Fréttablaðið - 24.07.2010, Side 50

Fréttablaðið - 24.07.2010, Side 50
30 24. júlí 2010 LAUGARDAGUR folk@frettabladid.is Tónlistarmaðurinn KK fagnar um þessar mundir 25 ára starfsafmæli. Af því tilefni ætlar hann að halda tónleika í Háskólabíói laugardaginn 11. september, en miðasala hófst á Midi.is í gær. Þar ætlar KK að fara yfir feril- inn í tali og tónum og fá til sín góða gesti. Hljómsveitin verður svo undir stjórn Eyþórs Gunnarssonar. KK sendi frá sér plötuna Lucky One árið 1991 og hefur síðan verið eitt stærsta nafnið í íslenskri tón- list. KK hefur gert átta sólóplötur, fimm plötur í samstarfi við Magn- ús Eiríksson, tvær plötur með hljómsveit sinni KK Band, eina jólaplötu með systur sinni Ellen Kristjánsdóttur sem og fjöldann allan af tónlist fyrir leikhús og kvikmyndir, þar ber hæst tónlist hans í verkunum Þrúgur reiðinnar og Fjölskyldan. KK fagnar starfsaf- mæli í Háskólabíói STARFSAFMÆLI KK fer yfir ferilinn á tónleikum í september. 36 kvikmyndir hafa verið kynntar til þátttöku á Alþjóðlegu kvikmynda- hátíðinni í Reykjavík, RIFF, sem verður haldin 23. sept- ember til 3. október. Meðal áhugaverðra mynda á Alþjóðlegu kvikmyndahátíð- inni í Reykjavík, RIFF, í haust er bandaríska heimildarmynd- in When The Dragon Swallowed The Sun. Myndin segir frá frels- isbaráttu Tíbeta á síðustu árum og varði leikstjórinn Dirk Simon sjö árum í gerð hennar. Töluverð- ar líkur eru á því að hann fylgi myndinni til Íslands og verði við- staddur frumsýningu hennar. Í myndinni koma meðal ann- ars fram leikarinn Richard Gere, Desmond Tutu og Dalai Lama. Þá leikur tónlistin stórt hlutverk í myndinni en þeir Thom Yorke, Damien Rice og Philip Glass voru fengnir til að semja hana. Einnig hljómar eitt laga Bjarkar Guðmundsdóttur í myndinni. Önnur áhugaverð heimildar- mynd á hátíðinni er hin banda- ríska Which Way Home sem var tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta heimildarmyndin fyrr á árinu. Myndin fylgir eftir börn- um sem reyna í örvæntingu sinni að komast frá hinum ýmsu lönd- um Suður-Ameríku, í gegnum Mexíkó og til Bandaríkjanna, í þeirri von að finna foreldra sína sem þar búa. Frelsisbarátta Tíbets á RIFF Hinir fimm sameinuðu með- limir strákabandsins Take That hafa ákveðið að banna áfengi á væntanlegri tón- leikaferð um Evrópu á næsta ári. Svo virðist sem partí- stand sveitarinnar sé á enda runnið, enda hafa Robb- ie Williams og Mark Owen glímt við áfengisvandamál undanfarin ár. „Strákarnir ræddu saman í síðustu viku þegar þeir voru að vinna að nýju tónlistarmyndbandi. Þeir ræddu dagskrána fyrir næsta ár. Þetta er viðkvæmt málefni en hvorki hljóm- sveitin né aðstoðarmenn hennar fá að hafa áfengi um hönd,“ sagði heimildarmaður The Sun. Þrátt fyrir bannið ætla þeir félagar að þjappa sér saman fyrir tónleikaferðina með því að fara í strákaferð til Los Angeles og Las Vegas. Það var Williams sem stakk upp á ferðinni, sem verður farin í næsta mánuði. „Það er auðvelt að láta lítið fyrir sér fara þar, fela sig frá sviðsljósi fjölmiðla, vinna að nýjum hugmyndum og slappa af.“ Take That allsgáð á tónleikaferð ALLSGÁÐIR Robbie Williams og Gary Barlow verða ódrukknir á tónleika- ferðalaginu. NORDIPHOTOS/GETTY HEIMILDARMYND UM TÍBET Bandaríska heimildar- myndin When The Dragon Swallowed The Sun segir frá frelsisbaráttu Tíbeta á síðustu árum. > SORGMÆDDUR EKKILL Leikarinn Liam Neeson er enn þá að jafna sig á fráfalli eiginkonu sinnar, leik- konunnar Natöshu Richardson, sem lést fyrir sextán mánuðum. Hann og synir hans tveir eru snortnir af þeim fjölda skilaboða sem þeim hefur bor- ist vegna andláts hennar. „Ef ég á að vera hreinskilinn þá tökum við einn dag fyrir í einu,“ sagði Neeson. „Ég er enn að fá yndisleg samúðarbréf frá fólki og þau snerta mig djúpt.“

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.