Fréttablaðið - 07.08.2010, Qupperneq 18
18 7. ágúst 2010 LAUGARDAGUR
A
tburðarás síðustu
daga og vikna í
kringum þetta mál
er búin að vera
heilmikill sirkus.
Hvað finnst þér um
þetta ferli allt saman?
Það sem mér finnst mikilvægast
núna er að það skapist vinnufrið-
ur um þetta mikilvæga embætti og
það er gífurleg vinna fram undan
að byggja það upp þannig að ég
held að það sé mikilvægast núna
að horfa til framtíðar og hætta að
einblína á fortíðina. Þetta er svo
mikilvægt samfélagslegt verkefni
og ef þetta á að takast þá verður
að skapast ákveðinn vinnufriður
þannig að þessi uppbygging tak-
ist sem hraðast. Það er númer eitt,
tvö og þrjú.
Var ekkert erfið ákvörðun að
taka við þessu eftir allt sem á
undan er gengið?
Nei, ég sótti um þetta og síðan
kemur til þess að mér er boðið
starfið og ég hef áhugann og vilj-
ann. Þannig að ég lít í rauninni
fram hjá þessu öllu.
Það mátti skilja á þér að þú
hefðir alltaf búist við því að fá
þetta starf. Var það svo?
Nei, alls ekki. Ég sótti bara um
eins og hver annar. Það kom mér í
rauninni á óvart hversu fáir sóttu
um. Síðan var ég metin hæf ásamt
Runólfi og það voru ekki fleiri sem
komu til greina og ég vissi ekkert
hvort ég fengi þetta eða ekki.
Nú sagði Runólfur Ágústsson
af sér vegna umræðunnar sem
fór í gang, finnst þér það, í ljósi
þess sem gerðist, hafa verið rétt
ákvörðun hjá honum?
Já, mér finnst það hafa verið
mjög skynsamlegt hjá honum.
Hvers vegna?
Það eru auðvitað fjárhagsmálin.
Ég held að það hefði verið honum
mjög þungur baggi að vinna sem
umboðsmaður skuldara með þetta
mál á bakinu.
Það verða aldrei allir ánægðir
Það bárust fregnir af því úr ráðu-
neytinu að mikið væri af ókláruð-
um málum hjá Ráðgjafarstofunni
og að óánægja með þín störf innan
ráðuneytisins hefði verið helsta
ástæðan fyrir skipan Runólfs.
Ég veit ekkert hvaðan þetta er
komið.
En þú hefur ekki orðið vör við
svona raddir?
Það liggur fyrir að það hefur
verið gífurlegur málafjöldi hjá
Ráðgjafarstofunni og mikið álag
þar. Nú þarf bara að bretta upp
ermar og fara að byggja upp.
Þetta er svipað og að fara úr hand-
verk stæði í verksmiðju. Það þarf
klárlega að auka mannafla og
slípa þetta allt til. Það liggur alveg
fyrir. Þetta er líka þannig starf að
maður þarf að þola gagnrýni en
maður svarar auðvitað fyrir hana
ef hún er ósanngjörn.
En umræðan um að þarna væru
850 ókláruð mál og að þú hefð-
ir ekki sinnt þínu starfi nægilega
vel? Átti hún ekki rétt á sér?
Alls ekki. Ég vísa því bara til
föðurhúsanna. En auðvitað er
þetta þannig starf að það verða
ekki alltaf allir ánægðir. Þetta er
engin vinsældakeppni. Það er bara
eins og lífið er
En þessi fjöldi, 850 mál, er hann
rangur?
Nú er ég búin að vera í viku-
fríi frá Ráðgjafarstofunni en það
hefur orðið einhver sprenging
ef þessi málafjöldi er réttur – og
hann er ekki réttur. Ég byrja ekki
fyrr en eftir helgi þannig að ég
þarf að ganga í þetta með mála-
fjöldann þá, því þetta flyst auðvit-
að allt yfir.
Huglægt mat að baki ráðningunni
Runólfur hætti með þeim orðum að
verkefni stofnunarinnar væru það
mikilvæg að umboðsmaður þyrfti
að njóta fulls trausts ráðherra. Tel-
urðu þig njóta þess?
Já, ég tel það. Hann hefði ekki
boðið mér starfið nema hann treysti
mér. Það liggur alveg fyrir.
En þú varst nú býsna harðorð
í garð hans og þeirra ákvarðana
sem hann tók þegar þetta mál kom
upp.
Ég, eins og aðrir borgarar lands-
ins og umsækjandi um þetta starf,
gat krafist skriflegs rökstuðnings.
