Fréttablaðið - 07.08.2010, Síða 2

Fréttablaðið - 07.08.2010, Síða 2
2 7. ágúst 2010 LAUGARDAGUR NÁTTÚRA Sá tími ársins þegar geit ungar eru mest áberandi er nú runninn upp. „Þetta gerist á svipuðum tíma á hverju ári. Þeir verða áberandi á þessum tíma þegar karldýr og nýjar drottn- ingar myndast í búunum. Karl- dýrin frjóvga drottningarnar sem fljúga svo í burtu og dreifa sér,“ segir Þóra Hrafnsdóttir, sérfræðingur á Náttúrufræði- stofu Kópavogs. Þóra segir enn eitthvað í að geitungunum fari að fækka aftur. „Almennt má segja að geitungar þurfi fjóra mánuði til að ljúka búskapnum svo þeim ætti að fara að fækka verulega í lok sept- ember.“ Íslenski geitungastofninn varð fyrir áfalli í ágúst árið 2004 þegar óvenjulegt veðurfar gekk nærri því af stofninum dauðum. „Það rigndi mikið í byrjun ágúst og í kjölfarið skall á hitabylgja sem stóð í nokkurn tíma. Ætli það hafi hreinlega ekki farið að mygla hjá þeim blessuðum sem drap þá bara og hjó stórt skarð í stofninn,“ segir Þóra en bætir því við að stofninn hafi verið að ná sér á strik aftur. Þóra segir sumarið í ár hafa verið gott fyrir náttúruna. „Almennt hefur þetta sumar verið gott fyrir gróður- og dýralíf. Allt virðist vera um mánuði á undan því sem maður á að venjast.“ Spurð um hvað fólk sem finnur óvelkomið geitungabú í garðinum hjá sér á að gera mælti Þóra með því að hafa samband við Náttúru- fræðistofnun Íslands. „Þar er skor- dýrafræðingur sem hefur mikinn áhuga á því að fá slík bú í hendurn- ar til að greina og telja úr.“ - mþl Geitungastofninn að ná sér eftir hrun árið 2004: Geitungar áberandi þessa dagana ÞÓRA HRAFNSDÓTTIR GEITUNGAR Búast má við því að geitungar verði áfram áberandi næstu vikurnar haldist veðrið gott. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA FJÖLMIÐLAR Fréttavefur BBC greindi frá því í gærdag að borg- arstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, hafi komið fram í draggi á setn- ingarhátíð Gay Pride í Reykjavík á fimmtudagskvöld. Fréttin segir stuttlega frá þeim aðdraganda sem kom Jóni í borg- arstjórastólinn. Hún greinir meðal annars frá þeim slagorðum og uppátækjum sem Besti flokkur- inn tamdi sér í sveitarstjórnar- kosningunum og lýsir uppistandi Jóns á setningarhátíðinni. „Þetta kallið þið yfir ykkur þegar þið kjósið trúð,“ sagði Jón í drottningargervinu. - sv BBC um borgarstjóra: Greinir frá Gnarr í draggi SAMKEPPNISMÁL Samkeppniseftir- litið gerir alvarlegar athugasemd- ir við frumvarp um breytingar á búvörulögum sem lagt hefur verið fram. Í fréttatilkynningu um málið segir að með frumvarpinu sé fyrirhugað að lögfesta refsi- fyrirkomulag gagnvart tiltekn- um rekstraraðil- um sem hafi hug á að framleiða mjólkurvörur fyrir íslenska neytendur. „Eins og segir í umsögn okkar gerum við alvarlegar athuga- semdir við þessi áform og teljum að gangi þau eftir séu allar líkur á því að það skaði bæði neytendur og bændur. Við leggjumst því gegn frumvarpinu,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseft- irlitsins, og bætir því við að sam- keppni sé til þess fallin að halda keppinautum á tánum, lækka verð, auka gæði og hvetja til nýbreytni. Hann segir engum vafa undirorp- ið að samkeppni á þessum mark- aði komi neytendum og bændum