Fréttablaðið - 24.07.2010, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 24.07.2010, Blaðsíða 39
hvert á að fara? ● fréttablaðið ●LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 2010 5 Fjölskylduskemmtanir verða ekki af skornum skammti um verslunarmannahelgina. Víðast hvar um landið verður að finna skipulagða viðburði af einhverju tagi sem taka mið af þörfum fjölskyldunnar. Tónleikar, ratleikir og tertukast Færeysk stemning Lista- og menningarverstöðin á Stokkseyri stendur fyrir Færeyskum fjölskyldudögum um verslunar- mannahelgina. Fjölskyldugarðurinn, kajaleiga, tónleikar og fleira í boði. Sjá stokkseyri.is. Vímulaus skemmtun Fjölskylduhátíð SÁÁ verður að Hlöðum í Hvalfirði um versl- unarmannahelgina. Ratleikir, söngvakeppni, diskó og fleira í boði. Geirmundur Valtýsson og No Matches eru meðal þeirra sem stíga á svið. Sjá www.saa.is. Íþróttir og fjör Mikil áhersla er lögð á íþróttavið- burði og skemmtun á Neistaflugi í Neskaupstað sem fer nú fram í 18. skipti. Hátíðin hefst fimmtudaginn 29. júlí og stendur fram á sunnu- dag. Sjá neistaflug.is. Með hjartað á réttum stað Fjölskylduhátíðin Ein með öllu fer fram á Akureyri um versl- unarmannahelgina. Meðal viðburða má nefna Kirkju- tröppuhlaup Andrésar Andar, Sparitónleika, tívolí, go-kart og ævintýraland að Hömrum. Sveppi og Villi, Latibær og fleiri koma fram. Sjá einmedollu.is. Útivist og leikir Leikir, unglingaböll, flugdrekar, spark- vellir og minigolf skipa stóran sess á Síldarævintýrinu á Siglufirði. Trjálfarnir úr Stundinni okkar mæta. Sjá www. trolli.is. Karnival og kristilegur andi Hvítasunnukirkjan á Íslandi heldur árlegt mót sitt um verslunar- mannahelgina í Stykkishólmi á Snæfellsnesi dagana 29. júlí til 2. ágúst. Í boði eru samkomur í íþróttahúsinu, karnival, andlits- málun, fótboltamót, paint-ball og tónlist. Nánari upplýsingar á kotmot.123.is. Hollusta og hreyfing Unglingalandsmót UMFÍ er vímu- efnalaus íþrótta- og fjölskylduhá- tíð sem verður haldin í Borgarnesi um verslunarmannahelgina. Þar gefst krökkum á aldrinum 11-18 ára kostur á að keppa í tíu íþrótta- greinum auk þess sem fjölbreytt skemmtidagskrá verður í boði. Sjá ulm.is. Einstök náttúra Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljóts- vatni verður opin almenningi um verslunarmanna- helgina. Þótt þar verði ekki formleg hátíð er svæðið yfirleitt fjölsótt af fjölskyldum á þessum tíma enda margt í boði, svo sem kassabílar, bátaleiga og vatnasafarí. Sjá skatar.is. ● DRAGSPIL, VÍSUR OG DANS Harmóníkuunnendur munu hitt- ast á tveimur stórmótum um verslunarmannahelgina, við félagsheimilið Árnes í Skeiða-og Gnúpverjahreppi og í Brúarásskóla á Jökuldal. Erlendir gestir munu heiðra hátíðirnar. Í Árnesi mun hinn norski Håvard Svensrud leika á tónleikum á laugardaginn og ásamt fleirum fyrir dansi öll kvöld- in og í Brúarásskóla spila fimmtán harmóníkuleikarar frá Færeyjum bæði á tónleikum og böllum. Mark- aður, hljóðfærasýning og samspil verða í Árnesi og hátíðahlaðborð á sunnudagskvöld. Auk tónleika og dansleikja í Brúarásskóla verða vísnaþættir þar sem Páls Ólafssonar verður meðal annars minnst í ljóði og söng. Kvenfélag verður með kaffisölu á laugardag og rútuferðir verða milli Brú- arásskóla og tjaldstæðisins í Svartaskógi í Jökulsárhlíð. - gun Efnt verður til hestamannamóts á Vindheimamelum í Skagafirði um verslunarmannahelgina. Það nefnist Fákaflug 2010. Þar verð- ur keppt í A og B flokki gæðinga, ungmenna, unglinga og barna- flokkum, tölti, 100 metra skeiði og kappreiðum og einnig verður kyn- bótasýning. Meðal skemmtikrafta á mótinu verða Helgi Björns og Reið- menn vindanna, Hvanndalsbræð- ur og Magni. Einnig hljómsveitin SSSól sem mun spila á dansleik á sunnudagskvöldinu. - gun Fákaflug í Skagafirði Stórmót skagfirskra hestamanna verður á Vindheimamelum. FRÉTTABLAÐIÐ/SÓLVEIG GÍSLADÓTTIR Leikir og lofgjörð Skógarmenn KFUM&KFUK standa fyrir vímulausu hátíðinni Sælu- dagar í Vatnaskógi dagana 30. júlí til 2. ágúst. Dagskráin er sniðin að fjölskyldunni þar sem íþrótta- viðburðir, skemmtun og bænahald eru í fyrirrúmi. Sjá www.kfum.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.