Fréttablaðið - 24.07.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 24.07.2010, Blaðsíða 20
20 24. júlí 2010 LAUGARDAGUR 1 MOSFELLSDALUR Útimarkaðurinn Mosskógum Í nokkur ár hefur útimark- aður með grænmeti úr Mos- fellsdal, rósum, ullarsokk- um, pestói, silungi og fleiru verið starfræktur í Mosfells- dal og í ár er engin undan- tekning á því. Opið verður alla laugardaga í sumar frá kl. 12-16 en opið er fram í fyrstu frost, í fyrra var það í október. 2 LAXÁ Í LEIRÁR- SVEIT Sveitamarkaður Síðustu árin hefur verið haldinn sveitamarkaður í gamla sláturhúsinu við Laxá í Leirársveit. Markaðurinn er opinn alla sunnudaga, frá kl. 13-18 í allt sumar og fram á haust. Mikið af skemmti- legu handverki, harðfiski, saltfiski og plokkfiski. Heima lagaður ís, skyr og jafnvel broddur. 3 PATREKSFJÖRÐUR Sumarmarkaður Sumarmarkaður Vestfjarða er rekinn í Pakkhúsinu á Patreksfirði á laugardög- um í allt sumar. Opið er frá kl. 13-16. Á markaðinum er vestfirsk matvara og hand- verk selt í bland og mikið til af góðum sjávarafurðum. Má þar nefna sólþurrkaðan saltfisk, skötu, reyktan rauð- maga, harðfisk og einnig er mikið um alls kyns sultur og góðgæti. 4 GRETTISBÓL Á LAUGARBAKKA Spes sveitamarkaður Sveitamarkaður með sögu- aldarlegu ívafi. Spennandi sultur, reyktur rauðmagi, ástarpungar bakaðir í sveit- inni, harðfiskur og ýmist góðgæti. Mikið af fallegu handverki sem byggir á hrá- efni úr héraði, fornum hefð- um og söguminnum. Mark- aðurinn er opinn frá 13-18 á fimmtudögum, 13-20 á föstu- dögum og 11-18 um helg- ar. Opið verður fram yfir miðjan ágúst. 5 EYJAFJARÐAR- SVEIT Sveitamarkaður Sveitamarkaður í um það bil tíu mínútna akstursfjarlægð frá Akureyri, á torgi gömlu Sveitasælgæti, hosur og kerti Fátt er skemmtilegra en að taka eitthvað með sér heim úr sumarfríinu, eitthvert fallegt handverk, heimalagaða sultu eða sveita- ost. Slíkar vörur má til að mynda nálgast á sveitamörkuðum sem njóta síaukinna vinsælda. Fréttablaðið tók saman nokkra staði. Yfir háannaferðatímann í sumar birtir helgarblað Frétta- blaðsins Íslandskort með upp- lýsingum fyrir ferðalanga. Um síðustu helgi var það vegvísir að söfnum víðs vegar um land og í dag leiðarvísir að bænda- mörkuðum. Á næstu vikum má svo búast við svipuðum vísum að ýmsum perlum sem vert er að muna eftir á ferðalaginu. Safnaðu síðunum! ■ Á bænum Hálsi í Kjós má kaupa nautakjöt í neyt- endapakkningum um helgar. ■ Geitakjöt og egg fást meðal annars á Háafelli í Hvítársíðu í Borgarfirði. ■ Andaregg fást hjá ábúendum á Ystu-Görðum í Kol- beinsstaðahreppi á tímabilinu febrúar-september. ■ Landnámshænuegg má fá á bænum Eystri-Torf- stöðum II í Fljótshlíð. ■ Á Erpsstöðum í Miðdölum geta ferðalangar komið frá kl. 13-17 út ágústmánuð og keypt heimagerðar mjólkurvörur, svo sem skyr, ost og ís. ■ Heimareykt hangikjöt, rauðmaga og jafnvel æða- dún er hægt að nálgast á Stað í Reykhólasveit. ■ Á bænum Höfða í Dýrafirði fást dýrindis heima- ræktaðar plómur seinni hlutann í júlí. Einnig egg og handverk. ■ Bærinn Árbær á Mýrum í Hornafirði hefur heima- gerðan rjómaís til sölu sem og prýðis nautakjöt. ■ Sýrt grænmeti (pickles), sultur, og reyktur silungur er meðal þess sem hægt er að kaupa hjá ábúend- um á Gili í Skagafirði. ■ Ábúendur á bænum Miðhúsum í Egilsstaðahreppi hafa meðal annars til sölu sultur, möluð fjallagrös og þurrkaða og frysta sveppi. Nokkur býli sem selja afurðir sínar beint til neytenda garðyrkjustöðvarinnar við Hrafnagil. Markaðurinn er opinn á sunnudögum, kl. 11- 17 og síðasti markaðsdagur- inn í sumar er 15. ágúst. Á markaðinum er boðið upp á brauð, bökur, sultur, saftir, blóm, jurtir og fleira. Kaffi- hús er rétt við markaðinn og ísbar. 