Fréttablaðið - 07.08.2010, Síða 12

Fréttablaðið - 07.08.2010, Síða 12
12 7. ágúst 2010 LAUGARDAGUR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Flokksstjórn Samfylkingar-innar samþykkti á dögun-um ályktun um stöðu ráð-herra á Alþingi. Þar voru ráðherrum flokksins gefin fyrir- mæli um að kalla inn varaþingmenn meðan þeir gegna ráðherraembætti. Í raun er verið að tala um viðbótar- þingmenn. Í ályktuninni var mælst til þess að þetta skref yrði stigið hið bráðasta. Mjög orkar tvímælis hvort þessi ályktun samrýmist stjórnarskránni. Allir ráðherrar Samfylkingarinnar utan einn sögðust þó ætla að fara eftir henni. Enginn þeirra hefur þó gert það. Það athafnaleysi hefur ekki verið útskýrt og enginn um það spurt. Siv Friðleifsdóttir alþingismaður hefur á mörgum þingum flutt til- lögur um breyt- ingar á stjórnar- skránni þar sem ráð er fyrir því gert að ráðherr- ar kalli inn við- bótarþingmenn. Vilji menn stíga þetta skref er þetta rétt máls- meðferð. Tvenns konar rök eru færð fyrir þessari breyttu skipan: Í fyrsta lagi að styrkja Alþingi. Í öðru lagi að skerpa á aðskilnaði framkvæmdarvalds og löggjafarvalds. Áður en hrapað er að niðurstöðu er þó að ýmsu að hyggja. Þingræðisreglan sem hér hefur gilt í rétt rúmlega hundrað ár felur í sér að Alþingi ræður ekki aðeins öllu um löggjafarmál heldur einnig hinu hverjir fara með æðstu stjórn framkvæmdarvaldsins. Styrkur Alþingis getur því ekki verið meiri. Við fullan aðskilnað veikist Alþingi þar af leiðandi með því að fram- kvæmdarvaldið sækir þá umboð sitt beint til fólksins. Þegar talað er um veikleika Alþingis nú um stundir er fyrst og fremst verið að skírskota til þess að minni hluti þess á hverjum tíma hefur of veika stöðu gagnvart stjórnarmeirihlutanum. Það eru þau innbyrðis valdahlutföll sem þarf að breyta ætli menn að efla aðhalds- hlutverk Alþingis. Tillöguflutning Sivjar Friðleifs- dóttur og Samfylkingarinnar þarf að skoða í þessu ljósi. SPOTTIÐ ÞORSTEINN PÁLSSON AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR SKOÐUN Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Seta ráðherra á Alþingi Þegar betur er að gáð kemur í ljós að tillögurnar stefna í þveröfuga átt við mark-miðið. Í reynd þýðir þetta það eitt að stjórnarflokkar fá tólf þingmenn til viðbótar til þátttöku í umræðum og nefndarstörfum. Stjórnarmeirihlutinn fær þannig sterkari stöðu á þinginu og hlut- fallslegur styrkur stjórnarand- stöðunnar í málflutningi veikist að sama skapi. Þingræðisreglan sem felur það í sér að meirihluti Alþingis ræður hverjir fara með framkvæmda- valdið stendur óbreytt. Ráðherr- arnir sitja áfram á þingi og hafa þar málfrelsi. Þeir verða eftir sem áður pólitískir leiðtogar bæði á Alþingi og í ríkisstjórn enda er það eðli þingræðisreglunnar. Það er því beinlínis rangt að í þessu felist einhvers konar aðskilnað- ur þessara valdþátta og enn síður að hann sé skerptur með þessu móti. Ráðherrarnir sleppa hins vegar við að mæta í atkvæðagreiðslur. Þeir sem til þekkja vita að veru- legt hagræði getur falist í því fyrir þá. Þessi regla er sérstak- lega hentug fyrir litla ríkisstjórn- arflokka sem tilnefna fjölda ráð- herra langt umfram það sem þingstyrkur þeirra segir til um og geta því ekki mannað þing- nefndir. Höfuðgalli við þessa tillögu er sem sagt sá að hlutfallslegt vægi stjórnarandstöðunnar í umræðum minnkar í sama mæli sem ríkis- stjórnarliðið styrkist. Með öðrum orðum: Það sem hefst upp úr krafs- inu er veikari staða minnihlutans á Alþingi til að gegna aðhaldshlut- verki gagnvart stjórnarmeirihlut- anum. Þingræðisreglan stendur óhögguð eftir sem áður. Styrkir stjórnarmeirihlutann Stundum er til þess vitnað að þessi regla er í norsku stjórnarskránni. Þegar konungur var einráður um skipan ráðherra þar í landi máttu þeir ekki sitja á þingi. Við innleiðingu þingræðisreglunnar fengu ráðherrar valdir af þing- inu að halda þessari stöðu og auk- heldur rétt til að kalla á viðbótar- þingmenn. Það var ekki gert til að efla aðhald stjórnarandstöðunnar. Þvert á móti. Þetta ákvæði í norsku stjórn- arskránni er því merki um leif- ar frá stjórnskipulagi