Fréttablaðið - 07.08.2010, Síða 4
4 7. ágúst 2010 LAUGARDAGUR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is
ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is
RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is
GENGIÐ 06.08.2010
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
209,363
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
117,75 118,31
186,77 187,67
154,98 155,84
20,797 20,919
19,667 19,783
16,522 16,618
1,3683 1,3763
179,93 181,01
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
DALVÍK Fiskidagurinn mikli verður hald-
inn í tíunda sinn í dag. Hátíðin er reyndar
farin að teygja sig yfir heila viku, en var
formlega sett í gær. Ýmis afmælisatriði
munu einkenna hátíðina í ár og meðal
annars gaf Aron Óskarsson hátíðinni frum-
samið lag, „Kvöld-
ið fyrir fiskidaginn
mikla“ og frum-
flutti það í gær.
Þá verða í boði
ýmsir tónleikar og
sýningar, auk þess
sem götunöfnum
Dalvíkur er öllum
breytt svo fyrri
hluti þeirra sé fiska-
nafn. Fiskisúpu-
kvöldið vinsæla er
svo í kvöld.
Fiskidagurinn 10 ára
FLATEY Messað verður í Flateyjarkirkju í
dag, eins og hefð er fyrir fyrsta laugardag
í ágúst. Athöfnin í dag hefst klukkan tvö
og ætla félagar úr kór Reykhólapresta-
kalls að syngja en undirspilið verður
á harmonikku. Viðgerðum á kirkjunni
lauk nýverið en viðgerðir á múr, þaki og
turni hennar hafa staðið yfir í nokkur
ár. Á döfinni er svo að gera við listaverk
Baltasars Sampers sem prýða kirkjuna
að innan.
Messað í Flateyjar-
kirkju
BOLUNGARVÍK Þjóðverji í sjóstangveiði
veiddi 219 kílóa stórlúðu við Bolungarvík í
gær. Fiskurinn var 248 sentimetrar á lengd
og er talið líklegt að lúðan gæti jafnvel
verið sú stærsta sem nokkurn tímann
hefur veiðst á sjóstöng. Það er haft eftir
Hauki Vagnssyni á heimasíðunni vikari.is.
Þó nokkrar lúður hafa veiðst á sjóstöng á
Vestfjörðum í sumar.
Stærsta stórlúða heims
veidd? STRANDABYGGÐ Ekki er til
nægilegt húsnæði í sveitarfé-
laginu Strandabyggð að mati
atvinnumálanefndar sveitarfé-
lagsins. Nefndin hefur lýst yfir
áhyggjum sínum af þessu og
segir það standa samfélaginu
þar fyrir þrifum þegar auglýst sé
eftir fólki til starfa þar. Sveitar-
stjórn Strandabyggðar ætlar að
leita lausna á málinu.
Skortur á húsnæði í Strandabyggð
VESTMANNAEYJAR Fimmtíu þúsund manns
hlustuðu á kvölddagskrá Þjóðhátíðar í Eyjum síð-
astliðið sunnudagskvöld. Hápunktur útsendingar-
innar er brekkusöngur undir stjórn Árna Johnsen
sem stendur í klukkutíma og hefur hann lengi
verið sendur út í beinni útsendingu á Rás 2, en í
ár var ákveðið að senda alla kvölddagskrána út.
Samkvæmt hlustunartölum Capacent stillti um
fimmtungur Íslendinga á aldrinum tólf til 80 ára
einhvern tímann á útsendinguna.
Brekkusöngurinn vinsæll
Umhverfis landið
SANDGERÐI Nokkuð hefur verið um innbrot í Sandgerði
undanfarna daga. Um verslunarmannahelgina var brotist
inn í Reynisheimilið og félagsheimili Golfklúbbs Sandgerð-
is, auk þess sem brotist var inn í tvö einbýlishús þar sem
flatskjám, tölvum og fleiru var stolið. Talið er að við inn-
brotið í Reynisheimilið hafi þjófarnir notað stiga og verið
kunnugir aðstæðum, því þeir fóru beint inn um glugga á
skrifstofu á annarri hæð.
Kunnugir þjófar brutust inn
NÁTTÚRA Mun færri hreindýr eru
nú á syðsta veiðisvæðinu, svoköll-
uðu svæði 9, en reiknað var með
þegar ákveðið var hversu mörg dýr
ætti að veiða á svæðinu, segir Sig-
urður Guðjónsson, hreindýraleið-
sögumaður á svæðinu. Hann segir
að banna ætti veiðar alfarið til að
stofninn nái sér á strik.
„Ég myndi stöðva veiðarnar, það
er það eina sem hægt er að gera,“
segir Sigurður. „Ef offjölgun verð-
ur í kjölfarið er hægt að bjarga því
strax með veiðum, en það er útilok-
að að lífga við dýr sem hafa verið
drepin.“
Svæði níu er syðsta veiðisvæðið,
en undir það falla Hornafjörður,
Mýrar og Suðursveit.
