Fréttablaðið - 29.07.2010, Page 46

Fréttablaðið - 29.07.2010, Page 46
34 29. júlí 2010 FIMMTUDAGUR bio@frettabladid.is Forsetafrú Frakklands, Carla Bruni-Sark- ozy, getur nú bætt leikarafaginu á feril- skrána eftir að tökur hófust á nýrri mynd Woody Allen, Midnight in Paris. Bruni leik- ur safnstjóra í myndinni og á móti henni leikur Hollywood-stjarnan Owen Wilson. Þetta er í fyrsta sinn sem forsetafrúin leik- ur en hún hefur bæði gefið út tónlist og setið fyrir á ljósmyndum. „Ég veit ekkert hvort ég get leikið og það getur vel verið að ég sé skelfileg leikkona en ég verð að taka áhætt- una. Þá get ég sagt barnabörnum mínum að ég hafi leikið í Woody Allen-mynd þegar ég var ung,“ segir Carla en myndin verður frumsýnd á næsta ári. Byrjuð að leika FORSETAFRÚIN Carla Bruni-Sarkozy leikur í nýrri mynd Woody Allen. Karatestrákurinn og meist- ari hans eru mættir aftur á hvíta tjaldið í myndinni Karate Kid en í þetta sinn eru það sjálfur Jackie Chan og ungstirnið Jaden Smith sem fara með aðalhlutverk- in. Myndin er endurgerð samnefndrar kvikmynd- ar frá árinu 1984 og nú eru áhorfendur leiddir inn í hinn forboðna heim karate- listarinnar á ný. Myndin var frumsýnd í íslenskum bíó- húsum í gær. Það er erfitt fyrir tólf ára gamlan strák að finna sig í nýju umhverfi en það fær Dre Parker, frá Detroit, að upplifa þegar hann neyðist til að flytja með móður sinni yfir hnött- inn og alla leið til Kína. Nýr skóli, nýir siðir og allt önnur menn- ing blasir við Parker, sem á í úti- stöðum við kínverska skólabræð- ur sína. Þegar húsvörður skólans kemur Parker til bjargar einn dag- inn kynnist Parker bardagaíþrótt- inni karate. Húsvörðurinn, Mr. Han, reynist vera karatemeistari og hefst hann handa við að kenna Parker listina bak við íþróttina svo hann geti tekist á við skólafélag- ana og jafnvel heillað stelpu upp úr skónum. Með aðalhlutverk í mynd- inni fara Jackie Chan og það er ung stirnið Jaden Smith sem leik- ur karatenemann frá Detroit. Hann hefur meðal annars leikið í Pursuit for Happiness með föður sínum, Will Smith, en hann og móðir hans, Jada Pinkett Smith, eru einmitt framleiðendur mynd- arinnar. Leikstjóri er hinn norsk- hollenski Harald Zwart sem meðal annars hefur gert mynd- ir á borð við Pink Panther og Agent Cody Banks. Hann er ætt- aður frá bænum Fredrikstad, rétt fyrir utan Ósló í Noregi, og var mikil glamúr-frumsýning þar á kvikmyndinni í síðustu viku þar sem allar stjörnur myndarinn- ar fjölmenntu. Það er ekki vana- legt að Hollywood-stjörnur leggi leið sína í smábæ í Noregi til að kynna kvikmynd og vakti það mikla athygli fjölmiðla. Karate Kid hefur fengið ágæt- is dóma og fékk góða aðsókn vest- anhafs þegar hún var frumsýnd í byrjun sumars. Blaðamaður Time gefur henni góða dóma og hrós- ar sérstaklega aðalleikaranum, Jaden Smith, og segir hann hafa allt til brunns að bera til að verða stærri stjarna en pabbinn, Will Smith. Spurning hvort þessi mynd verði jafn vinsæl og hin fyrri sem hratt af stað karateæði meðal ungmenna á níunda áratugnum. alfrun@frettabladid.is Karate-strákurinn snýr aftur á hvíta tjaldið MEISTARI OG NEMI Jackie Chan og Jaden Smith leika aðalhlutverkin í nýju útgáfunni af Karate Kid. Ungi leikarinn Ralph George Macchio skaust upp á stjörnu- himininn þegar fyrsta Karate Kid-myndin var frumsýnd árið 1984. Hann varð ein helsta táningastjarnan og eftirsóttur fjölmiðlamatur. Macchio lék einnig í tveimur framhalds- myndum Karate Kid árin ´86 og ´89 en hann var tilnefndur til Razzie-verðlaunanna fyrir þá síðar- nefndu. Í dag ber ekki mikið á kappanum sem hefur varla fengið kvikmyndahlutverk síðan ævin- týrum karatestráksins lauk. Glöggir sjón- varpsáhorfendur geta þó hafa séð honum bregða fyrir í aukahlutverkum í Ugly Betty, Entourage og Law and Order-sjónvarpsþátt- unum á síðustu árum. HVAÐ VARÐ UM RALPH MACCHIO? Teiknimyndasöguhátíðin Comic