Fréttablaðið - 29.07.2010, Síða 51
FIMMTUDAGUR 29. júlí 2010 39
Leikarar í Djúpinu um borð í endurgerðri útgáfu af bátnum Hellisey.
Leikarinn Björn Thors undir sæng í káetunni um borð í Hellis-
eynni.
Baltasar Kormákur skipuleggur atriði í Djúpinu.
Leikarinn Russell Crowe hefur samþykkt að taka
þátt í Ben Húr-sýningu sem verður haldin í föð-
urlandi hans, Ástralíu. Sýningin er byggð á sam-
nefndri kvikmynd og fjallar um þræl sem bauð
rómverska keisaraveldinu birginn, rétt
eins og Crowe gerði í myndinni Gladiator.
Í þetta sinn verður leikarinn í hlutverki
sögumanns og verður því eingöngu á bak
við tjöldin. „Það rennur upp sú stund í
lífi hvers skylmingaþræls að hann þarf
að stíga af stalli og gefa öðrum tæki-
færi,“ sagði Crowe. „Þetta er risavaxin
sýning. Það hefur verið mikill metnað-
ur lagður í hana og ég varð bara að vera
með.“ Yfir tvö þúsund manns taka þátt í
sýningunni, sem var upphaflega sýnd í
Frakklandi árið 2006.
Crowe í Ben Húr
RUSSELL CROWE Leikarinn hefur samþykkt að taka þátt
í Ben Húr-sýningu í föðurlandi sínu, Ástralíu.
Tónlistarmaðurinn Elton John
hringir í rapparann Eminem í
hverri viku til að ganga úr skugga
um hvort hann sé allsgáður. Emin-
em aflýsti tónleikaferð sinni fyrir
fimm árum vegna fíknar í lyfseð-
ilsskyld lyf. „Elton hringir í mig
einu sinni í viku. Hann er í þess-
um bransa og veit hversu erfitt
getur verið að halda dampi. Hann
skilur vel álagið sem er á lista-
mönnum,“ sagði Eminem. Hinn 63
ára Elton átti sjálfur við kókaín-
fíkn að stríða og misnotaði áfengi
en tókst að sigrast á vandanum.
Hann og Eminem hafa
verið góðir vinir síðan þeir sungu
saman á Grammy-verðlaununum
árið 2001.
Elton hringir í Emin-
em í hverri viku
EMINEM Rapparinn Eminem fær símtal
frá Elton John í hverri viku.
„Allir vinna“ er hvatningarátak sem miðar að því að hleypa krafti
í atvinnu lífið á Íslandi. Þeir sem ráðast í framkvæmdir við eigið íbúðar-
húsnæði eða sumarhús eiga rétt á 100% endurgreiðslu á virðisauka-
skatti af vinnu á verkstað. Að auki fæst lækkun á tekjuskatts stofni,
sem getur numið allt að 300.000 krónum.
Arion banki býður nú viðskiptavinum sínum
hagstæð lán til að styðja við átakið.*
**
* Lánin eru veitt til einstaklinga með góða greiðslugetu.
** 3% lægra en óverðtryggðir kjörvextir Arion banka skv. vaxtatöflu.
Við ætlum að gera betur