Fréttablaðið - 07.08.2010, Qupperneq 22
22 7. ágúst 2010 LAUGARDAGUR
T
ussufínt er orð sem
ekki var öllum tamt
fyrir rúmri viku
síðan. Svo henti það
að aðstoðarmað -
ur menntamálaráð-
herra, Elías Jón Guðjónsson, ætl-
aði að senda tölvubréf á félaga sinn
í fjármálaráðuneytinu, Hugin Frey
Þorsteinsson, en það fór í staðinn
á bandarískan blaðamann. Sá leit-
aði ráða hjá Reykjavík Grapevine
og þar á bæ voru menn ekki lengi
að sjá fréttagildið í klúðrinu og því
fór sem fór. Nú er víst hægt að fá
boli með áletruninni tussufínt.
Þetta er ekki eina dæmið sem
sýnir að svo einfaldur hlutur sem
að senda tölvubréf getur vafist
fyrir besta fólki. Það virðist sem
ekki allir átti sig á því að stund-
um velur póstforritið viðtakand-
ann fyrir þig ef þú slærð fyrstu
stafi nafns hans inn. Reynsl-
an hefur einnig sýnt að munur-
inn á „reply“ og „reply all“ virð-
ist mörgum gjörsamlega hulinn. Í
það minnsta þekkja margir það að
fá fjöldasendingar um fyrirhugaða
sængurgjöf eða einhvern viðburð
og síðan hrúgast inn staðfestingar-
eða höfnunarbréfin á allan viðtak-
endalistann.
Tölvupóstforrit ættu þó að vera
orðin flestum töm, enda búin að
vera við lýði í áratugi. Nýjungar
eins og Facebook eru hins flókn-
ari fyrirbæri.
Vinasafnarar
Vinabeiðnir á Facebook eru mörg-
um vandamál. Til eru þeir sem
líta á þær eins og heimsókn á
heimili sitt. Banki gestur upp á
þá er ókurteisi að bjóða honum
ekki kaffi. Þess vegna samþykkir
maður vinabeiðnir. Gallinn er sá
að þá endar maður með fjöldann
allan af vinum sem maður þekk-
ir hvorki haus né sporð á. Reyndin
virðist nefnilega sú að sumir líta
á Facebook eins og byssubófar í
Villta vestrinu á byssukeftið sitt;
virðing þín hækkar í réttu hlutfalli
við skorur í skeftið. Slíkt fólk fer
um óravíddir internetsins og sank-
ar að sér vinum. Konan sem þú
hittir í búðinni, gamli félagi þinn
úr skátunum, þessi frægi þarna;
enginn er of smár til að fá vina-
beiðni og hækka þannig vinatölu
viðkomandi.
Stjórnmálamenn eru gjarnir á
þetta þar sem þeir hafa áttað sig
á þeirri staðreynd að með vinum
á Facebook eru þeir komnir með
póstlista. Póstlista sem nýta má í
prófkjörum, kosningum og öðrum
þeim viðburðum þegar stjórnmála-
menn leita til fólksins.
Ekki allir átta sig hins vegar á
því að blaðasnápar og pólitískir
andstæðingar geta verið í vinahóp
sem telur hundruð ef ekki þúsund-
ir. Því er ekki alveg hægt að tjá sig
á Facebook-síðunni eins og í eld-
húsinu heima.
Eldhúsið heima
Hrannar B. Arnarsson, aðstoð-
armaður Jóhönnu Sigurðardótt-
ur forsætisráðherra, virtist hins
vegar ekki gera sér grein fyrir
þessu þegar hann fór um víðan
völl í Face book-uppfærslum sínum.
Þegar gengið var á hann og hann
minntur á að hann væri opinber
starfsmaður í vinnu fyrir alla þjóð-
ina, sagðist honum einmitt þannig
frá; að hann liti á Facebook eins og
eldhúsið heima.
Hrannar hlýtur að búa vel, því
um þessar mundir á hann 1.836
vini. Það eldhús sem rúmar slíkan
fjölda er dágott.
