Fréttablaðið - 29.07.2010, Síða 54
42 29. júlí 2010 FIMMTUDAGUR
sport@frettabladid.is
HANDBOLTI Ísland á eitt besta landslið
heims í handbolta karla, ekki bara
hjá A-landsliðum heldur einnig
í ungmennaflokki. Strákarnir í
U20 ára landsliði Íslands, fæddir
1990 eða síðar, hafa spilað saman
í meira og minna fimm ár en þetta
er síðasta stórmótið sem þeir fara
saman á.
Mótið fer fram í Slóvakíu en þar
varð Ísland einmitt Evrópumeistari
ungmennaliða árið 2003.
„Við erum ekki hræddir við
að gefa það út að við stefnum á
gullverðlaun. Það er ekki alltaf
venjan hjá Íslendingum að gefa
það út en við vorum í öðru sæti á
síðasta stórmóti og ætlum ekki
á EM til að ná lakari árangri. En
við gerum okkur grein fyrir því að
þetta verður erfitt og ein átta önnur
landslið telja sig líka geta unnið,“
segir Einar Guðmundsson, þjálfari
liðsins, en Ísland lenti í fjórða sæti
á EM í Tékklandi árið 2008.
Liðið hefur eytt sumrinu saman
og nánast búið í Kaplakrikanum.
Þar voru daglegar lyftingaæfingar
allan júnímánuð og aðeins tekið frí
á sunnudögum. Liðið hefur síðan
æft tvisvar á dag um helgar í júlí.
„Strákarnir eru margir hverjir
að fórna sumarvinnu og öðru.
Einhverjir ákváðu að vinna
ekkert og einbeita sér alfarið að
handboltanum, aðrir stunda létta
vinnu,“ segir þjálfarinn sem er
ánægður með ákveðnina í liðinu.
Í því eru tveir leikmenn sem
spiluðu með A-landsliði Íslands á EM
í Austurríki, Ólafur Guðmundsson
og Aron Pálmarsson.
„Þetta er mjög góður og
einstakur hópur. Metnaðurinn
er mikill og markmiðin eftir því.
Það getur brugðið til beggja vona
í þessu móti, einn slakur leikur og
mótið gæti verið búið fyrir okkur.
Liðið er ekki endilega undir neinni
utanaðkomandi pressu, það setur á
sig pressu sjálft.“
Ísland er í riðli með heimamönn-
um í Slóvakíu auk Ísraels og Portú-
gals. „Við teljum okkur vera nokk-
uð heppna með riðil. Við töpuðum
reyndar fyrir Portúgal á síðasta ári
í æfingaleik, þeir eru litlir, fljótir
og teknískir. Það er alltaf hættu-
legt að mæta heimaliðinu en Ísrael
er fyrirfram með veikasta lið rið-
ilsins.“
Einar segir að íslenska liðið
muni breyta til á þessu móti og
færa sig úr 3-2-1 vörn í 5-1 og 6-0
vörn. Það er sú vörn sem A-landslið
Íslands vinnur hvað mest með.
Hraðaupphlaup eru aðalsmerki
liðsins og vonast þjálfarinn eftir
fleiri slíkum með breyttri vörn.
„Við höfum lagt gríðarlega vinnu í
varnarleikinn og með þessu viljum
við nýta styrkleika okkar betur,“
segir Einar og bætir við að breiddin
í hópnum sé að aukast og leikmenn
sem hafa verið að koma af bekknum
séu enn sterkari en áður.
Fyrsti leikur Íslands er gegn
heimamönnum í dag klukkan 18.00.
hjalti@frettabladid.is
Við ætlum okkur gullið
Ungmennalandslið Íslands í handbolta er á leiðinni í lokakeppni EM sem hefst
á morgun. Liðið vann silfurverðlaun á HM á síðasta ári og hefur spilað meira
og minna saman í fimm ár. Þjálfarinn er óhræddur við að stefna á gullið.