Auðvitað var ég ósátt. Eru það ekki
bara eðlileg viðbrögð?
Þú gerðir nú meira en að krefjast
rökstuðnings. Þú hótaðir að kæra
málið til kærunefndar jafnréttis-
mála og að kvartað yrði yfir þessu
til umboðsmanns Alþingis.
Já, já.
Heldurðu að þessi viðbrögð þín
hafi hugsanlega skipt sköpum
um það hvernig þetta endaði allt
saman?
Nei, það held ég ekki. Við Run-
ólfur vorum auðvitað bæði metin
hæf, þannig að ég tel það ekki hafa
áhrif.
Það hafi ekki verið þannig að
ráðherrann hafi óttast einhverjar
aðgerðir af þinni hálfu?
Nei, þetta er það mikilvægt verk-
efni að það tel ég ekki vera.
Nú ertu búin að sjá þessi gögn
sem lágu að baki upprunalegu
ákvörðuninni. Þar skorar Runólfur
aðeins hærra en þú á hæfnisprófi.
Ertu ósammála því mati?
Það liggur í augum uppi. En þessi
möt eru auðvitað huglæg. Hver og
einn getur skoðað þetta og metið
sjálfur hvað hann telur vera rétt.
Það var talað um að þessi skip-
an Runólfs hefði verið vinargreiði
ráðherra við pólitískan samherja
sinn. Var það þitt mat að það hefði
ráðið miklu?
Ég kýs að tjá mig
ekkert um það. Ég veit
ekkert meira um það
en hver annar.
En þú sjálf? Stendur
þú utan við alla pólit-
ík?
Já, ég hef aldrei
tekið þátt í stjórnmál-
um, ekki einu sinni í
háskólanum.
Þarf að vinna hratt og
faglega
Þú hefur störf eftir
helgi. Hver verða þín
fyrstu verk?
Ég byrja á mánu-
dag eða þriðjudag. Ég
var auðvitað í sumar-
leyfi og þarf að breyta
ýmsum plönum. Ég
var starfandi í verk-
efnastjórn sem var
þegar farin að undir-
búa stofnun verkefnis-
ins þannig að ég held
bara því starfi áfram
ásamt því góða fólki
sem kemur að því. Nú þarf bara
að vinna hratt og örugglega.
Treystirðu þér til að meta hver
eru mikilvægustu verkefnin sem
þú munt standa frammi fyrir?
Þau eru svo mörg og marg-
breytileg. Þetta er allt mjög mik-
ilvægt og mikilvægast af öllu að
málin séu unnin hratt og örugg-
lega og ekki síður faglega. Það er
gríðarlega mikilvægt samfélags-
legt verkefni að ná að aðstoða fólk
í greiðsluerfiðleikum.
Mikilvægt að niðurstaða Hæsta-
réttar verði skuldurum í hag
Mig langar að spyrja þig um
dóma héraðsdóms
og Hæstaréttar varð-
andi myntkörfulán-
in, sem má segja að
sé það afdrifaríkasta
sem komið hefur upp
í málefnum skuldara
frá bankahruni. Þau
mál hafa verið gríð-
arlega umdeild. Hef-
urðu tekið afstöðu til
þeirra?
Nú er auðvitað verið
að bíða eftir niður-
stöðu Hæstaréttar en
þessi óvissa er mjög
bagaleg eins og alveg
frá upphafi. Ég held að
það þurfi bara að bíða
og sjá hver niðurstaða
Hæstaréttar verður
og vonandi kemur hún
sem allra fyrst.
Og hver sem hún
verður þá mun emb-
ætti umboðsmanns
skuldara virða hana?
Umboðsmaður
skuldara mun að sjálf-
sögðu hafa skoðun á
niðurstöðunni en dómur er dómur.
Það er bara mjög mikilvægt fyrir
skuldara að þetta verði þeim í hag.
Nýjasta niðurstaða héraðsdóms,
þess efnis að farið skuli að mestu
eftir tilmælum Fjármálaeftirlitsins
og Seðlabankans, hefur mælst frek-
ar illa fyrir hjá ýmsum hagsmuna-
samtökum skuldara. Þú átt kannski
erfitt með að tjá þig um niðurstöð-
una efnislega, en ertu sammála
þeim samtökum sem segja að þetta
sé slæm niðurstaða fyrir skuldara?
Ég vil ekkert um það segja, en ég
mun kappkosta að vera í mjög góðri
samvinnu við samtök eins og Hags-
munasamtök heimilanna og samtök
lánþega.