Annað nýlegt dæmi má nefna
þar sem ekki er skilið á milli
einkalífs og hins opinbera. Run-
ólfur Ágústsson sótti um sem
umboðsmaður skuldara, líkt og
alræmt er. Hann lýsti því yfir á
Facebook, hinn 20. júlí, að hann
væri á leið í sitt fyrsta atvinnuvið-
tal. Þremur dögum síðar lýsti hann
því yfir á sama vettvangi að hann
væri orðinn umboðsmaður skuld-
ara. Degi síðar sendi Anna Sigrún
Baldursdóttir honum línu, hverri
fylgdi broskarl, um að héðan í frá
myndi hún kalla hann Umsa.
Anna Sigrún er aðstoðarmað-
ur félagsmálaráðherra og sat sem
slíkur umrætt atvinnuviðtal við
Runólf. Símtal með hamingjuósk-
um og kankvísum ummælum hefði
kannski verið meira viðeigandi en
spjall á opinberri síðu; ekki síst í
ljósi atburðarásarinnar.
Athugasemdir og breytingar
Umgengni um Facebook getur
þannig verið vandasöm og erf-
itt, fyrir suma að minnsta kosti,
að skilja á milli einkalífsins
og hins opinbera. Þannig segir
sagan að Einar Kárason rithöf-
undur hafi skrifað athugasemd á
síðu Egils Helgasonar sjónvarps-
manns. Einar var að gefa út bók
um athafnamanninn Jón Ólafsson
og vildi, líkt og eðlilegt er, koma
bók sinni inn í umræðuna.
Hann hafði því samband við
Egil, væntanlega með það fyrir
augum að koma bókinni í umræðu-
þáttinn Kiljuna og skrifaði athuga-
semd hjá Agli í hverri hann sagði
honum frá aðalskúbbi bókarinnar.
Það fór vitanlega í fjölmiðla með
det samme.
Þá falla margir í þá gryfju að
breyta vefsíðunum sínum, ger-
andi sér ekki grein fyrir að netið
geymir allt. Björn Bjarnason féll
í þá gryfju eitt sinn, en hafði þó
þá góðu afsökun að hann væri
að kanna árvekni netverja þegar
hann var spurður um tilvikið. Inn-
brotsþjófar landsins ættu að hafa
þessa afsökun í huga þegar þeir
eru nappaðir; ég var hér að kanna
árvekni íbúanna og lögæslumanna.
Til hamingju, þið hafið staðist
álagsprófið.
Björgvin G. Sigurðsson, fyrrum
viðskiptaráðherra, gekk skrefinu
lengra þegar hann lokaði síðunni
sinni í hruninu. Skýringin var
víst sú að verið væri að betrum-
bæta síðuna, en illar tungur vildu
meina að með þessu væri verið að
reyna að loka á aðgang að pistlum
ráðherrans sem mærðu banka-
menn og útrásina hvað mest. Lok-
unin stendur víst enn, en Björg-
vin áttaði sig ekki á því að hægt
er að finna gamlar uppfærslur að
síðu hans. Lokunin vakti athygli
og líklegast skoðuðu fleiri pistl-
ana en ella.
Til í allt án Villa
Facebook hefur létt mörgum mönn-
um lífið og gert stjórnmálamönnum
auðveldara með að vera í tengslum
við fólkið. Stundum eru tengsl-
in þó of mikil og sumir kjósendur
hafa klórað sér í höfðinu yfir enda-
lausum uppfærslum á Facebook af
mikilvægum fundum. Hafnfirskir
sveitarstjórnarmenn lágu undir
ámæli fyrir þetta, þeim fannst
skemmtilegra að dunda sér á net-
inu en að fylgjast með á fundum.
Tölvusamskipti Jónínu Bene-
diktsdóttur og Styrmis Gunnars-
sonar þóttu markverð, raunar svo
að ákveðið hefur verið að gefa þau
út á bók í haust. Lesendur þeirra
fengu innsýn í Sjálfstæðisflokkinn,
hvernig innmúraðir og innvígðir
þar njóta velgengni í samfélaginu
umfram aðra.
