Fréttablaðið - 24.07.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 24.07.2010, Blaðsíða 22
22 24. júlí 2010 LAUGARDAGUR ■ Á niðurleið Fylleríishópferðir í sund Hvað gengur fólki eiginlega til að flykkjast í sundlaugina eftir lokun öldurhúsa og eyðileggja þannig skemmtilegt framtak nýs meirihluta. Exótískir montstatusar Ef þú vilt æra Facebook-vini þína skaltu segjast vera að borða klementínur frá Maldív- eyjum eða baða þig í kókosolíu á strönd í Suður-Ameríku. Einhverjir tískuspekúlantar staðhæfa að svört klæði muni ekki eiga upp á pallborðið í vetur Ótrúleg tíðindi úr tískuheiminum ef sönn reynast. Dagur í lífi safnformanns Nýlistasafnið í Reykjavík hlaut á dögunum Safnaverðlaunin 2010 en safnið þykir hafa skarað fram úr í starfsemi sinni. Nýlista- safnið þykir þar einkum hafa staðið hvað fremst í varðveislu á gjörningum. Birta Guðjónsdóttir myndlistarmaður starfar sem formaður Nýlistasafnsins og festi á filmu nokkur brot úr vinnudegi sínum. MYNDBROT ÚR DEGI | Fimmtudaginn 15. júlí | Myndir teknar á Panasonic Lumix DMC-LX2 (Leica-linsa) 1 Dagurinn byrjaði á því að ég fann ekkert sem ég leitaði að heima hjá mér, þar er allt í drasli enda var ég að flytja í nýja íbúð. Þar mála ég einn vegg og festi eina skúffuhöldu á viku, vegna tímaskorts. Er þó búin að mála eldhúsið og valdi litinn kúltúrbrúnan, eftir nafninu. 2 Hér er ég komin á skrifstofu Nýlistasafnsins, þar er aðeins minna drasl og alltaf mikið að gera. Elín Þórhallsdóttir, safneignarstarfs-maður safnsins, tók myndina. 3 Í hádeginu átti ég fund með Ármanni Agnarssyni hönnuði, sem hannaði m.a. bókina Nýlistasafnið / The Living Art Museum 1978-2008. Fékk mér dýrindis fiskisúpu og brauð með humm- us á veitingastaðnum Kryddlegin hjörtu, hinum megin við götuna á Skúlagötunni. 4 Nýlistasafnið hlaut nýlega Íslensku safnaverðlaunin, sem veitt voru á Bessastöðum við hátíðlega athöfn. Af því tilefni buðum við meðlimum Nýlistasafnsins, listamönnunum sem hafa rekið safnið af metnaði og elju í 32 ár, í fögnuð af því tilefni. Á myndinni sést Finn-bogi Pétursson segja okkur Guðjóni Ketilssyni og Kristínu Ragnarsdóttur frá spennandi hljóðbylgjupælingum. 5 Svo fór ég á gjörning, sem var hluti af dag-skrá listahátíðarinnar Villa Reykjavík. Þarna sjást Unnur Andrea og samstarfsfólk hennar í miklum ham í gjörningi hennar, sem vakti lukku. Ég reyndi líka að taka mynd þarna af hinum svokallaða Shivering Man, sem ég er mjög hrifin af, en myndirnar urðu of hreyfðar. 6 Svo er hér ein mynd úr hjólatúr í hverfinu mínu indæla, Þingholtunum, í kvöldsólinni. Húsin í hverfinu eru í svo fallega húmanískum stærðum og hlutföllum, litrík og persónuleg. Það eru svona móment (og reyndar dagar) sem láta mér líða vel í Reykjavík og fá mig til að trúa því að hún geti orðið Besta borgin! MÆLISTIKAN ■ Á uppleið Blátt, brúnt og jarðlitir í bland á heimilinu Enda fátt skemmtilegra en taka smá forskot á haustið þótt ekki sé nema með einum púða eða svo. After sun Eitthvað gott og kælandi krem fyrir sólbrennda og rækjulitaða landsmenn. Merkipennar Með komandi útihátíðum og ferðalögum er upplagt að nýta næstu daga í að merkja svefn- pokann og hvern ullarsokk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.