Fréttablaðið - 29.07.2010, Page 56

Fréttablaðið - 29.07.2010, Page 56
44 29. júlí 2010 FIMMTUDAGUR FÓTBOLTI Þrjú lið eru efst og jöfn á toppi 1. deildar karla en heil umferð fór fram í deildinni í gær. Leiknir lagði Víking, 2-0, í topp- slag deildarinnar og eru bæði lið með 28 stig ásamt Þórsurum sem unnu 1-0 sigur á botnliði Njarðvík- ur suður með sjó. Það var Ármann Pétur Ævarsson sem skoraði eina mark leiksins í síðari hálfleik en Þórsarar sitja nú í efsta sætinu með betra markahlutfall en Leikn- ir og Víkingur. Fyrri hálfleikur í leik Leiknis og Víkings var mjög fjörlegur en bæði lið áttu marktilraunir sem höfnuðu í markrammanum á fyrstu mín- útunum. Bæði lið fengu góð færi til að skora en Leiknismaðurinn Kjartan Andri Baldvinsson skor- aði eina mark hálfleiksins. Heimamenn höfðu svo yfirhönd- ina í síðari hálfleik og tryggðu sér sigurinn með marki Kristjáns Páls Jónssonar. Þeir fengu einnig víti á lokamínútum leiksins en Magn- ús Þormar, markvörður Víkings, greip boltann frá Fannari Þór Arn- arssyni sem vippaði boltanum á mitt markið. ÍR-ingar eru í fjórða sætinu og nú fimm stigum á eftir toppliðun- um eftir að hafa tapað naumlega fyrir KA á Akureyri, 3-2. Sigur- markið kom í uppbótartíma en það var Steinn Gunnarsson sem var hetja KA-manna og tryggði liðinu dýrmæt stig í fallbaráttunni. Fjarðabyggð og Njarðvík eru nú í neðstu tveimur sætum deildar- innar, bæði með ellefu stig. Fjarða- byggð tapaði fyrir Þrótti á heima- velli, 3-1. Grótta er svo í tíunda sætinu með þrettán stig en liðið gerði 2-2 jafntefli við Gróttu eftir að hafa komist yfir, 2-1. Jónas Grani Garðarsson skoraði bæði mörk HK-inga og jafnaði metin fyrir þá með marki úr vítaspyrnu undir lok leiksins. Þá gerðu Fjölnir og ÍA 1-1 jafn- tefli í Grafarvoginum. - esá Fjarðabyggð - Þróttur 1-3 KA - ÍR 3-2 Njarðvík - Þór 0-1 Fjölnir - ÍA 1-1 Leiknir - Víkingur 2-0 HK - Grótta 2-2 STAÐAN Þór 14 8 4 2 27-15 28 Leiknir 14 9 1 4 22-12 28 Víkingur 14 9 1 4 26-17 28 ÍR 14 6 5 3 25-23 23 Fjölnir 13 6 3 4 26-20 21 ÍA 13 5 4 4 22-18 19 Þróttur 14 5 2 7 20-25 17 HK 14 4 4 6 20-26 16 KA 14 4 4 6 19-25 16 Grótta 14 3 4 7 21-24 13 Fjarðabyggð 13 3 2 9 17-28 11 Njarðvík 14 3 2 9 9-21 11 1. DEILDIN FÓTBOLTI FH-ingar eru komnir í bikarúrslitaleikinn í annað skipt- ið á síðustu sex árum eftir að þeir unnu 3-1 sigur á spútnikliði bikar- keppninnar í ár, Víkingi frá Ólafs- vík, í Kaplakrikanum í gær. Bikarævintýri Víkinga og 26 leikja taplaus hrina liðsins fékk sitt stærsta próf í Kaplakrikanum í gær þegar Ólafsvíkingar sóttu heim Íslandsmeistarana úr FH. Víkingarnir gátu þó gengið stoltir af velli enda hafa þeir sannað að árangur liðsins í sumar er engin tilviljun. „Þetta var gríðarlega erfið bar- átta en við erum samt ánægðir með það sem við erum búnir að gera í sumar og að 2. deildarlið hafi kom- ist svona langt í bikarnum. Þetta er flott sem við erum búnir að gera,“ sagði Þorsteinn Már Ragn- arsson, ungur framherji Víkinga, sem skapaði oft hættu í gær.