til góða. Frumvarpið er lagt fram af Jóni Bjarnasyni, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, en er til umfjöllunar í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd. Sigurður Ingi Jóhannsson, nefndarmaður í sjáv- arútvegs- og landbúnaðarnefnd, sagði nýverið í samtali við Ríkis- útvarpið að samkeppni ætti ekki við á þessum markaði. Spurður um það sjónarmið segir Páll að Sam- keppniseftirlitið hafi talsvert skoð- að þennan markað á undanförn- um árum og minnir á húsleit sem farið var í hjá Mjólkursamsölunni fyrir nokkru síðan. Hann segir að rannsóknir eftirlitsins sýni fram á með óyggjandi hætti að innkoma nýrra aðila inn á markaðinn, eins og gerðist þegar Mjólka hóf mjólk- urframleiðslu, hafi mjög góð áhrif á þróun hans og það til góða fyrir neytendur og bændur líka. Í umsögn Samkeppniseftirlits- ins segir að um mikilvægan neyt- endamarkað sé að ræða. Með því frumvarpi sem um ræðir sé geng- ið enn lengra en áður í þá átt að takmarka samkeppni á umrædd- um markaði og þannig séu enn frekar festar í sessi samkeppn- ishömlur neytendum og bændum til tjóns. Þar kemur enn fremur fram að íslenskur mjólkurmarkaður hafi mörg einkenni samráðshrings. Páll Gunnar segir að oft sé það þannig þegar fyrirtæki standa í ólögmætu samráði að þá grípi menn til þess ráðs að búa til ein- hvers konar viðurlagakerfi til þess að tryggja að aðilar samráðs- ins svíki það ekki. „Við erum að benda á að það eru ákveðin líkindi með slíku og því sem lagt er til í þessu frumvarpi; það er að koma upp viðurlagakerfi. Í þessu tilfelli á að nýta réttarkerfið til að passa upp á það að keppinautar kom- ist ekki inn á markaðinn og það er auðvitað óviðunandi og getur varla komið til greina að eigi rétt á sér.“ magnusl@frettabladid.is Festir í sessi fákeppni á mjólkurmarkaði Alvarlegar athugasemdir eru gerðar við frumvarp landbúnaðarráðherra um breytingar á búvörulögum af Samkeppniseftirlitinu. Í umsögn þess segir að nái frumvarpið fram að ganga komi það bæði neytendum og bændum illa. BÚVÖRUMARKAÐUR Frumvarp landbúnaðarráðherra hefur töluvert verið gagnrýnt út frá samkeppnissjónarmiðum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR PÁLL GUNNAR PÁLSSON NÁTTÚRA Heildarfjöldi frjókorna í Reykjavík í júlí var langt yfir meðaltali og sló út met sem sett var sumarið 1991, að því er fram kemur í samantekt Náttúrufræði- stofnunar Íslands. Frjókorn á Akureyri voru hins vegar langt undir meðaltali. Heildarfjöldi frjókorna í rúm- metra fór í 4000 frjó, en metið frá 1991 voru 2500 frjó. Á Akureyri fór heildarfjöldi frjóa í rúmmetra í 378, sem er langt undir meðal- tali júlímánaðar, sem er um 770 frjó í hverjum rúmmetra. - bj Munur á frjókornamælingum: Metsumar í Reykjavík STJÓRNMÁL Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, segir „algjörlega ótímabært“ að tala um hvort hún samein- ist að einhverju leyti Hreyfingunni. Þór Saari, þing- maður Hreyfingarinnar, bauð þá flokksmenn VG sem vildu velkomna í sinn flokk í blað- inu í gær. Lilja segist finna fyrir miklum stuðningi almennra kjósenda VG og vilji ekki bregðast þeim nema nauðbeygð. „Það hafa margir, aðallega pólitískir andstæðingar, sagt að ég eigi betur heima þar. Margir sem kusu Hreyfinguna