Fréttablaðið - 24.07.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 24.07.2010, Blaðsíða 6
6 24. júlí 2010 LAUGARDAGUR DÓMSMÁL Skuld manns vegna gengistryggðs bílaláns hjá Lýs- ingu verður gerð upp eins og ef lánið hefði verið tekið með óverðtryggðum vöxtum Seðla- banka Íslands, samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í gær. Fullvíst er að dóminum verður áfrýjað til Hæstaréttar, enda mun niðurstaða dómsins hafa fordæm- isgildi fyrir önnur gengistryggð lán, sem Hæstiréttur dæmdi nýverið ólögmæt. Dómurinn gengur út frá því að báðum aðilum hafi verið ljóst að lánið væri í raun verðtryggt í erlendri mynt. Þar sem geng- istryggð lán hafi verið ólögmæt sé því eðlilegt að miða við óverð- tryggða vexti Seðlabankans. Dómurinn sem féll í gær varð- aði gengistryggt bílalán sem tekið var í nóvember 2007. Lánsupp- hæðin var tæplega 3,6 milljónir króna. Lántakandinn greiddi af láninu þar til í apríl 2009 og skil- aði bílnum í lok júlí það sama ár. Lýsing stefndi lántakandanum og krafðist þess að fá greitt til baka eins og ef lánið hefði verið tekið með verðtryggingu í íslensk- um krónum samkvæmt gjaldskrá félagsins. Vildi Lýsing fá alls 1,3 milljónir króna, auk dráttar- vaxta. Á það féllst lántakandinn ekki, og taldi sig eiga að greiða af lán- inu miðað við vaxtakjör sem fram komu í samningnum. Hann hélt því fram fyrir dómi að honum bæri að greiða tæplega 123 þús- und krónur auk dráttarvaxta. Lýsing setti fram fimm vara- kröfur í málinu, og féllst dóm- arinn á þá fjórðu. Þar var þess krafist að lántakandinn greiddi af láninu eins og ef það hefði verið tekið miðað við óverðtryggða vexti Seðlabanka Íslands á hverj- um tíma. Var lántakandinn því dæmdur til að greiða um 796 þús- und krónur, auk dráttarvaxta. Dómarinn bendir í umfjöllun sinni á að Lýsing hafi boðið ýmis konar lán, og lántakanda hafi mátt vera fullkunnugt um að hann væri að taka lán sem væri verðtryggt í erlendri mynt, og að vextir á lán- inu miðuðu við þá verðtryggingu. Gengistryggingin hafi verið for- sendan fyrir því að Lýsing hafi veitt lánið á svo lágum vöxtum, og því eigi samningur um vaxtakjör ekki að binda fyrirtækið eftir að gengistryggingin hafi verið dæmd ólögmæt. Því kemst dómarinn að þeirri niðurstöðu að Lýsing eigi rétt á því að lántakandinn greiði til baka þá fjárhæð sem „ætla má að aðil- ar hefðu ellegar sammælst um, án tillits til villu þeirra beggja“. DÓMSMÁL Eiríkur Guðnason, fyrr- verandi seðlabankastjóri, segir að það hafi verið mistök hjá sér að hafa haldið því fram í viðtali við vefmiðil- inn Pressuna að þeir sem tóku gengistryggð lán beri sömu ábyrgð og lán- veitendur. „Ég sé eftir því að hafa notað stór orð í viðtali við blaðamann Pressunnar þegar ég benti á að báðir aðilar að lánasamningi gengisbundinna lána hafi brotið lög. Vil ég biðjast afsökunar á því,“ segir í yfirlýs- ingu sem Eiríkur sendi Press- unni. Hann segir flesta lántak- endur treysta því að samningar lánafyrirtækja standist lög. - bj Fyrrverandi seðlabankastjóri: Biðst afsökunar á ummælum EIRÍKUR GUÐNASON Fallist var á kröfu um vexti Seðlabankans á gengisláni Gengistryggt bílalán skal gera upp miðað við óverðtryggða vexti Seðlabankans samkvæmt dómi héraðs- dóms. Ósanngjörn niðurstaða sem verður áfrýjað segir verjandi lántakanda. Lýsing bíður eftir Hæstarétti. DÓMUR FALLINN Jóhannes Árnason, verjandi lántakandans (til hægri), rýnir í niður- stöður dómsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær ásamt samstarfsmanni sínum, Árna Helgasyni lögmanni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Ef þetta verður niðurstaðan verður fjármálakerfið fyrir talsverðu tjóni, en mun minna en ef samningsvextir verða látnir gilda,“ segir Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, spurður um áhrif dómsins á fjármálakerfið. Hann segir að staðfesti Hæstiréttur niðurstöðu hér- aðsdóms sé fjármálastöðugleika ekki ógnað. Eitthvað tap myndi þó falla á ríkissjóð vegna málsins, vegna eignarhlutar í Landsbankanum og öðrum fjármálafyrir- tækjum. „Þessi niðurstaða kom ekki á óvart, dómarinn miðar við vexti sem tilgreindir eru í lögum,“ segir Gylfi. Hann segir að niðurstaðan sé mitt á milli ýtrustu krafna beggja aðila, og allir ættu að geta sætst á slíka niður- stöðu. Verði niðurstaða Hæstaréttar í takt við dóm héraðs- dóms