Hefurðu verið í einhverjum sam-
skiptum við forsvarsmenn þeirra
samtaka?
Ekki samtök lánþega en ég hef
verið í mjög góðum samskiptum
við Hagsmunasamtök heimilanna
og við erum með fulltrúa frá þeim
í nefndum og fleira. Það er einmitt
mitt hlutverk að hlusta á sjónarmið
skuldara og vera þeim til aðstoðar.
Fjölga þarf starfsfólki verulega
Nú hefur þetta embætti fengið
mikið umtal og er orðið mjög áber-
andi fyrirbæri. Er ekki fyrirséð að
aðsóknin að þjónustunni verði mjög
mikil?
Jú, það var mikið að gera á Ráð-
gjafarstofunni en það verður örugg-
lega enn meira að gera hjá umboðs-
manni. Það þarf klárlega að auka
mannafla og klára verkferla og
annað og það er mitt fyrsta verk.
Nú eru þrjátíu starfsmenn hjá emb-
ættinu en það er verið að vinna að
frekari þarfagreiningu. Það hefur
þegar verið auglýst eftir lykilstarfs-
mönnum og fleiri lögfræðingum og
einnig þarf hugsanlega að kaupa
utanaðkomandi þjónustu í tiltekin
verkefni á meðan við erum að fara
í gegnum heilmikinn snjóskafl sem
þarf mikinn mannafla í.
Hvers konar verkefni ertu þá að
tala um?
Þetta er orðið formleg stofnun og
þá þarf að gera ýmislegt, til dæmis
að setja upp skjalasafn, Í lögum um
greiðsluaðlögun liggur líka fyrir að
það þarf að skipa fólki umsjónar-
menn. Það er heimild fyrir því í
lögum að ráða lögmenn til að taka
þau verkefni að sér.
Telur klúðrið ekki rýra traustið
Heldurðu að allt klúðrið í kringum
skipunina í þetta starf sem varð í
kringum þetta muni rýra traust
almennings á þessari stofnun?
Nei, nú er bara mikilvægast að
það skapist vinnufriður svo það sé
hægt að byggja þetta embætti upp
til framtíðar. Þetta bara gerðist
og það hafði kannski enginn hug-
myndaflug til að sjá það fyrir, en
nú er mikilvægt að horfa fram á
veginn.
En svo ég spyrji aftur, heldurðu
að embættið hafi ekki beðið neitt
tjón af þessari atburðarás?
Nei, það held ég ekki.
Þetta er engin vinsældakeppni
Eftir skrautlega atburðarás, sem náði hámarki með afsögn Runólfs Ágústssonar úr embætti umboðsmanns skuldara, hefur Ásta
Sigrún Helgadóttir lagt ágreining sinn við félagsmálaráðherra til hliðar og tekið við starfinu. Stígur Helgason tók Ástu tali.
Ásta Sigrún Helgadóttir er lögfræðingur að mennt. Hún
lauk embættisprófi frá Háskóla Íslands árið 1993 og hóf
þá störf hjá Félagsþjónustunni í Reykjavík þar sem hún
starfaði sem lögfræðingur fjölskyldudeildar og barnavernd-
arnefndar Reykjavíkur til ársins 1999. Árin 1999 til 2003
starfaði Ásta í félags- og tryggingamálaráðuneytinu á skrif-
stofu jafnréttis- og vinnumála þar sem hún sinnti meðal
annars málefnum innflytjenda, var starfsmaður kærunefnd-
ar húsnæðismála og úrskurðarnefndar félagsþjónustu og
vann ýmis almenn lögfræðistörf. Frá árinu 2003 hefur Ásta
gegnt forstöðu Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna.
Ásta Sigrún er 45 ára, fædd í nóvember 1964. Maður
hennar er hæstaréttarlögmaðurinn Þorsteinn Einarsson og
eiga þau tvö börn, 20 og 15 ára.
Hefur stýrt Ráðgjafarstofunni í sjö ár
HEFUR SÆST VIÐ RÁÐHERRA „Ég lít í rauninni fram hjá þessu öllu,” segir Ásta Sigrún um einkennilegan aðdraganda ráðningar sinnar. Nú horfir hún fram á veginn, enda ærin
verkefni fram undan; uppbygging embættis umboðsmanns skuldara, fjölgun starfsfólks og stefnumótun. FRÉTTABLAÐIÐ / VALLI
Þetta bara
gerðist og það
hafði kannski
enginn hug-
myndaflug
til að sjá það
fyrir, en nú er
mikilvægt að
horfa fram á
veginn.