sem horfið var frá fyrir meir en öld. Satt best að segja er fremur þörf á að eyða ruglingi milli ólíkra stjórnkerfa en auka á hann. Margar leiðir eru til að styrkja stöðu stjórnarandstöðunnar á Alþingi innan þingræðisreglunnar. Það má gera með því að sameina embætti forseta Íslands og for- seta Alþingis. Löggjafarsamkom- an fengi þá stjórnanda sem kjör- inn væri sjálfstætt og væri óháður stjórnarmeirihlutanum. Hann ætti síðan að undirrita lög án aðkomu ráðherra. Þá má færa tilteknum minni- hluta þingmanna vald til að skjóta frumvörpum til þjóðaratkvæða- greiðslu. Enn fremur má gera nefndir þingsins virkari í aðhalds- hlutverkinu. Raunverulegur aðskilnaður lög- gjafarvalds og framkvæmdarvalds er alveg gilt umræðuefni en er allt annar handleggur. Niðurstaðan er þessi: Engin þörf er á að styrkja stöðu stjórnarmeiri- hlutans eins og tillögur Samfylk- ingarinnar og Sivjar Friðleifsdótt- ur leiða til. Valið er um að bæta stöðu minnihlutans eða afnema þingræðisregluna. Tveir kostir ÖRFÁAR SÝNINGAR Í ÞJÓÐLEIKHÚSINU FYRSTA SÝNING 27. ÁGÚST! HAMSKIPTI VESTURPORTS ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ MIÐASALA HEFST 16. ÁGÚST Viðskiptavinir Nova fá 1000 kr. afslátt á fyrstu 5 sýningarnar leikhusid.is, midi.is, sími miðasölu 551 1200 Í dag er mannréttindum fagnað í Gleðigöngu sem er þjóðhátíð samkynhneigðra og raunar þjóðhátíð allra Íslendinga. Það er enda ástæða til að fagna fjöldamörgum sigrum, stórum og smáum, á leiðinni til fullra mannréttinda samkynhneigðra. Að þessu sinni er sérstök ástæða til að fagna nýju hjúskap- arlögunum sem tóku gildi í sumar. Með þeim má segja að nánast öll vígi séu unnin í réttindalegum skilningi. Sigrar í réttindalegum og lagalegum skilningi eru þó ekki nóg. Um það vitnar staða kvenna, sem þó er helmingur mannkyns. Enn er nefnilega langt í að raunveru- legu jafnrétti kynjanna verði náð þrátt fyrir að í lögum sé ekki lengur að finna mismunun eftir kynferði. Í Gleðigöngunni fagna sam- kynhneigðir og þorri þjóðarinn- ar ekki síst þeim huglæga sigri sem unnist hefur á ótrúlega skömmum tíma, hugarfarsbyltingu sem skilað hefur því að það er ekki lengur feimnismál að vera samkynhneigður. Ungt fólk þarf ekki lengur að óttast það að koma út úr skápnum, vera uggandi yfir því hvernig fjölskylda og vinir bregðast við. Ungur samkynhneigður fótboltamaður, Steindór Sigurjónsson frá Hornafirði, lýsti þessu vel í viðtali við Fréttablaðið um síðustu helgi. Spurður um viðbrögð félaga sinna í boltanum við því þegar hann kom út úr skápnum fyrir tæpu ári segir hann að fyrirfram hafi hann ekki vitað við hverju hann ætti að búast: „En það breytt- ist ekki neitt. Allir hér í kring hafa tekið þessu mjög vel, enda breyttist ekkert í mínu fari við að koma út úr skápnum.“ Þessi lýsing unga mannsins segir mikla sögu um hugarfarsbylt- inguna. Þorra Íslendinga er nefnilega orðið sléttsama um kyn- hneigð fólks, ekki skeytingarlaust með neikvæðum hætti heldur á þann hátt að það hefur meiri áhuga á öðrum þáttum í lífi fólks en því hvort það kýs að lifa með og elska fólk af gagnstæðu eða sama kyni. Þannig þurfti erlenda fjölmiðla sem slógu því upp að á Íslandi væri kominn samkynhneigður forsætisráðherra til þess að við átt- uðum okkur á þeim tímamótum. Hér var bara verið að fagna því að kona hefði tekið við embættinu enda kærkomin tímamót. Borgarstjórinn í Reykjavík, Jón Gnarr, braut einnig blað á fimmtudagskvöld þegar hann kom fram í draggi við setningu Hins- egin daga. Hvar annars staðar ætli slíkt myndi gerast? Framtak borgarstjórans var ekki bara glæsilegt heldur stórskemmtilegt líka. Gleðigangan í dag er óður til lífsins og einnig fögnuður yfir fengnum mannréttindum undangenginna ára, bæði formlegum og huglægum. Á Hinsegin dögum og í Gleðigöngu fögnum við fjölda- mörgum sigrum sem unnist hafa. Þannig vekur Gleðigangan einn- ig von og fyrirheit um sigra í mannréttindamálum sem ekki eru unnir enn en eiga eftir að vinnast í framtíðinni. Gleðigangan er óður til gleði og mannréttinda. Huglæga bylting- in mest um verð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.