Í STÓRUM HLUTVERKUM Ólafur Guðmundsson og Aron Pálmarsson eru lykilmenn í
liði Íslands. Hér eru þeir á æfingu landsliðsins í vikunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Leikmenn Íslands:
Nafn (Lið) Landsleikir (Mörk)
Markmenn:
Arnór Stefánsson (ÍR) 33 (0)
Sigurður Arnarson (Fram) 12 (0)
Kristófer Guðmundss. (Afturelding) 14 (0)
Aðrir leikmenn:
Guðmundur Á. Ólafsson (Haukar) 37 (195)
Ragnar Jóhannsson (Selfoss) 37 (148)
Ólafur Guðmundsson (FH) 37 (141)
Oddur Gretarsson (Akureyri) 34 (129)
Örn Ingi Bjarkason (FH) 29 (69)
Stefán Sigurmannsson (Haukar) 29 (52)
Aron Pálmarsson (Kiel) 26 (140)
Sigurður Ágústsson (FH) 22 (42)
Róbert Aron Hostert (Fram) 21 (18)
Þorgrímur Ólafsson (ÍR) 18 (16)
Bjarki Már Elísson (HK) 16 (20)
Heimir Óli Heimisson (Haukar) 11 (18)
Árni Steinn Steinþórsson (Selfoss) 8 (14)
FÓTBOLTI Valsstúlkur töpuðu fyrir Fylki í Pepsi-deild
kvenna á þriðjudagskvöldið. Lokatölur urðu 3-0 fyrir
Fylki sem sýndi að Valur er ekki ósigrandi lið. Úrslit-
in hleypa spennu í Íslandsmótið á nýjan leik. Allt útlit
var fyrir að Valur myndi tryggja sér sigur á mótinu
löngu áður en því lyki en úrslitin sýna að enn getur
allt gerst í deildinni.
Valur hafði unnið átta leiki í röð fyrir leikinn á
þriðjudaginn og ekki tapað í síðustu 26 leikjum í öllum
keppnum. Síðasta tap Valskvenna var í Meistaradeild-
inni gegn Torres Calcio á síðasta ári. Í íslenskum
mótum lék liðið 31 leik í röð án þess að tapa. Síðasta
tapið var gegn Þór/KA í ágúst í fyrra og náði Valur
því ekki að fara taplaust í gegnum heilt ár.
Valur hafði skorað í 50 leikjum í röð í öllum keppn-
um. Síðasti leikur sem liðinu mistókst að skora var
í leik gegn Stjörnunni 28. apríl í Deildabikarnum á
síðasta ári.
Síðasti deildarleikur sem Val tókst ekki að skora í
var árið 2003 gegn ÍBV úti í Vestmannaeyjum. ÍBV
vann þann leik 5-0 þar sem Margrét Lára Viðarsdótt-
ir og Olga Færseth skoruðu báðar tvö mörk. Í þeim
leik komu fjórir leikmenn við sögu sem einnig léku
gegn Fylki á þriðjudaginn, Pála Marie Einarsdóttir,
Kristín Ýr Bjarnadóttir og Dóra María Lárusdóttir
byrjuðu allar báða leikina. Laufey Ólafsdóttir byrj-
aði leikinn 2003 en kom inn á sem varamaður á 60.
mínútu á þriðjudaginn. - hþh
Valsstúlkum hafði ekki mistekist að skora í deildarleik síðan árið 2003:
Valur skoraði í 50 leikjum í röð
SKOTSKÓRNIR HEIMA Valsstúlkum mistókst að skora en hér
reynir Kristín Ýr Bjarnadóttir skot að marki. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
FÓTBOLTI Stjörnumaðurinn Stein-
þór Freyr Þorsteinsson kemur
heim í dag frá Svíþjóð þar sem
hann hefur dvalið hjá 1. deildar-
félaginu Örgryte. Steinþór segir
að ef rétta boðið kæmi gæti hann
hugsað sér að semja við félagið.
„Ég hef bara farið á tvær
rólegar æfingar svo þetta er ekki
alveg marktækt. En þeir hafa séð
leiki með mér og þess vegna buðu
þeir mér út. Mér líst vel á félagið,
þetta er toppklúbbur og ef rétta
boðið kemur gæti ég samið við
það, ef félögin ná samkomulagi
um kaupverð,“ sagði Steinþór við
Fréttablaðið.
