Fréttablaðið - 29.07.2010, Side 34

Fréttablaðið - 29.07.2010, Side 34
 29. JÚLÍ 2010 FIMMTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● sumardrykkir Kókosvatn er nýjasta æðið í Hollywood. Þar sést varla stjarna úti á götu án þess að sötra vatn úr fyrsta flokks græn- um, hráum kókoshnetum. Fréttir herma að leik- konan og fyrirsætan Rebecce Romijin og söngkonan Madonna séu óðar í kókosvatn og á sú síðarnefnda, ásamt stjörnum á borð við Matthew McCon aughey og Demi Moore, að hafa fjárfest í Vita Coco, sem framleiðir hundrað prósent hreint kókosvatn úr hnet- um frá Brasilíu. Vinsældir kókos- vatns í Hollywood eru ekki ástæðu- lausar þar sem það er álit- ið vera næringarríkt og innihalda fáar hitaein- ingar en stjörnurnar eru þekktar fyrir að leggja ýmislegt á sig til að huga að heilsunni og viðhalda unglegu útliti. Stjörnurnar vilja kókosvatn Leikkonan Demi Moore hefur kolfallið fyrir kókosvatni. Að vatni frátöldu er te vinsælasti drykkur veraldar. Grænt te er eitt afbrigði og algengt í Asíu og víðar. Grænt te nota sumir sem mildan örvandi drykk líkt og aðrir nota til dæmis kaffi. Þá hefur grænt te væg, þvagræsandi áhrif. Kín- verskir alþýðulæknar hafa öldum saman ráðlagt fólki að drekka grænt te gegn höfuðverk og niður- gangi og til að losa um barkastíflu, sem fylgir kvefi, hósta, astma og öndunarfærakvillum. Þetta kemur fram á vefsíðu Lyfju, www.lyfja.is, þar sem finna má nánari upplýs- ingar um grænt te. Grænt te gott við höfuðverk ● GÓÐAR GEYMSLUAÐ- FERÐIR Jarðarber er vinsælt að nota út í drykki af ýmsum toga. Geymsluþol þeirra er hins vegar takmarkað en á vef- síðunni islenskt.is kemur fram hvernig þau sé best að geyma. Jarðarber geymast verr í hita og því er nauðsynlegt að setja þau í skál, strekkja matarfilmu yfir og geyma í ísskáp við 2-8° C geymsluhita. Berin má líka frysta, þurr eða í sykurlegi og er gott að setja þau fryst út í ýmsa boost-drykki. . ● AÐ VELJA VATNSMEL- ÓNU Vatnsmelónur er hægt að nota ýmist sem snakk, í salöt eða út í svaladrykki, enda bæði ljúffengar og uppfullar af C-vít- amíni og kalki. Hins vegar er gott að hafa nokkur atriði í huga þegar velja á bragðgóða vatns- melónu. Best er að byrja að banka í hana og ef örlítið tóma- hljóð heyrist er hún við réttan þroska. Þá mega endarnir hvorki vera grjótharðir né mjög linir heldur eiga þeir að dúa örlítið ef á þá er ýtt. Glerharðar vatnsmel- ónur eru yfirleitt óþroskaðar og þær of mjúku ofþroskaðar. Grænt te nýtur vinsælda í Asíu.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.