Con fór fram um helgina í San Diego en þar voru kynntir leikararnir sem munu leika ofurhetj- urnar í kvikmyndinni Avengers. Myndin er byggð á samnefndum teiknimyndasögum og mun Joss Whedon leikstýra. Í Avengers koma saman margar af helstu ofurhetjum hvíta tjaldsins og myndarinnar því beðið með eftirvæntingu af aðdáendum. Robert Downey Jr. mun fara með gamal- kunnugt hlutverk Iron Man en hann hefur nú þegar leikið járnmanninn í tveimur myndum. Mark Ruffalo bregður sér í líki The Incredible Hulk og Chris Evans stíg- ur á svið sem Captain America. Einnig er Jeremy Renner, sem var tilnefndur til Ósk- arsverðlauna fyrir hlutverk sitt í myndinni Hurt Locker, á leikaralistanum en hann á að leika hetjuna Hawk eye. Hollywood-stjarn- an Scarlet Johansson er eina konan á leik- aralistanum en hún mun fara með hlutverk svörtu ekkjunnar, eða The Black Widow. Af leikaralistanum að dæma má gera ráð fyrir að myndin verði ein af stórmynd- um ársins 2012. Stjörnum prýdd Avengers JÁRNKARLINN Robert Downey Jr. fer með hlutverk Iron Man á ný í væntanlegri mynd um ofurhetjurnar Avengers. Scarlet Johansson bregður sér í líki The Black Widow í myndinni. >FLUGMAÐUR Í NÝRRI MYND Leikkonan Blake Lively, sem flest- ir þekkja úr sjónvarpsþáttunum Goss- ip Girl, hefur tekið að sér hlutverk í myndinni Green Lantern sem er væntanleg á næsta ári. Þar leikur hún á móti leikaranum Ryan Reynolds og leika þau flugmenn á orrustuþotum sem fljúga út í geim. Þetta er í fyrsta sinn sem Lively landar hlutverki í stórmynd. Nýjasta kvikmynd Angelinu Jolie, spæjaramyndin Salt, náði ekki að slá kvikmyndina Inception af toppi aðsóknarmestu kvikmynda í Bandaríkjunum. Myndin var frum- sýnd um helgina og var búið að spá því að hún myndi velta drauma- mynd Christophers Nolan, Incept- ion, úr sessi en sú er búin að sitja á toppnum frá því hún var frumsýnd í byrjun mánaðarins. Í kvikmyndinni Salt leikur Ang- elina Jolie rannsóknarlögreglu- konu hjá CIA sem er sökuð um að vera rússneskur njósnari. Nær ekki toppnum ANNAÐ SÆTIÐ Nýjasta mynd Angelinu Jolie, Salt, var í öðru sæti yfir aðsóknar- mestu kvikmyndir í Bandaríkjununum. Eins og flestum er kunnugt vinnur leikstjórinn David Fincher nú hörð- um höndum að því að undirbúa tökur á myndinni, The girl with the dragon tattoo, sem er byggð á metsölubók- inni Karlar sem hata konur eftir sænska höfundinn Stieg Larsson. Flestir bjuggust við því að Fincher myndi laga söguþráð- inn og stemningu kvikmyndar- innar að bandarískum aðstæðum og umhverfi en því vísar hann á bug. Myndin verður tekin upp í Stokkhólmi og bænum Uppsölum rétt fyrir utan höfuðborgina. „Það er ekki hægt að skapa magnþrunginn og dularfullan sænskan vetur í Seattle. Við verðum að gera þetta alvöru,“ segir Fincher um þessa ákvörðun sína. Það mun því verða stjörnufans í Stokk- hólmi á meðan á upptökum stendur og Svíarnir vafalítið spenntir yfir þessu. Fincher, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa leikstýrt myndinni The Curious Case of Benjamin Button, hefur alltaf verið þögull sem gröfin um myndina og vill ekki mikið gefa út á fleiri atriði varðandi myndina. Á dögunum var staðfest að leikarinn Daniel Craig mun leika blaðamanninn óhrædda, Mikael Blomkvist, en ekkert hefur komið í ljós hver leikur pönk- aða tölvusnillinginn Lisbet Salander en ungar Hollywood-leikkonur virð- ast slást um hlutverkið. Myndina á að frumsýna í desember 2011. Tekin upp í Svíþjóð DAVID FINCHER Ætlar ekki að reyna að búa til sænska stemmingu í Bandaríkjunum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES ERTU AÐ FARA Í SUMARFRÍ? Pósthúsið ehf. annast dreifingu Fréttablaðsins, nánari upplýsingar á www.visir.is/dreifing Þú getur afpantað Fréttablaðið á meðan þú ert að heiman. Hafðu samband í grænt númer 800-1177 eða sendu póst á netfangið dreifing@posthusid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.