta manni að maður var lánsamur að fá mikið að gera en þetta segir líka sitthvað um launa- kjör leikara, það er vinna öll kvöld og allar helgar.“ Píning í barnasýningum Áfengið fylgdi hins vegar Ara eins og skugginn í leikhúsinu og þegar hann varð fertugur ákvað hann að fara í meðferð á Vog. Hann var ekki sá fyrsti úr vina- hópnum, margir af hans nánustu félögum höfðu einnig farið í með- ferð. Ástæðan fyrir meðferð var einföld. „Ég drakk of mikið. Og það tók mikið á að leika kannski í tveimur barnasýningum á einum og sama deginum timbraður og manni leið á eftir eins og maður hefði hlaupið maraþon. Eftir átök- in var maður hins vegar búinn að svitna öllu áfenginu út og var þá auðvitað til í meiri bjór! Þetta var hálfgerð píning og kannski varð þetta til þess að ég fór út úr leik- húsinu á sínum tíma.“ Skrefin inn á Vog voru síður en svo auðveld. „Ég er stoltur maður og það var ekkert gaman að standa í sloppnum inni á Vogi, hlusta á fyrirlestra hjá Þórarni Tyrfings- syni sem sagði að maður væri með sjúkdóm í heila, ég meina hver vill vera með sjúkdóm í heila?“ Vann til að sýna og sanna Fram að þessum tímamótum hafði Ari unnið eins og brjálæðingur, aðallega til að sýna og sanna fyrir öllum að hann væri ekki fyllibytta. Hann vann með sjálfstæðum leik- hópum, seldi fasteignir og fór svo í MBA-nám í stjórnun og markaðs- fræði. „Ég var blautur allt námið og þegar námi lauk stóð ég allt í einu frammi fyrir þeirri spurn- ingu hvort ég væri sáttur við það sem ég sá og ég spurði mig af hverju hlutirnir væru ekki eins og þeir ættu að vera. Svarið var það að ég drakk of mikið.“ Í dag er Ari algjör bindindismaður og syndir tvo kílómetra á dag. „Maður verð- ur að hreyfa sig, ég vil verða einn af þessum níræðu körlum sem mæta á hverjum morgni í laugina, þeir synda kannski færri ferðir en þeir mæta.“ Það vakti töluverða athygli þegar leikarinn Ari fór í áður- nefnt nám í stjórnun og markaðs- fræði í kringum 2003. Enda telst það til tíðinda þegar leikarar snúa baki við listinni sem þeir eiga að vera reiðubúnir að deyja fyrir. „Ég hafði skömmu áður sett upp eigin sýningu í Noregi og langaði í framhaldinu til að læra þetta fag, sem tengdist stjórnun. Ég fékk í kjölfarið mikinn áhuga á mark- aðinum og viðskiptum og þegar maður er búinn að fjárfesta í námi vill maður auðvitað fara að vinna við það.“ Vakning nauðsynleg Í þrjú ár var Ari mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins innan handar, meðal annars Íbúða- lánasjóði þegar bankarnir hófu innreið sína á fasteignamarkaðinn, og Strætó þegar mikilli leiðakerf- isbreytingu var komið á koppinn. Þegar hann var enn í vinnu við markaðsstörfin var hann beðinn um að koma inn á framkvæmda- svið SÁÁ og ári seinna tók hann við framkvæmdastjórastöðu sam- takanna. „Þessi heimur er alveg ótrúlega merkilegur og þetta var einstök lífsreynsla. Enda þegar ég var búinn að vera þarna í þrjú ár þá langaði mig til að kafa dýpra á þessu sviði og tók meistaragráðu í heilsuhagfræði.“ Meistararitgerð Ara vakti tölu- verða athygli nú í sumar og þá sér- staklega kaflinn um neyslu Íslend- inga á örvandi efnum. Í ritgerðinni kom meðal annars fram að yfir sex hundruð manns koma í meðferð á ári hverju inn á Vog sem eru fíkn- ir í örvandi vímuefni og séu alþjóð- legar viðmiðunarreglur notaðar þá eru að minnsta kosti tveir meðferð- arlausir fíklar á hvern einn sem fer í meðferð. „Ef hver neytandi notar eitt gramm á dag þá er árs- þörfin í kringum 740 kíló.“ Rann- sóknin leiddi enn fremur í ljós að mjög mikið magn af fíkniefnum flæðir inn í landið. „Í hvert skipti sem hald er lagt á mikið magn af amfetamíni vildi maður sjá að það hefði áhrif á markaðinn og birtist í hærra verði. Verðið hækkar jú en því miður í aðeins skamman tíma og það segir okkur mikið um framboðið. Fólk verður að fara að skilja hvað er að gerast, fangelsin eru full af ungu fólki sem hefur verið dæmt fyrir innflutning og sölu á vímuefnum.