Óljóst er hver var í samskiptum
við Má Guðmundsson seðlabanka-
stjóra um launamál, en böndin ber-
ast að forsætisráðuneytinu. Enginn
hefur staðfest neitt þar. Þá þótti
Össur Skarphéðinsson ansi beittur í
bréfum síðla nætur í eina tíð. Hann
hótaði vinnuveitendum bróður síns
reiði þess þungaviktarmanns í pól-
itík sem hann er og ófá önnur bréf
biðu viðtakenda í pósthólfi þegar
þeir vöknuðu. Össur virðist þó hafa
látið af þessum sið.
Frægasta sms síðari tíma er þó
líklega sending til Svandísar Svav-
arsdóttur, mitt í upplausn meiri-
hluta Sjálfstæðis- og Framsókn-
arflokks. Aldrei var upplýst hver
sendi skeytið, en böndin bárust
að Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur.
„Til í allt án Villa,“ var innihaldið
og auðvitað of gott til að það rataði
ekki víðar.
Stjórnmálamenn átta sig nefni-
lega ekki allir á því að það sem sagt
er á tölvu-, eða símaskjáum, er ekki
það sama og að spjalla undir fjög-
ur augu.
Tæknin er máttug og mislynd
ALLIR Á NETINU Ósagt skal látið hvort þessir borgarfulltrúar eru að uppfæra Facebook en oftar en ekki hafa kjörnir fulltrúar nýtt
fundi til þess. Aðrir virðast ekki ráða við að takmarka sendingar sínar við einn viðtakanda, eða að velja rétta viðtakandann.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Karl Sigurbjörnsson biskup á fjölda vina. Hann setur
reglulega fram kærleiksrík skilaboð, en áttar sig ekki
endilega á því að oft leynist höggormur í paradís og
trúleysingi á meðal vina. Hann skrifaði, á útmánuðum,
eftirfarandi skilaboð á síðu sína:
„Guð, við biðjum um kraftaverk endurnýjunarinnar á
þessum myrkasta tíma ársins: Um von og traust á sigur
ljóssins þegar skammdegið virðist ríkja, um hugrekki
til að leita leiða friðar og sátta, um hjálp til að trúa á
sigur hins varnarlausa kærleika, friðar og réttlætis þegar
stormar fordóma, haturs og ranglætis geisa. Faðir vor, tilkomi þitt ríki.“
Sveinn Kjarval, einn vina biskups, var ekki lengi að benda honum á að
bænin væri óþörf í þessu tilliti:
„Það þarf reyndar ekki að biðja til neins guðs til að skammdeginu ljúki.
Möndulhalli jarðar veldur því að við fáum minni birtu hluta ársins en það
lagast venjulega að sama skapi með vorinu.“
Með fylgdi tengill á Vísindavefinn um árstíðabreytingar.
Líka trúleysingjavinir
„sæll
hér er merkilegt bréf ertu til í að búa
til anonymous netfang og senda
þetta úr því á alla fjölmiðla,
-b“
Svohljóðandi bréf skrifaði Bjarni
Harðarson, þá þingmaður Fram-
sóknarflokksins, til aðstoðarmanns
síns, Ármanns Inga Sigurðssonar, í
nóvember 2008. Eða svo hélt hann.
Raunin varð sú að bréfið fór á alla
helstu fjölmiðla landsins, en ekki
aðstoðarmanninn.
Bréfið sem fylgdi skeytasending-
unni var undirritað af tveimur fram-
sóknarmönnum. Þar var Valgerður
Sverrisdóttir harðlega gagnrýnd og
hún minnt á þátt hennar í einkavæð-
ingu bankanna. Hvorki Gunnar Odds-
son né Sigtryggur Jón Björnsson, sem
rituðu bréfið, höfðu gefið
leyfi fyrir því að það færi til
fjölmiðla.
