Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.07.2010, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 24.07.2010, Qupperneq 18
18 24. júlí 2010 LAUGARDAGUR F yrstu skrif í íslenskum dagblöðum um pitsu má finna í Fálkanum árið 1951 þar sem blaðamaður skrifar ferðagrein um Róm. Þar segir hann að sums staðar í Róm rekist maður á staði, sem heita pizzeria og fram- reiði mat sem nefnist pizza. „En það er eins konar svellþykk pönnukaka, með ansjósum, olívum, rifnum osti og tómötum.“ Smjör og egg í pitsudeigið Tveimur árum síðar gefur frú ein í bæ uppskrift að eftirlætisrétti eiginmannsins, pitsu, í Lesbók Morgun- blaðsins, en þau hjón höfðu ferðast mikið, meðal ann- ars til Ítalíu. Deigið í pitsu þessari frá 1962 er hnoðað saman úr smjörlíki, eggjarauðu, hveiti, vatni og salti og sett í kringlótt grunnt form. Ofan á var svo sett ostur og pipar. „Best er að hafa antinori-rauðvín með, enda ítalskt,“ bætti frúin við. Árið 1960 hafði Naustið hins vegar boðið gestum upp á ítalskan matseðil eitt kvöld í tilefni Ítalíukynn- ingar og var „pizza“ þar meðal annars á matseðlinum. Meðan gestir gæddu sér á pitsunni fór Svavar Gests með gamanmál og sögur. Mikilvægt fyrir ferðamenn Fyrsta pitsuuppskriftin sem líkist þeim uppskriftum sem gerðar eru í dag birtist í Fálkanum árið 1964 og er fólk hvatt til að nota hvaða afganga sem eru til ofan á deigið þótt upprunalegi rétturinn sé „búinn til með ansjósum“. „Tómatar eða tómatkraftur verður bara að vera undir og rifinn ostur ofan á, ef rétturinn á að bera nafn sitt með réttu.“ Eitt veitingahús var farið að bjóða upp á ítalskar pitsur árið 1970. Smárakaffi, sem var á Laugavegi 178, við sjónvarpshúsið, auglýsir nýja sérrétti, ítalsk- ar pitsur, með mörgum fyllingum. Matreiðslumað- urinn, Eggert Eggertsson, sagði í blaðaviðtali það ár að opnun pitsustaðar væri mikilvæg til að geta boðið erlendum ferðamönnum upp á alþjóðlega matreiðslu. Hann bætti við að flestum þætti pitsa góð, en sjálfsagt yrðu menn að venjast henni. Pitsur og hreindýrasteikur Fleiri staðir sem bjóða upp á pitsur fara að dúkka upp og áleggið er gjarnan skinka og spergill. Halti haninn er opnaður þar sem Smárakaffi var til húsa og býður upp á pitsur og hreindýrasteikur í senn. Lauga-ás fer að hafa pitsur á matseðlinum og árið 1979 er Hornið opnað, fyrsti veitingastaðurinn sem sérstaklega gerir út á pitsur og ítalska matargerð, sem enn er starfrækt- ur í dag. Margir muna einnig eftir Sælkeranum í Aust- urstræti sem þótti bjóða upp á ljómandi góðar pitsur. Ola-partý-pizzur Árið 1980 var Pizzahúsið opnað á Grensásvegi, en staðurinn var með þeim vinsælustu á Íslandi í mörg ár og frumkvöðull á sínu sviði. Árið 1982 var hægt að taka pitsu með sér heim með því að hringja á undan sér og panta, sem þótti þá mikil nýlunda. Þá voru gjarnan myndlistarsýningar á Pizzahúsinu svo fólk gat setið og borðað pitsur og horft á málverk. Eigandi Pizzahússins, Ólafur Þór Jónsson, hafði þegar hann opnaði staðinn búið til svonefndar Ola-partý-pizzur í þrjú ár áður, sem seldar höfðu verið í kjörbúðum og notið mikilla vinsælda. Skyndiþjónusta árið 1986 Heimsending á pitsum, eða „Skyndiþjónusta“ eins og þjónustan var kölluð í upphafi, hófst svo árið 1986, hjá til að mynda Pizzahúsinu og Eldsmiðjunni sem var opnuð það ár. Sama ár var pitsastaðurinn Jón Bakan opnaður sem lagði fyrst og fremst áherslu á heim- sendingu í pitsum og nutu Jón Bakan-pitsurnar mik- illa vinsælda næstu árin. Það ár var greinilegt að pits- an hafði rutt sér til rúms á Íslandi og nærri tuttugu veitingastaðir á Íslandi voru með pitsuofn. Má þar nefna Sælkerann í Austurstræti, Biggabar í Tryggva- götu, Ítalíu á Laugavegi og Pizza Hut sem þá hafði opnað stað á Suðurlandsbraut. Talað var um „farald- ur“ í opnun pitsustaða í Viðskiptablaðinu það ár. Sendlum gert erfitt fyrir Árið 1993 urðu læti á pitsumarkaðinum þegar amer- íska pitsukeðjan Dominos opnaði pitsustað á Grensás- vegi, ská á móti þar sem Pizzahúsið stóð. Dominos lofaði viðskiptavinum því að fá pitsuna ókeypis ef sendlarnir væru meira en 30 mínútur á leiðinni. Pizzahúsið lofaði því sama. Sögur bárust af hraðakstri og svo óprúttnum viðskiptavinum sem reyndu að koma í veg fyrir að pitsan næði á áfangastað á tilsett- um tíma. Þannig birtist frétt um það í Alþýðublaðinu að maður hefði komið upp vegatálma, stærðar búkku, við enda götunnar sem hann bjó í. Tilraunin tókst þó ekki og pitsan náði í höfn áður en þrjátíu mínútur voru liðnar. Í dag eru pitsustaðir eða veitingastaðir sem hafa pitsur á matseðli sínum nærri hundrað. Pitsurnar sem vöndust svo vel Árið 1960 hélt Naustið kynningu á Ítalíu og bauð gestum að bragða á pitsu eitt kvöld. Tveimur árum síðar birtist fyrsta pitsuupp- skriftin í dagblöðum, gerlaus, og minnti meira á smjördeig. Júlía Margrét Alexandersdóttir fór aftur til pitsufortíðar. SÆLKERINN Í AUSTURSTRÆTI Veitingastaðurinn Sælkerinn var staðsettur í Austurstræti og voru pítsurnar á staðnum afar vinsælar. PITSUDEIGI SVEIFLAÐ ÁRIÐ 1981 Pitsukokkur á Pizzahúsinu á Grensásvegi sýnir listir sínar árið 1981. MYNDIR/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR PIZZA HUT 1988 Ameríska pitsu keðjan var opnuð þetta ár og fimm árum síðar var skrifað í Alþýðublaðið: „Senn líður að því að menn vita ekki almennilega hvort borgin (Reykjavík) er íslensk eða amerísk. Bílar aka um borgina á miklum hraða með Dómín- ós-pizzur og nú er McDonalds að opna hamborgarastað með al-amerískum skiltum.“ „ASCO“-PITSA ÁRIÐ 1983 Með fyrstu pitsunum sem Íslendingar kynntust voru plastinnpakkaðar pitsur sem kaupa mátti í kjör- búðum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.