6 EGILSSTAÐIR Fjóshornið, Vellir Bændurnir á Egils- stöðum á Völlum opnuðu Fjóshorn- ið nú í sumar en þar verða fram- leiðsluvörur frá býli þeirra til sölu. Opið er út ágústmánuð alla virka daga frá kl. 11.30-18 og 14-18 um helgar en annar afgreiðslutími verður í haust. Á staðnum er hægt að kaupa nautakjöt, þar á meðal hamborgara, skyr, jógúrt og fetaost – allt unnið úr mjólk og kjöti frá bænum. Veitingasala er einnig starf- rækt á staðnum þar sem til að mynda er hægt er að fá skyrtertu með kaffinu sem unnin er úr skyri býlisins og heimalagaða gúllassúpu. 7 HÖFN Í HORNA- FIRÐI Heimamarkaðsbúð Í Heimamarkaðsbúðinni má nálgast kræsingar úr Austur-Skaftafells- sýslu, svæði sem kall- að er ríki Vatnajök- uls. Markaðurinn er starfræktur í Pakkhúsinu á Höfn og er opinn alla daga nema sunnudaga frá kl. 12-19 og verð- ur opinn á þeim tíma út ágústmánuð. Afurðir frá bændum, trillukörlum og sjávarútvegsfyrirtækj- um, lausfrystur humar, heitreyktur makríll, úrvals lamba- og nautakjöt svo fátt eitt sé nefnt. Hamborgar- arnir, sveitaísinn og lífrænt ræktaða kálið njóta líka sér- stakra vinsælda. 8 HVOLSVÖLLUR Sunnlenski sveitamarkað- urinn Gamaldags sveitamarkaður með sunnlenskri framleiðslu. Markaðurinn er opinn frá kl. 11-17 alla daga vikunnar og verður opinn í það minnsta til ágústloka. Kjöt, grænmeti, ávextir, tréleikföng, prjónuð barnaföt, sveita- handverk og margt fleira. Alltaf eitt- hvað nýtt að gerast um hverja helgi. 9 FLÚÐIR Kærleikskrásir og kruðerí Skemmtilegur bændamark- aður í gömlu ferðamiðstöð- inni á Flúðum. Markaður- inn er opinn fimmtudaga og föstudaga frá kl. 15-18.30 og laugardaga og sunnudaga frá 11-18. Alls kyns góðgæti úr næsta nágrenni, græn- meti og kryddjurtir, nýbak- að brauð og snúðar, gæsa- bringur, nautakjöt beint frá býli, silungur, lax og fleira. Að ógleymdum hosum og vettlingum. 10 LAUGARÁS Lífrænn markaður á Engi Markaðurinn í Engi í Laug- arás er opinn frá fimmtu- degi til mánudags, kl. 13-18 og verð- ur opinn til 22. ágúst. Á mark- aðinum fæst l íf- rænt ræktað grænmeti af ótal tegund- um, kryddjurtir, lífrænn ís frá Bíóbúi, girnileg- ar heimalagaðar sultur og fleira. Landnámshænur, kryddjurtagarður og ávaxta- tré eru til sýnis sem og þús- und fermetra völundarhús úr trjágróðri. 11 EYRARBAKKI Gónhóll Markaðurinn á Gónhóli selur bæði alls kyns girnilega mat- vöru og handverk og er einn- ig með aðstöðu fyrir fólk sem vill koma og selja kompudót. Markaðurinn er opinn alla daga frá 11-18, nema mið- vikudaga. Grænmeti, klein- ur, fiskur frá Vestmanna- eyjum og alls kyns góðgæti útbúið á gamla mátann, svo sem brjóstsykur, hrökkbrauð, síróp, hunang og alls kyns sykurvörur. Handverk, svo sem íslensk kerti og sápur. 12 REYKJAVÍK Frú Lauga B æ n d a - o g sveitavöru- markað má líka finna í Reykja- vík, að Lauga- læk 6. Opið er miðvikudaga-föstudaga, frá kl. 12-18 og á laugardögum frá 12-16. Hjá Laugu er hægt að fá matvöru hvaðanæva af landinu; bleikju frá Hala í Suðursveit, bláskel frá Hrís- ey, reyktar andabringur frá Hlíðarbergi, grænmeti frá Hæðarenda og Móður jörð. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.