Hreindýr eru talin yfir vetrar-
tímann og segir Sigurður að sig
gruni að dýr sem talin séu að vetri
færi sig á milli svæða í meira mæli
en áður hafi verið talið. Það leiði til
þess að færri dýr séu eftir á svæð-
inu til að veiða upp í kvótann. Við
það bætist að landeigendur heim-
ila sumir ekki veiði og þá verði enn
meira álag á skepnur sem eftir séu
á veiðisvæðum. Miðað við síðustu
talningu sé nú því til kvóti á fleiri
dýr en séu á svæðinu.
Sigurður sendi bæjarráði Horna-
fjarðar erindi um málið, en því var
vísað til umhverfis- og skipulags-
nefndar. - bj
Segir ekki nóg af hreindýrum á syðsta veiðisvæðinu til að ná veiðikvótanum:
Vill setja veiðibann á svæðinu
VEIÐAR Hreindýr sem talin eru á syðsta
veiðisvæðinu að vetri halda ekki endi-
lega til þar að sumri. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
LÖGREGLUMÁL Ökumaður mótor-
hjóls mældist á 170 kílómetra
hraða skammt frá Dalvík seint á
fimmtudagskvöld.
Maðurinn reyndi að stinga lög-
regluna af en náðist eftir stutta
eftirför. Hann reyndist nýlega
hafa verið sviptur ökuréttindum
eftir að hafa ekið á tæplega 120
kílómetra hraða á Akureyri.
Nokkur erill hefur verið á Dal-
vík vegna ölvunar og fjöldi fólks
er á svæðinu vegna Fiskidagsins
mikla. Einn gisti fangageymslur
aðfaranótt föstudags. - þeb
Stöðvaður í annað sinn:
Á 170 kílómetra
hraða á Dalvík
STJÓRNSÝSLA Áhrif fæðingar-
orlofs karla á verkaskiptingu
ungra foreldra
verður könn-
uð, samkvæmt
þingályktun-
artillögu sem
Árni Páll Árna-
son, félags- og
tryggingamála-
ráðherra, hefur
undirbúið. Til-
lagan er um
framkvæmda-
áætlun í jafnréttismálum fyrir
árin 2010 til 2014.
Áætlunin er unnin í samráði við
einstök ráðuneyti, Jafnréttisstofu
og Jafnréttisráð. Kanna á sérstak-
lega áhrif niðurskurðar á greiðsl-
um úr fæðingarorlofssjóði á orlofs-
töku feðra. - sv
Áætlun í jafnréttismálum:
Vill láta kanna
þátttöku feðra
ÁRNI PÁLL
ÁRNASON
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
30°
26°
26°
22°
26°
25°
22°
22°
23°
21°
30°
27°
35°
21°
25°
15°
23°Á MORGUN
Stíf A-átt suðaustast,
annars mun hægari.
MÁNUDAGUR
Hæglætis veður, líkur á
þoku við V-ströndina.
15
15
16
16
15
14
14
14
14
12
11
5
4
6
13
1
4
2
8
4
6
7
14
16
15
18
16
15
15
18
18
14
BJARTVIÐRI Á
MORGUN Það
verða skúrir suð-
vestan til fram á
síðdegið svo það
er best að grípa
regnhlífi na með
í Gleðigönguna í
dag. Það léttir hins
vegar til í kvöld og
á morgun lítur út
fyrir sumarblíðu
víða um land.
Elísabet
Margeirsdóttir
veður-
fréttamaðurÞJÓÐHÁTÍÐARSJÓÐUR
auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum 2010 vegna
ársins 2011 sem jafnframt er síðasta úthlutun sjóðsins.
Þjóðhátíðarsjóður minnir á að frestur til að senda
umsóknir um styrki 2010 vegna ársins 2011 er til og með
31. ágúst n.k.
Nánari upplýsingar eru veittar í símum 569 9628 og 569
9781 eða á netfanginu: thjodhatidarsjodur@
sedlabanki.is.
Að öðru leyti er vísað í ítarlegri auglýsingar sem birtust í
stærstu dagblöðunum 19. júní sl., og fi nna má einnig m.a.
á vefslóðinni http://www.sedlabanki.is/?PageID=28.
Stjórn Þjóðhátíðarsjóðs
PÓLLAND, AP Bronislaw Komorow-
ski tók við sem forseti Póllands
í gær, rúmum
mánuði eftir
sigur á Jaros-
law Kaczinsky
í seinni umferð
forsetakosn-
inga.
Áður en
Komorowski
var settur inn
í embættið við
hátíðlega athöfn
á þingi minntust þingmenn með
stuttri þögn fyrri forseta, Lech
Kaczinsky, sem fórst í flugslysi í
Rússlandi í apríl ásamt mörgum
helstu ráðamönnum landsins.
Komorowski er tæplega sextug-
ur hægrimaður, ákafur talsmaður
frjálsra viðskipta og Evrópusam-
bandsins. - gb
Pólland fær nýjan forseta:
Forvera minnst
með þögn
BRONISLAW
KOMOROWSKI