“ Þetta er flott hjá okkur og við erum ekk- ert ósáttir með þetta. Við förum ánægðir heim í Ólafsvíkina. Þetta er búið að vera frábært bikarsumar og er búið að vera þvílíkt ævintýri. Það er frábært að hafa verið spútn- ikliðið í sumar,“ sagði Þorsteinn. Víkingar gáfu tóninn strax í byrj- un leiks með því að skapa hættu eftir aðeins 45 sekúndna leik. Þeir mættu FH-ingum af grimmd og festu út um allan völl frá fyrstu mínútu og báru enga virðingu fyrir Hafnarfjarðarrisanum. Eftir rólegan miðkafla fóru hlut- irnir síðan að gerast í lok fyrri hálfleiksins. Gunnar Már Guðmundsson kom FH í 1-0 á 40. mínútu þegar hann skallaði í markið eftir flotta fyrirgjöf Atla Guðnasonar og þá bjuggust örugglega flestir við að gestirnir af Snæfellsnesinu myndu brotna en annað kom á daginn. Víkingar tóku ekki langan tíma í að gráta yfir markinu heldur sneru vörn í sókn og voru búnir að jafna leikinn um tveimur mínútum síðar. FH-ingar hjálpuðu þeim við það því Tommy Nielsen skoraði þá sjálfs- mark eftir lúmska fyrirgjöf frá Þorsteini Má Ragnarssyni. FH-ingar voru mjög nálægt því að komast aftur yfir en nauðvörn Víkinga í kjölfarið á aukaspyrnu kom í veg fyrir það og staðan var því jöfn í hálfleik. FH-ingar tóku hins vegar öll völd á vellinum í seinni hálfleiknum og Atli Viðar Björnsson og Matthías Vilhálmsson tryggðu FH sigurinn með tveimur mörkum. Atli Viðar skoraði fyrst með skalla á 57. mín- útu eftir sendingu Matthíasar en Matthías skoraði úr víti á 70. mín- útu sem Björn Daníel Sverrisson fékk. „Þetta var alltof hægt hjá okkur í fyrri hálfleik og þeir voru að standa sig mjög vel. Við jukum aðeins tempóið og gerðum það sem við þurftum en ekki mikið meira en það,“ sagði Matthías Vilhjálms- son, fyrirliði FH, og hann hrós- aði Ólafsvíkingum. „Þetta er mjög flott fótboltalið og ég hef mikla trú á þeim á næstu árum ef þeir halda sama mannskap. Þeir geta bara verið sáttir við sitt. Þetta er búið að vera mikið ævintýri fyrir þá og vonandi geta þeir byggt eitthvað á þessu.“ ooj@frettabladid.is Búið að vera frábært bikarsumar FH-ingar og Víkingar gátu farið ánægðir heim eftir skemmtilegan undanúrslitaleik fyrir framan tvö þúsund manns í Kaplakrika í gær. FH er komið í úrslitaleikinn en Víkingar geta verið stoltir af frammistöðu sinni. FÓTBOLTI Ejub Purisevic, þjálf- ari Víkinga, gat verið stoltur af sínum strákum þrátt fyrir 3-1 tap fyrir FH í gær. „Við áttum að vera yfir eftir fyrri hálfleikinn og jafnvel tveimur mörkum yfir með smá heppni. Það sem gerðist í seinni hálfleik var þessi munur á úrvalsdeild og 2. deild. Við erum ekki vanir því í 2. deild að spila á svona háu tempói allan tímann,“ sagði Ejub. „Við vorum alls ekki eitthvað lið sem þeir völtuðu yfir og gerðu grín að. Við vorum kjarkaðir, til- búnir að spila og áttum fullt af færum miðað við að vera að spila við FH. Maður vonaðist eftir því að kraftaverk myndi gerast og við kæmumst áfram en maður verður að vera meðvitaður um getu þessara liða. Ef það er tekið með í reikninginn þá fannst mér við vera nánast sigurvegarar í kvöld,“ sagði Ejub að lokum. - óój Ejub, þjálfari Víkinga: Vonaðist eftir kraftaverkinu BARÁTTA Úr leiknum í gær. MYND/DANÍEL EKKERT GEFINS Atli Guðnason og félagar í FH þurftu að hafa fyrir sigrinum á 2. deild- arliði Víkings frá Ólafsvík í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Heil umferð í 1. deild karla í gærkvöldi: Þrjú lið efst og jöfn á toppi deildarinnar TOPPLIÐIÐ TAPAÐI Helgi Sigurðsson og félagar í Víkingi misstu toppsætið í 1. deild- inni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.