Þegar Bjarna urðu
mistökin ljós sendi hann
frá sér yfirlýsingu á sömu
fjölmiðlamenn og höfðu
fengið bréfið:
„ágætu fjölmiðlamenn mér
urðu á lítilsháttar mistök
áðan við sendingu á bréfi til aðstoð-
armanns míns bréf þetta sem átti
aðeins að fara milli okkar tveggja
lenti óvart á hópsendingarlista
fjölmiðla
ég vil því vinsamlegast fara þess á
leit við ykkur að þið eyðið þessu bréfi
og nýtið hvorki efni þess né þessi
mistök mín sem urðu til þess að
bréfið rataði ranglega í ykkar hendur
á nokkurn hátt í miðlum
ykkar með kærri kveðju og
fyrirfram þökk
-b.”
Fjölmiðlar urðu ekki við
ósk Bjarna, þótti sendingin
of fréttnæm. Bjarna líkaði
það illa og talaði um aðför
gegn sér. Í samtali við
Fréttablaðið sagði hann að
sendingin hefði verið „svona í gamni
gert bara. [...] Við höfðum þetta í
flimtingum milli okkar í samtali og
ég ætlaðist ekki til að þetta yrði tekið
alvarlega.“
Málið varð þó svo alvarlegt að
Bjarni sagði af sér þingmennsku og
baðst afsökunar á öllu saman. Hann
hefði kannski betur skrollað yfir bréf-
ið áður en hann sendi það.
Lítils háttar mistök í gamni gerð
Margrét Tryggvadóttir varð
þingmaður Borgarahreyf-
ingarinnar eftir búsáhalda-
byltinguna. Í dag er hún
þingmaður Hreyfingarinnar.
Með henni í þingflokki
Borgarahreyfingarinnar var
Þráinn Bertelsson. Hann er
nú þingmaður utan flokka.
Fljótlega eftir kosningar
kom í ljós að þingmönnum
Borgarahreyfingarinnar kom ekki
nógu vel saman og hópurinn skipt-
ist í tvennt; Þráin og alla hina.
Margréti leist ekki á blikuna og
hafði áhyggjur af þessum, brátt
fyrrum, félaga sínum. Af einhverjum
ástæðum ákvað hún að viðra þær
áhyggjur við varaþingmann Þráins,
sem hefði tekið sæti hans hefði
Þráinn horfið á brott. Hún sendi
tölvubréf, en líkt og fyrir fleirum
vafðist það fyrir henni að velja rétta
viðtakandann.
„Ég hef miklar áhyggjur af Þráni
og þar sem þú þekkir hann vel og
þekkir e.t.v. betur inn á fjölskyldu
hans eða forsögu en ég langar mig
að bera þetta upp við þig. Kannski
er það ímyndun að þú sért
betur inn í hans málum en
við en – það má alla vega
reyna. Við höfðum áhyggj-
ur af því snemma í sumar
að hann væri að síga í
eitthvert þunglyndi en svo
virtist það brá af honum.
Ég ræddi við sálfræði-
menntaðan mann í dag
sem er vel inni í málum
hreyfingarinnar og hann grunar að
Þráinn sé með Alzheimer á byrj-
unarstigi. Hann tók það skýrt fram
að þetta væri einungis kenning og
auðvitað hefur hann ekki rannsakað
Þráin. Ég hafði ekki leitt hugann að
slíku þótt mér fyndist þetta skýra
margt.“
Þessi rassvasagreining á félaga
hennar sem var henni ósammála í
pólitík fór hins vegar á fjölda manns
í Borgarahreyfingunni og þaðan í
fjölmiðla. „Mér gekk gott eitt til. Ég
hef áhyggjur af Þráni og hef þær
enn,“ sagði Margrét eftir á. Hvers
vegna hún valdi þessa leið til að
viðra þær áhyggjur hefur hins vegar
ekki fengist á hreint.
Óumbeðnar áhyggjur af góðum félaga fara á flakk
Tækninýjungar gera
fólki oftar en ekki lífið
léttara og auðvelda því
hlutina. Það sem áður
tók lengri tíma tekur
nú augnablik eftir að
örgjörvar og tölvuflög-
ur skila sínu. Það er þó
ekki allra að ráða við
flókna hluti eins og
sms-skeyti, tölvubréf og
Facebook og oft skripl-
ar á skötu hjá sumum,
sérstaklega stjórnmála-
mönnum. Kolbeinn
Óttarsson Proppé leit
yfir tækniklúðrin.