“ Ari bendir jafnframt á að eitur- lyfjaneyslu fylgir mikill kostn- aður fyrir samfélagið. „Við erum að missa ungt fólk, það verður óvinnufært og þessu fylgja mikil útgjöld fyrir löggæsluna, dóms- viðið og svo heilbrigðiskerfið.“ Hinum megin borðsins Eftir stífa vinnu í leikhúsunum næstu tæpu tíu árin eftir útskrift lék Ari aðeins í þremur sýningum frá aldamótum og leikaragervið er því svo að segja komið á hilluna. Leiðin liggur þó aftur í leikhús- ið, þó ekki upp á svið, heldur var Ari valinn í starf framkvæmda- stjóra Þjóðleikhússins á dögun- um, af 27 umsækjendum. „Starf- ið er kannski í rökréttu samhengi við það sem ég hef gert undanfarið en þó er þetta allt öðruvísi ábyrgð. Ég á að sjá um reksturinn og gerð áætlana en Tinna þjóðleikhússtjóri er skipstjórinn, minn yfirmaður og listrænn stjórnandi.“ Og kannski, eftir tíu ára hlé, er leikarinn aftur kominn heim? „Ég hugsa það. Þótt ég hafi unnið með stjórnendum stórfyrirtækja, stjórnmálamönn- um og allt þar á milli þá held ég að ég skilji listamenn alltaf best.“ Hann telur það kost að hafa verið hinum megin borðsins. „Ég hef framleitt sýningar á eigin kostn- að og ef það er eitthvað hollt þá er það að vinna þannig. Ef þú tapar þá kemur það niður á heimilisbók- haldinu og ég hef reynt bæði – að tapa á sýningu og verið lengi að jafna mig á því en einnig grætt. Í þessum bransa verður maður að velta fyrir sér hverri einustu krónu. Svo held ég að það sé kost- ur að maður skilji leikarana, leik- stjórana og listafólkið. Þetta er tilfinningaríkt fólk. Þegar manni gengur vel þá er það manni sjálf- um að þakka. Ef manni gengur illa þá er búningurinn óþægilegur, leikmyndin ómöguleg, leikstjór- inn vitlaus og verkið lélegt.“ Ari undanskilur sjálfan sig ekki í þessari upptalningu og rifjar upp að fyrir ári síðan hafi hann stig- ið á svið í fyrsta skipti í allnokk- urn tíma í sýningunni Við borgum ekki, Við borgum ekki. Ari fékk fína dóma í öllum tilvikum nema einu. „Það kom mér virkilega á óvart hvað ég tók dóminn nærri mér. Ég hélt að ég væri miklu svalari en þetta. En þetta er bara hluti af þessari viðkvæmni lista- manna, vondi dómurinn stóð í mér. Auðveldast fyrir mig hefði verið að segja umræddan gagnrýnanda hálfvita en ég tók hins vegar þá ákvörðun að prófa að lesa það sem hann var að segja og nýta mér það. Ég held að ég hafi bara orðið betri fyrir vikið.“ Sér um sultarólina Framkvæmdastjórastarfið verð- ur ekki neinn dans á rósum; fram undan er erfitt ár þar sem krafa um niðurskurð frá stjórnvöldum til að ná böndum á fjárlagahallann er staðreynd. Ari kvíðir því ekki, segist kunna best við sig í erfið- um aðstæðum og sigrast á þeim, þá komi hann sjálfum sér mest á óvart. „Meginhluti af rekstrar- kostnaði leikhússins er kannski í launakostnaðinum sem þýðir að maður þarf að leita leiða til að gera hlutina með hagkvæmari hætti og skoða hvernig hægt sé að ná fram sparnaði með sársaukaminnstum hætti. Rekstur Þjóðleikhússins er ekkert í molum, það þarf bara að herða sultarólina og það verður mitt að sjá til þess að það slakni ekki á henni.“ Ætlar að vera níræður í sundi Ari Matthíasson var ráðinn framkvæmdastjóri Þjóðleikhússins í síðustu viku. Leikhúsið stendur frammi fyrir erfiðum niður- skurði en sjálfur segist Ari þrífast á krefjandi aðstæðum. Júlía Margrét Alexandersdóttir ræddi við leikarann og hagfræðinginn. VEL Í STAKK BÚINN „Ég hef framleitt sýningar á eigin kostnað og ef það er eitthvað hollt þá er það að vinna þannig. Ef þú tapar þá kemur það niður á heimilisbókhaldinu og ég hef reynt bæði – að tapa á sýningu og verið lengi að jafna mig á því en einnig grætt,“ segir Ari Matthíasson, nýr framkvæmdastjóri Þjóðleikhússins. Ég drakk of mikið. Og það tók mikið á að leika kannski í tveimur barnasýningum á einum og sama deginum timbraður og manni leið á eftir eins og maður hefði hlaupið maraþon.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.