Sigurður Hilmarsson, formað-
ur meistaraflokksráðs Stjörn-
unnar, segir að ekkert tilboð hafi
borist í Steinþór. „Félagaskipta-
glugginn lokar 2. ágúst og þeir
þurfa því að hafa hraðar hendur,“
segir Sigurður. En hvað er sann-
gjarnt kaupverð fyrir Steinþór?
„Fyrir nokkrum árum voru 20-
30 milljónir sanngjarnt en það
er ekki raunin lengur. Við erum
kannski að tala um frá 5 milljón-
um og allt að 20 með öllu,“ segir
Sigurður. - hþh
Steinþór Freyr Þorsteinsson:
Semur ef rétta
boðið kemur
ÖFLUGUR Steinþór gæti spilað sinn síð-
asta leik fyrir Stjörnuna á sunnudaginn
semji hann við Örgryte.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Fannar Ólafsson og félagar hans í KR-liðinu vita enn ekki
hver verður þjálfari liðsins í Iceland Express-deild karla í
körfubolta á komandi tímabili.
„Ég var að tala við Bödda formann í gær og hann fullviss-
aði mig um það að þetta yrði klárað fyrir helgi. Ef það gerist
ekki þá er þetta orðið svolítið seint, því undirbúningstímabil-
ið þarf að fara að hefjast,” segir Fannar en hann segist aldrei
hafa verið í þessari stöðu áður á ferlinum.
„Það er ekkert stress hjá þeim og ég veit að þeir eru að fara
að koma með öflugan þjálfara. Við erum með öflugt lið og þú
þarft ekki að vera einhver galdramaður til að ná árangri með
þetta lið. Þess vegna er stressið minna en ella því það er búið
að tryggja það að við höldum öllum leikmönnum. Þá er
maður miklu rólegri en ef það væri í uppnámi líka þá
væri maður orðinn þvílíkt stressaður,” segir Fannar.
Hann er ánægður með Pavel Ermolinskij og
Brynjar Þór Björnsson í sumar en hann segir
þá verða prímusmótora liðsins á næsta tímabili. „Þeir eru búnir að
vera rosalega duglegir, eru búnir að vera að lyfta á milljón og flestir
strákarnir eru búnir að vera með einkaþjálfara í allt sumar. Þjálfunar-
lega séð þá þurfum við ekkert að stressa okkur því við erum líkam-
lega í mjög góðu formi,“ segir Fannar en hann er jafnframt á því að
nú þurfa hlutirnir að fara að gerast.
„Ef það fer að líða lengri tími þá fer ég að vera pirraður því
ég vil bara að þetta verði klárað,” segir Fannar sem segir að nýi
þjálfarinn þurfi að vera nagli sem hann hafi trú á. „Það eru
nokkur stærstu egó landsins í liðinu og þar er ég meðtalinn.
Ef það er ekki einhver aðili sem getur sagt mér að halda
kjafti þegar maður er kominn á flug þá fer þetta illa,“ sagði
Fannar og hann hefur þegar sett stefnuna hátt þótt enginn
sé þjálfarinn.
„Við ætlum að vinna þrefalt og erum tilbúnir að gefa það
strax út. Við ætlum að vinna deild, bikar og Íslandsmótið.
Við ætlum ekki að vera í neinum feluleik með það.“
FANNAR ÓLAFSSON, FYRIRLIÐI KR: KÖRFUBOLTALIÐ KR ER EKKI ENN KOMIÐ MEÐ ÞJÁLFARA Í LOK JÚLÍ
Þarf einhvern sem getur sagt mér að halda kjafti
FRJÁLSAR Björgvin Víkingsson
var langt frá því að ná sér á
strik í 400 metra grindahlaupi
á Evrópumótinu í Barcelona í
gær. Björgvin hljóp á 54,46 og
var neðstur í keppninni, rúmri
sekúndu á eftir næsta manni.