mun fólk sem tók gengistryggð lán vonandi vera í svipaðri stöðu og þeir sem tók verðtryggð íslensk lán, segir Gylfi. Hann bendir á að fyrirtækin hafi verið með mun hærri upphæðir í gengis- tryggðum lánum en heimilin, og þau gætu sett fjármálakerfið í vanda yrðu samningsvextir á þeim látnir standa. Segir fjármálastöðugleika ekki ógnað GYLFI MAGNÚSSON „Þessi niðurstaða er vissulega vonbrigði, en maður átti svo sem von á þessari niðurstöðu,“ segir Marinó G. Njálsson, stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimil- anna. Hann segir að það mikilvæga sé að nú fari málið til Hæstaréttar, þar sem endanleg niðurstaða fáist. Marinó segir það einkennilegt hjá dómaranum að telja að lánafyrirtækið hafi orðið fyrir forsendubresti þegar Hæstiréttur hafi komist að þeirri niðurstöðu að gengistryggð lán væru ólögleg. Fráleitt sé að telja það forsendubrest brjóti lánveitandinn lög. Í öllu falli sé óeðlilegt að tekið sé tillit til forsendubrests lánveitand- ans en ekki lántakans. Í dómnum segir að Lýsing eigi rétt á greiðslum samkvæmt því sem líklegt sé að samið hefði verið um, „án tillits til villu þeirra beggja“. Marinó gerir athugasemdir við þetta orðalag, þar sem augljóst sé að lánveitandinn hafi brotið lög. „Neytandinn á ekki að þurfa að hafa áhyggjur af því hvort vara sem í boði er á markaði sé lögleg eða ekki.“ Fráleitt að lögbrot leiði til forsendubrests MARINÓ G. NJÁLSSON „Í dóminum segir að miða skuli við óverðtryggða vexti Seðlabankans á hverjum tíma, sem fóru yfir 20 prósent um tíma, svo það er ekki sérlega sanngjörn nið- urstaða,“ segir Jóhannes Árnason, verjandi lántakandans sem Lýsing stefndi. „Við teljum að það séu ekki forsendur til að setja þessi ákvæði inn í samn- inginn, og hækka samningsbundna vexti eftirá, skuldaranum í óhag.“ Jóhannes segir að málinu verði augljóslega áfrýjað til Hæstaréttar. Hann segir það dómsins að ákveða hvenær málið verður tekið fyrir, en hann vonast til þess að það fái flýtimeðferð hjá dómstólnum. „Þangað til annað kemur í ljós gildir þessi niðurstaða um samninga sem eru gengistryggðir og óverðtryggðir vextir Seðlabankans taka við. En málinu verður áfrýjað, og mun fá endanlega niðurstöðu hjá Hæstarétti,“ segir Jóhannes. „Ég held að það geri sér allir grein fyrir því að það sé mikilvægt að fá botn í þessi mál, og vonandi kemur niðurstaða strax í haust.“ Vonast eftir niðurstöðu strax í haust Fordæmisgildi dóms Héraðsdóms Reykjavíkur vegna gengisláns hefur tak- markað fordæmisgildi, þar sem fyrir lá áður en málið var höfðað að því yrði áfrýjað til Hæstaréttar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Lýsingu vegna niðurstöðu héraðsdóms. „Mikilvægi þessa dóms felst fyrst og fremst í því að dómurinn er nauð- synlegur áfangi til að ná fram endanlegri niðurstöðu í þessu mikilvæga máli,“ segir þar ennfremur. Vonir standa til þess að Hæstiréttur kveði upp dóm í málinu í september. Lítið fordæmi FRÉTTASKÝRING: Hvað gerist eftir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um gengislánavexti? Líst þér vel á að dregið verði úr tekjutengingu bóta? JÁ 70,2% NEI 29,8% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ert þú sátt(ur) við dóm héraðs- dóms vegna gengistryggðra bílalána? Segðu þína skoðun á visir.is NOREGUR Tveir norskir blaðamenn hafa verið handteknir í Banda- ríkjunum fyrir að taka myndir af framtíðarheimili Chelsea Clinton, dóttur forsetans fyrrverandi og utanríkisráðherrans núverandi. Hún gengur í hjónaband í dag. Blaða- mennirnir frá Verd ens Gang eru sakaðir um að fara inn á annarra manna lóð við mynda- tökuna. Ritstjóri VG segir að þeir hafi ekki vitað af myndaranum. Ritstjórinn segir að blaðið muni borga sektina en það sé skoðun hans að bandaríska lögreglan fari þarna offari. - ót Setið um Chelsea Clinton: Lögregla hand- tók tvo norska blaðamenn CHELSEA CLINTON Microsoft sló met Methagnaður varð af starfsemi Microsoft á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Hagnaðurinn nam 16 milljörðum dollara eða tæplega 2.000 milljörð- um króna. Þessi hagnaður er töluvert umfram væntingar sérfræðinga og hækkuðu hlutabréf í Microsoft um þrjú prósent í utanmarkaðsviðskipt- um í gær þegar uppgjörið var kynnt. VIÐSKIPTI Brjánn Jónasson brjann@frettabladid.is KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.