Fréttablaðið - 24.07.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 24.07.2010, Blaðsíða 8
 24. júlí 2010 LAUGARDAGUR ATH. Husqvarna CR 50 verður til sýnis hjá Púkanum á Íslandsmeistaramóti í motocross sem fram fer í Sólbrekkubraut (við Grindavíkurafleggjarann) í dag! ar gu s 10 -0 07 2 bmvalla.is Pantaðu ókeypis landslagsráðgjöf í síma 412 5050 Nánari upplýsingar á bmvalla.is Íslensk hönnun og íslenskar vörur fyrir sælureitinn þinn - hellur, steinar, blómaker og fjölmargt annað sem skreytir umhverfið Íslensk hönnun, íslenskt hráefni, íslensk framleiðsla, íslensk gæði! Heimsókn í Fornalund kveikir ótal nýjar hugmyndir. Sérfræðingar okkar í Fornalundi aðstoða þig við að breyta garðinum þínum í sannkallaðan sælureit. Söludeild :: Fornalundi, Breiðhöfða 3 :: Sími: 412 5050 Söludeild :: Akureyri :: Sími: 412 5202 Söludeild :: Reyðarfirði :: Sími: 412 5252 Netfang :: sala@bmvalla.is EFNAHAGSMÁL Íslandsbanki og Lýs- ing hafa komist að þeirri niður- stöðu að dómur Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggingu lána nái eingöngu yfir kaupleigusamn- inga en ekki aðra leigusamninga svo sem fjármögnunarleigusamn- inga. Íslandsbanki sendi tilkynningu til viðskiptavina sinna í síðustu viku varðandi málið og Lýsing birti frétt á vefsíðu sinni í gær. Sam- kvæmt upplýsingum frá Íslands- banka er um að ræða á þriðja þús- und leigusamninga af þeirra hálfu en slíkir samningar eru aðallega gerðir við fyrirtæki og einstakl- inga í atvinnurekstri. Í umfjöllun Fréttablaðsins um fjármögnun vinnuvéla í ágúst 2007 kemur fram að bændur hafi fremur nýtt sér kaupleigusamn- inga, vegna möguleika sem slík- ir samningar hafi veitt í afskrift á tækjakosti. Þar er um leið haft eftir starfsmanni Glitnis banka að verktakar hafi fremur kosið fjár- mögnunarleigusamninga vegna möguleika til skattfrestunar sem sú leið hafi haft í för með sér. Arion banki veitti engin geng- istryggð bílalán og hefur því ekki skoðað málið. Avant gerði nær ein- göngu kaupleigusamninga við sína viðskiptavini og hefur því ekki skoðað þetta heldur. Ekki fengust upplýsingar frá Landsbankanum og SP-fjármögnun um málið. Í tilkynningu Íslandsbanka segir að efni fjármögnunarleigusamn- inga sé í veigamiklum atriðum frábrugðið kaupleigusamningum og að dómur Hæstaréttar hafi ein- ungis náð til slíkra samninga, því verði áfram miðað við umsamda myntsamsetningu við útreikninga framtíðarleigureikninga á fjár- mögnunarleigusamingum. Túlkun fyrirtækjanna byggist á því að dómur Hæstaréttar hafi eingöngu náð til lánasamninga og ekki sé hægt að skilgreina fjár- mögnunarleigusamning sem lána- samning þar sem eignin sem leigð er skiptir ekki um hendur. magnusl@frettabladid.is Leigusamn- ingar áfram í erlendri mynt Íslandsbanki og Lýsing telja dóm Hæstaréttar um gengislán ekki ná yfir fjármögnunarleigusamninga. LÁN TIL TÆKJAKAUPA Kaupleigusamningar voru aðallega gerðir um kaup einstaklinga á bílum en fjármögnunarleigusamningar um kaup fyrirtækja á tækjum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ■ Í kaupleigu felst að viðskipta- vinur og fjármögnunarfyrirtæki gera með sér samning um það að fyrirtækið kaupir þann bíl sem leigutaki óskar eftir og leigir honum svo bílinn í umsaminn tíma. Í lok samn- ingstímans greiðir leigutaki svo lokaafborgun og eignast bílinn í kjölfarið eða notar bílinn sem greiðslu upp í nýjan bíl. Slíkir samningar eru algengasta leið fjármögnunar á bílum og henta betur þegar bíllinn er ekki ætl- aður til atvinnurekstrar. ■ Fjármögnunarleiga er ólík að því að leyti að leigutakinn hefur val um að kaupa tækið í lok samningstímans en er ekki skuldbundinn til þess og getur kosið að leigja tækið áfram. Einnig er skattaleg meðhöndl- un tækja sem keypt eru með fjármögnunarleigu öðruvísi, sem gerir það að verkum að slík leiga hentar fyrirtækjum og einstaklingum í atvinnurekstri betur en kaupleiga. Hver er munurinn? N-KÓREA, AP N-Kóreumenn hafa hótað að mæta heræfingum S- Kóreu og Bandaríkjanna með „áþreifanlegum hætti“. Heræf- ingarnar eiga að hefjast á sunnu- dag og standa í þrjá daga. Ri Tong Il, talsmaður stjórn- valda í N-Kóreu lét þessi orð falla á ráðstefnu Suðaustur-Asíuríkja í Víetnam í gær. Hann hafði einnig tjáð sig um málið á fimmtudag og ítrekaði í gær að N-Kóreumenn neituðu allri aðild að því að hafa sökkt suðurkóresku skipi í mars. Um það hafa staðið miklar deilur síðan, og er það meðal annars ástæða þess að Bandaríkjamenn hafa tilkynnt um hertar refsiað- gerðir gagnvart Norður-Kóreu. Evrópusambandið hefur einnig upplýst um að nýjar refsiaðgerðir séu til skoðunar. Hillary Clinton, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, svar- aði með því að segja Bandarík- in reiðubúin til að hitta og semja við N-Kóreu, en aðeins gegn breyttri hegðan. Áframhaldandi hótanir N-Kóreumanna væru áhyggjuefni og yllu spennu meðal nágrannaþjóða og á svæðinu í heild. - þeb N-Kórea segir „áþreifanlegra aðgerða” að vænta: Hóta vegna heræfinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.