Íslandsmet Björgvins er 51,17
sekúndur en síðasti maður inn
í undanúrslitin hljóp
á 51,11 sekúndum.
Björgvin hefði því
þurft að slá Íslands-
metið sitt til að
eiga möguleika
á því að komast
áfram.
Aðstæður í
Barcelona í gær
voru mjög erfiðar
en mikill hiti var
í borginni. Björg-
vin hefur þar með
lokið keppni á EM
í ár. - hþh
Björgvin Víkingsson:
Varð síðastur í
grindahlaupinu
BJÖRGVIN
VÍKINGSSON
> Ásdís keppir í úrslitunum í kvöld
Ásdís Hjálmsdóttir úr Ármanni keppir í kvöld til úrslita á
Evrópumótinu í Barcelona. Ásdís keppir í spjótkasti við ell-
efu aðrar konur en hún tryggði sig inn í úrslitin með kasti
upp á 56,55 metra. Hún var síðust inn í úrslitin en aðeins
fjórar konur köstuðu yfir 60 metra. Íslandsmet Ásdísar
er 61,37 metrar en hennar besta kast á árinu 60,72. Á
Evrópumótinu í Gautaborg fyrir fjórum árum kastaði Ásdís
51,33 metra en besti árangur
Íslendings í spjótkasti á EM
er þegar Einar Vilhjálmsson
náði níunda sæti árið 1990.
Úrslitakeppnin hefst klukkan
18.40 í kvöld.
FÓTBOLTI Enska götublaðið Daily
Mirror hélt því fram í gær að
Fulham og Birmingham hefðu
bæði áhuga á að fá Eið Smára
Guðjohnsen í sínar raðir. Hann
hefur verið í viðræðum við
Totten ham þar sem hann var
í láni á síðasta tímabili en þær
hafa enn engan árangur borið.
Mirror sagði að ónefnt félag í
Dubai hefði einnig áhuga á Eiði
Smára. Það gæti verið að um
sé að ræða Al-Ahli, sem Fabio
Cannavaro gekk til liðs við í
sumar og er þjálfað af David
O‘Leary. - esá
Eiður Smári Guðjohnsen:
Orðaður við
félag í Dubai
FÓTBOLTI Það er ljóst að önnur
af tveimur sigurhefðum tekur
enda á KR-vellinum í kvöld þegar
Framarar sækja KR-inga heim
í undanúrslitaleik VISA-bikars
karla. Á sama tíma og Framlið-
ið hefur unnið fjórtán undanúr-
slitaleiki í röð í bikarnum hefur
Safamýrarliðið tapað átta leikjum
í röð á KR-vellinum.
Framarar hafa unnið alla fjór-
tán undanúrslitaleiki sína frá og
með árinu 1973, þar á meðal 1-0
sigur á KR í undanúrslitaleikn-
um í fyrra en sá leikur fór fram á
Laugardalsvellinum. Fram vann
einnig sigur á KR í undanúrslita-
leiknum 1984. Framarar hafa
ekki tapað í undanúrslitum bik-
arsins síðan Blikar unnu þá 1-0 á
Melavellinum 1971.
KR-ingar hafa hins vegar unnið
átta síðustu leiki liðanna í deild
og bikar og markatalan í þessum
átta leikjum er, 18-3, KR í vil. Síð-
asti sigurleikur Fram á KR-vell-
inum var í 16 liða úrslitum bik-
arsins 2002 þegar Ágúst Gylfason
tryggði Fram sigurinn.
Leikurinn í kvöld hefst klukkan
19.15 en þetta er í 22. skiptið sem
þessi fornfrægu Reykjavíkurfé-
lög mætast í bikarnum. KR hefur
unnið tíu sinnum en Framarar
níu sinnum og tveir leikir enduðu
með jafntefli og voru leiknir að
nýju. - óój
Undanúrslit VISA-bikarsins:
Fram búið að
vinna 14 í röð
EKKERT GEFIÐ EFTIR Fram og KR mætast
í bikarnum í kvöld. Hér eru Almarr
Ormarsson og Jordao Diogo í baráttunni
í deildarleik á KR-vellinum í fyrra.
FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR