Fréttablaðið - 24.07.2010, Side 24

Fréttablaðið - 24.07.2010, Side 24
 24. JÚLÍ 2010 LAUGARDAGUR2 ● fréttablaðið ● hvert á að fara? Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum verður haldin í 130. skipti um næstu helgi. Búist er við met- þátttöku nú í ár. „Þetta gæti orðið stærsta hátíð fyrr og síðar því það getur verið að flutn- ingsgetan minnki aftur á næsta ári vegna þess að Flugfélag Íslands er að leggja niður þessa flugleið. Ég veit ekki hvað þeir gera á komandi verslunarmannahelgum,“ segir Tryggvi Már Sæmundsson, stjórn- armaður í þjóðhátíðarnefnd í Vest- mannaeyjum. Á bilinu þrettán til fjórtán þús- und manns lögðu leið sína til Vest- mannaeyja um verslunarmanna- helgina á síðasta ári. Búist er við ívið fleirum nú, enda Landeyja- höfn nýkomin í gagnið og Flugfélag Íslands flýgur enn til Eyja. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir að við- búnaður hafi verið aukinn í Eyjun- um fyrir helgina. „Við búum okkur undir stærstu þjóðhátíð sem hald- in hefur verið og við höfum verið að undirbúa þessa þjóðhátíð frá því að við slitum þeirri seinustu,“ segir Elliði. „Það lá mjög snemma fyrir að það stefndi í stóra hátíð, fyrst og fremst vegna þess hversu góð sú síðasta var og þess vegna hefur allur aðbúnaður og þjónusta við gesti verið stóraukin.“ Elliði og Tryggvi segja að við- búnaður hafi verið aukinn meðal annars með því að fara yfir ör- yggismál, fjölga salernum og bæta samgöngur innanbæjar. „Við erum núna að vinna að því að það verði strætisvagnar í bænum alla helg- ina,“ útskýrir Elliði og Tryggvi tekur við: „Við erum búin að byggja nýtt fjögur hundruð fermetra þjón- ustuhús inni í Dal. Við erum búin að auka afkastagetuna í veitinga- tjaldinu um helming, bæta við götum fyrir hvítu tjöldin og stækka tjaldstæðið fyrir kúlutjöldin.“ Einnig hefur verið opnað veit- ingahús í Höllinni, sem ekki hefur verið gert áður um verslunar- mannahelgi. „Við erum bara að hækka þjónustustigið á Eyjunni á meðan þjóðhátíð gengur yfir,“ segir Björgvin Þór Rúnarsson, veitinga- maður í Höllinni, sem tekur yfir fimm hundruð manns í sæti. En hvernig verður brugðist við ef veður verður slæmt um helg- ina? „Öll viðbragðsplön breytast nú þegar Herjólfur er farinn að sigla í Landeyjahöfn, við tæmum eyjuna hraðar heldur en áður hefur verið,“ upplýsir Elliði. Tryggvi segir að fjórir stórir íþróttasalir verði opn- aðir eins og áður. „Við leikum okkur að því að koma þar fyrir þúsundum manna.“ - mmf ● TJÁ SIG MEÐ TATTÚUM Nei-hópur Femínistafélagsins mun á næstum dögum standa fyrir árlegu átaki gegn nauðgunum, dreifingu fræðsluefnis og sölu b ola og límmiða í tengslum við verslunarmannahelg- ina. Óhætt er að segja að hópurinn verði sérstaklega áberandi í ár, því auk þ ess að klæðast merkt- um bolum hafa einhverjir í hópnum látið húðflúra sig með merki átaksins. „Ég lét tattúvera mig á Reykjavík Ink. t il að sýna stuðning við fórnarlömb nauðgunarglæpa og lýsa óbeit minni á nauðgunum,“ segir Arnar Freyr Björnsson, einn meðlima. A ð þessu sinni verður Nei-hópurinn að störfum í miðbæ Reykjavíkur á næstum dögum og svo við BSÍ og Reykjavíkurflugvöll fyrir v erslunarmannahelgi. Við tekur starf í Vestmannaeyjum og á Akureyri þar sem Nei-hópurinn verður í samstarfi við Aflið, samtök g egn kynferðis- og heimilisofbeldi á Norðurlandi. Margir eru sjálfsagt farnir að velta fyrir sér hvernig veðrið verði um verslunarmannahelgina og ein- hverjir sem ætla einfaldlega að elta veðurblíðuna. Þeir munu hafa úr ýmsu að velja, ef marka má Sirrí spá sem telur næsta víst að veðr- ið muni leika við landsmenn alla. „Veðrið verður gott um allt land,“ segir hún, hugsar sig um og bætir svo við að best verði það þó líkleg- ast á Norðurlandi. Sjálf ætlar Sirrí að halda sig í bænum um næstu helgi enda lítið gefin fyrir útihá- tíðir. „Ég fór aðeins á yngri árum í Húsa- fell og Þórsmörk en hætti því snemma og ætla nú að njóta þess að vera í bænum.“ Spáir góðu veðri Gæti orðið fjölmennasta þjóðhátíðin fyrr og síðar „Takmarkið er eins og alltaf að allir fari sáttir og glaðir af þjóðhátíð,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. „Það verður bara gaman að prófa eitthvað nýtt,“ segir rapparinn Eyj- ólfur Eyvindarson, betur þekktur sem Sesar A, sem ætlar að keppa með FSC karíókí á Mýrarboltamóti á Ísafirði um næstu helgi. Eyjólfur var viðstaddur mótið í fyrra og leist svo vel á að hann ákvað að taka þátt í ár. „Mér fannst þetta stórsniðugt. Svo er þetta gott tækifæri til að fara vestur en þaðan er ég ættaður,“ segir hann og útilok- ar ekki að Erpur bróðir hans mæti líka á svæðið. Eyjólfur ætlar ekki að láta sitt eftir liggja á tónlistarsviðinu þar sem hann mun líka troða upp á Ísa- firði um helgina ásamt vestfirska bandinu Stjörnuryki. „Við gerðum saman lag fyrir Söngvakeppni Vest- fjarða, svo þetta verður stuð.“ Rapparar sækja Mýrarboltamót Sesar A ætlar að reyna fyrir sér á Mýrar- boltamótinu um næstu helgi. Ár Fjöldi 2009 14.000 2008 13.000 2007 10.000 2006 7.000 2005 10.000 2004 9.000 Samkvæmt tölum frétta á Visir.is síðustu árin Fjöldi á þjóðhátíð Hljómsveitin Greifarnir gáfu í vikunni út myndband við lag sitt Útihátíð sem gefið var út árið 1986. „Við vorum farnir að sjá mynd- ir við lagið sem einhverjir höfðu sett inn á YouTube,“ segir Kristj- án Viðar Haraldsson, söngvari Greifanna. „Við fórum að spá í að við ættum að sjá um að lagið væri þarna.“ Eftir að ákveðið var að búa til myndband við lagið komst hljóm- sveitin yfir gamlar myndbands- upptökur af laginu. „Við hugsuð- um með okkur: Jæja ef við ætlum að setja þetta inn á annað borð, er ekki best að gera það almenni- lega,“ segir Kristján en hljóm- sveitarmeðlimir klipptu mynd- bandið sjálfir saman. „Við ákváðum bara að kýla á þetta. Nú er að koma verslunar- mannahelgi og lagið er náttúru- lega alltaf í umræðunni og verið að spila það út um allt á þessum tíma,“ segir Kristján og bætir glettinn við: „Það var einmitt einn sem skrifaði á Facebook að þetta væri kandídat í Evrópumeistara- mótið í nostalgíu.“ Greifarnir spila á Spot í Kópa- vogi um verslunarmannahelgina og stefnir Kristján á setningu mets í spilun Útihátíðar, en fyrra metið var átta skipti sama kvöldið. - mmf Gera langþráð myndband Kristján segir að nálgast megi myndbandið á www.youtube.com/user/Greifarnir. Veðrið verður að sögn Sirríar með besta móti fyrir norðan um næstu helgi. Rokksveit Jonna Ólafs skemmtir á Kringlukránni laugardagskvöldið 24 júlí, ásamt Herberti Guðmundsyni. Sjáumst.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.