Fréttablaðið - 24.07.2010, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 24.07.2010, Blaðsíða 42
 24. JÚLÍ 2010 LAUGARDAGUR8 ● fréttablaðið ● hvert á að fara? Vesturferðir standa fyrir ár- legri Kjötsúpuferð á Hest- eyri í Jökulfjörðum laugar- dagskvöldið 31. júlí. Brottför er klukkan 16.30 frá Ísafirði og á Hesteyri tekur við gleði með varðeldi, söng, kátínu og kjötsúpu. Um miðnættið siglir svo báturinn til baka aftur. Bókanir og allar nánari upplýsingar fást á skrifstofu Vesturferða eða í sí ma 456- 5111. - gun Kjötsúpuferð Siglt er með Sæferðum til Hesteyrar. MYNDIR/SÆFERÐIRKjötsúpan afgreidd út um gluggann. Barðsneshlaupið verður hlaupið í fjórtánda sinn um verslunar- mannahelgina. Hlaupið hefst við bæinn Barðsnes á Barðsnesi en þangað eru hlauparar ferjaðir frá Neskaupstað. Því lýkur svo á torginu neðan við sundlaugina í Neskaupstað. Hlaupið er 27 kílómetrar um fjölbreytt landslag. Farið er yfir móa, mýrar, fjörur og tún. Fyrst er hlaupið eftir gömlum trakt- orsruðningi, þá koma kinda- og hestagötur og að lokum er það þjóðvegurinn sem liggur fyrir hlaupurum. Barðsneshlaupið er orðið hluti af samstarfsverkefninu Hlauparöð 66° Norður ásamt Úlfljótsvatns- hlaupi, Þorvaldsdalsskokki, Vest- urgötunni og Jökulsárhlaupi. Fyrirtækið 66° gráður Norður veit- ir svo fyrstu þremur konunum og körlunum verðlaun. Nánari upplýsingar má finna á www.islandia.is/bardsneshlaup. - mmf Í fjölbreyttu landslagi Farið er yfir móa, mýrar, fjörur og tún. Dagskrá: Föstudagur: • Föstudagsfjör í Réttinni Laugardagur: • Kl. 16.00 – krakkaball í Réttinni Hljómsveitin „Góðir landsmenn” stjórna leikjum og fjöri • Kl. 22.00 – Brekkusöngur Óvæntar uppákomur í brekkunni. • Kl. 24.00 – Stórdansleikur með hljómsveitinni „Góðir landsmenn” Aldurstakmark 20 ár Sunnudagur: • Kl. 16.00 – Barna- og unglingagolfmót GÚ - Pizzahlaðborð og verðlaunaafhending á eftir. Mæting í Réttina kl. 15.30 skráning í mótið fer fram í Réttinni. • Kl. 23.00 – Kappreiðafjör 2010 DJ - Réttin Þjónusta: Hestaleiga fyrir vana sem óvana. Golfvöllurinn - Skráning í rástíma er í Réttinni fyrir leik. Sundlaugin Hlíðalaug - sundlaug og þar er hægt að fá matvöru og gas, einnig er bensínstöð á staðnum tjaldstæði með rafmagni og vatnssalerni. Réttin er opin alla daga kl. 9 - 20 virka daga en lengur um helgar. Í Réttinni er léttur grillmatseðill með pizzum, hamborgurum, heimilismat í hádeginu og súpu- og köku dagsins. Verslunarmannahelgin í Úthlíð Tjaldstæði, golfvöllur, hestaleiga, sundlaug, verslun, veitingastaður, kirkja Afgreiðslutími: Réttin, sundlaugin og golfvöllurinn verða opin frá kl. 9.00 alla verslunarmannahelgina. Rástímar í golf bókaðir í Réttinni. Árbæjarsafn verður opið um versl- unarmannahelgina en þar verður dagskrá í boði í tengslum við sýn- inguna Komdu að leika. Sýningin Komdu að leika fjall- ar um leiki og leikföng barna í Reykjavík á tuttugustu öld. Ljósi er varpað á fjölbreytileika og þróun leikfanga og hvernig leikir endurspegla samfélagið á hverjum tíma. Leikföngin eru ekki bara til að horfa á heldur má leika sér að dóti frá ýmsum tímum í tímastöðvum þar sem endurskapað hefur verið andrúmsloft tómthúss í Reykjavík snemma á tuttugustu öld, betri borgara heimilis frá um 1930, hippaheimilis frá áttunda áratugn- um og barnaherbergja um 1990. Nánari upplýsingar á www.ar- baejarsafn.is. - mmf Farið inn á hippaheimili Dagskrá verður í tengslum við sýning- una Komdu að leika um verslunar- mannahelgina. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.