kusu áður VG og þetta er því svipaður kjós- endahópur. Ég starfaði með Þór Saari í búsáhaldabyltingunni og hef þekkt hann lengur en marga í VG. Þannig að ég kann mjög vel við þau í Hreyfingunni. En mér líður ágætlega í VG og á þar mjög gott samstarf við marga,“ segir Lilja. Spurð hvort hún útiloki slíkt samstarf, jafn- vel með fleiri þingmönnum úr VG, en blaðið hefur haft veður af slíkum þreifingum, segist Lilja ekki vilja svara því, hún hafi ekki hugsað þau mál í þaula: „Við vinstrimenn viljum hafa gott samstarf, og hvort sem við enduðum í sama flokknum eða störf- uðum saman á ólíkum sviðum, held ég að sé bara algjörlega ótímabært að segja um. Ég væri líka mjög ánægð með það ef Hreyfingin gengi í VG!“ - kóþ Þingmaður VG segir ótímabært að tala um hvort og hvernig samstarf gæti orðið: Vill ekki útiloka Hreyfinguna „Magnús, var við ramman reip að draga í keppninni?“ „Nei, fyrir mér var þetta ekki keppni.“ Magnús Jónsson var valinn draggdrottn- ing Íslands í annað skipti á fimmtudags- kvöld. Keppnin var hörð í þetta skiptið og sagðist Magnús ekki hafa átt von á sigri. FERÐIR „Þeim tókst að finna kjól sem er líkur þeim sem Vigdís Finnbogadóttir var í á frægri mynd frá níunda áratugnum. Ég sé núna að það hæfir mér vel að vera forseti,“ segir söngkonan Hafdísi Huld en mynd af henni í hlutverki forseta Íslands verð- ur til sýnis á ljósmyndasýningu í miðborg Lundúna sem verður opnuð á fimmtudag. Hinn hálfíslenski ljósmynd- ari Emilie Fjóla Sandy, og vin- kona hennar, Kamilla Weinhardt, standa að sýningunni. „Við spurð- um einstaklinga í skapandi grein- um hvað þeir höfðu viljað verða þegar þeir voru börn,“ segir Emilie. - mmf / sjá Ferðalög Ljósmyndir í Lundúnum: Hafdís Huld sem forseti HAFDÍS HULD Söngkonan vildi verða forseti Íslands. MYND/ÚR EINKASAFNI STJÓRNSÝSLA Runólfur Ágústsson afþakkaði laun á uppsagnarfresti í bréfi til félagsmálaráðuneytis- ins. Þetta kemur fram í yfirlýs- ingu sem Run- ólfur sendi frá sér í gær. Í yfirlýsing- unni sagðist hann jafnframt hafa skilað inn til ráðuneyt- isins umbeðn- um gögnum um fjármál sín og félaga tengdum honum. Fréttablaðið óskaði eftir því við félagsmálaráðuneytið í gær að fá gögnin afhent og fékk það svar að málið yrði skoðað og að haft yrði samband síðar um daginn. Ekk- ert heyrðist hins vegar meira frá ráðuneytinu í gær. - sh Runólfur svarar ráðuneytinu: Afþakkar laun eftir uppsögn RUNÓLFUR ÁGÚSTSSON Stika leið á Breiðbak Ferðaklúbburinn 4x4 ætlar með heimild Skaftárhrepps að stika hálendisleið á Breiðbak. Merkingum mun lítið hafa verið sinnt í áratugi. HÁLENDIÐ SKIPULAGSMÁL Skipulagsstofn- un hefur úrskurðað að viðbót við snjóflóðavarnir í Bolungarvík skuli ekki háð mati á umhverfis- áhrifum. Frá þessu greinir vest- firski miðillinn bb.is. Skipulagsstofnun segir að við- bótin sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverf- isáhrif og að miðað við núverandi aðstæður muni fyrirhugað snjó- flóðavarnarvirki hafa jákvæð áhrif á öryggi íbúa. Neikvæð áhrif verði helst sjónræn, einkum meðan á framkvæmdum stendur. Það verði þó ekki veruleg áhrif. - þeb Úrskurður Skipulagsstofnunar: Snjóflóðavarnir fara ekki í mat SPURNING DAGSINS
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.